Rústabjörgun eða slökkvistarf Jakob Bjarnar skrifar 24. september 2019 12:48 Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stendur í ströngu en KOM ráðgjöf starfar fyrir embættið og hefur í mörg horn að líta. visir/vilhelm Friðjón R. Friðjónsson hjá KOM – ráðgjöf, almannatengslafyrirtæki, segir það ekkert leyndarmál að fyrirtæki hans hafi starfað fyrir embætti ríkislögreglustjóra. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stendur nú í ströngu, reyndar standa á honum öll spjót og í gær hlaut hann þung högg þegar allir lögreglustjórar landsins, ef frá er tekinn Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum, lýstu yfir vantrausti á hann. Þegar leið á daginn bættust þeir í Landsambandi lögreglumanna við og lýstu jafnframt yfir vantrausti á Harald. Slík staða er fordæmalaus og bjuggust margir við því að Haraldur myndi í dag stíga til hliðar til að lægja öldur. Samkvæmt nýjustu fréttum virðist sem hann ætli að stíga ölduna. Óhætt er að tala um krísu í sambandi við þá stöðu sem upp er komin.Einbeittur brotavilji að klúðra viðtalinu Kornið sem fyllt mælinn að mati Úlfars Lúðvíkssonar, formanns Lögreglustjórafélags Íslands, og margra annarra sem varðar óþol gagnvart Haraldi Johannessen er viðtal sem hann fór í og birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 14. september. Þar nefndi hann meðal annars að spillingu mætti finna innan lögreglunnar og var það lagt upp svo að um væri að ræða hótun af hálfu Haraldar; að vildu menn ýta honum út gæti farið svo að hann tæki fleiri með sér í fallinu.Hvort sem það er réttmætt eða ekki er ljóst að nú velta menn fyrir sér því hvernig ráðgjöf til Haraldar hafi verið háttað. Þeirra á meðal er sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan sem skrifaði á Facebooksíðu sína í gærkvöldi heldur háðslega: „Það eina sem mig langar að vita núna er hvaða PR-maður ráðlagði Ríkislögreglustjóra að fara í viðtalið við Moggann? NB Viðtal sem þeir báðir fengu væntanlega að lesa yfir, en láta samt þessi spillingarbrigsl standa? Að klúðra svona viðtali er eitthvað sem krefst einbeitts brotavilja.“Ákvörðunin alltaf viðskiptavinarins Friðjón segir, í samtali við Vísi, að KOM starfi ekki fyrir Harald persónulega heldur embættið. Og hann tekur skýrt fram að hann tali ekki um einstök mál tengdum skjólstæðingum fyrirtækisins. Slíkt komi ekki til greina. En, vissulega sé það rétt að eitt verkefna sem KOM og önnur fyrirtæki á þessu sviði standa frammi fyrir sé krísustjórnun, sem hefur verið tískuorð undanfarin misseri. Og þá er spurt hvað fyrirtæki á borð við KOM gera þegar slík staða er komin upp? Friðjón segir að ávallt sé leitast við að aðstoða viðskiptavini í átt að lausn sem hann sé sáttastur við.Friðjón segist ekki geta tjáð sig um málefni einstakra viðskiptavina en almennt þá getur verið í mörg horn að líta þegar krísustjórnun er annars vegar.„Stundum eru menn komnir í einhverja stöðu í svona málum þar sem valkostirnir eru fáir. Stundum, og þá almennt í svona krísustjórnunarfræðum, þá eru ýmsar leiðir en kúnninn ræður alltaf för á endanum. Það er hann sem tekur ákvörðun um viðtölin eða fara ekki í þau eða hvernig sem það svo er. Við erum líka sjaldnast einu ráðgjafarnir. Við getum ekki neytt viðskiptavini í viðtöl eða komið í veg fyrir það ef þeir ætla sér í viðtöl.“Stundum brennur húsið Að sögn Friðjóns er vandinn sem hann og fyrirtæki í hans geira standa frammi fyrir sá að stundum komi þau of seint að málum. „Og maður er þá ekki lengur í slökkvstarfi heldur rústabjörgun. Stundum eru utanaðkomandi aðstæður þannig að það skiptir engu máli hvaða ráð maður gefur; húsið brennur. En oftast er hægt að koma í veg fyrir það og oftast er það svo að ef menn hlíta þeim ráðum sem þeim eru gefin er okkar hlutverk að hafa tiltekið sjónarhorn á aðstæður,“ segir Friðjón og ítrekar að hann sé að tala almennt.Helgi Seljan veltir því fyrir sér hver í ósköpunum ráðlagði Haraldi að fara í viðtal við Morgunblaðið og láta það liggja sem þar var sagt.„Í mörgum tilfellum eru menn í svona krísum komnir ofan í einhvern bönker sem þeir sjá ekki út úr,“ segir Friðjón og nefnir það enn og aftur að nú sé hann ekki að tala um Harald og embættið.Að hjálpa mönnum upp úr bönkernum „Almennt séð er það þá okkar hlutverk að hafa yfirsýn yfir stöðuna og geta sagt mönnum hvort óhætt sé að stíga úr bönkernum. Oftast er það þannig að mönnum sem finnst að sér sótt úr öllum áttum telja að himnarnir séu að hrynja yfir sig en í langflestum tilvikum líður það hjá. Best að anda með nefinu.“ Friðjón segir að í þremur fjórða tilvika ráðleggi hann sínum skjólstæðingum að gera ekki neitt. „Það kemur önnur frétt eftir sex tíma, en stundum er sagan of stór og of djúsí og lifir því það eru aðrir þættir sem keyra hana áfram. Og þá þarf að bregðast við.“ Alþingi Fjölmiðlar Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Viðtalið var kornið sem fyllti mælinn Viðtal Harald Johannessen við Morgunblaðið á dögunum var kornið sem fyllti mælinn sem varð til þess að formannafundur Landssambands lögreglumanna ákvað að lýsa yfir vantrausti á hendur ríkislögreglustjóra. Formaður félagsins fær ekki séð hvernig Haraldur getur setið áfram í embætti. 23. september 2019 18:50 „Þessi vantrauststillaga getur varla verið út af einhverjum bílabanka eða fatapeningum“ Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að ástandið sem upp sé komið innan lögreglunnar sé ekki gott. 24. september 2019 10:43 Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Dómsmálaráðherra verði að grípa til aðgerða Lögreglustjórar og Landssamband lögreglumanna lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir dómsmálaráðherra verða að bregðast við. 24. september 2019 06:00 Formannafundur Landssambands lögreglumanna lýsir einnig yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Formannafundur Landssambands lögreglumanna hefur bæst í hóp þeirra sem lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla nú síðdegis er skorað á Harald að stíga til hliðar. 23. september 2019 17:54 Lögreglustjórar lýsa yfir vantrausti á Harald Átta af níu lögreglustjórum lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra. 23. september 2019 17:04 Ríkislögreglustjóri verði að skýra orð sín um spillingu Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir það alvarlegt að æðsti yfirmaður lögreglunnar hér á landi tali um spillingu innan raða lögreglunnar. 22. september 2019 23:15 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Friðjón R. Friðjónsson hjá KOM – ráðgjöf, almannatengslafyrirtæki, segir það ekkert leyndarmál að fyrirtæki hans hafi starfað fyrir embætti ríkislögreglustjóra. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stendur nú í ströngu, reyndar standa á honum öll spjót og í gær hlaut hann þung högg þegar allir lögreglustjórar landsins, ef frá er tekinn Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum, lýstu yfir vantrausti á hann. Þegar leið á daginn bættust þeir í Landsambandi lögreglumanna við og lýstu jafnframt yfir vantrausti á Harald. Slík staða er fordæmalaus og bjuggust margir við því að Haraldur myndi í dag stíga til hliðar til að lægja öldur. Samkvæmt nýjustu fréttum virðist sem hann ætli að stíga ölduna. Óhætt er að tala um krísu í sambandi við þá stöðu sem upp er komin.Einbeittur brotavilji að klúðra viðtalinu Kornið sem fyllt mælinn að mati Úlfars Lúðvíkssonar, formanns Lögreglustjórafélags Íslands, og margra annarra sem varðar óþol gagnvart Haraldi Johannessen er viðtal sem hann fór í og birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 14. september. Þar nefndi hann meðal annars að spillingu mætti finna innan lögreglunnar og var það lagt upp svo að um væri að ræða hótun af hálfu Haraldar; að vildu menn ýta honum út gæti farið svo að hann tæki fleiri með sér í fallinu.Hvort sem það er réttmætt eða ekki er ljóst að nú velta menn fyrir sér því hvernig ráðgjöf til Haraldar hafi verið háttað. Þeirra á meðal er sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan sem skrifaði á Facebooksíðu sína í gærkvöldi heldur háðslega: „Það eina sem mig langar að vita núna er hvaða PR-maður ráðlagði Ríkislögreglustjóra að fara í viðtalið við Moggann? NB Viðtal sem þeir báðir fengu væntanlega að lesa yfir, en láta samt þessi spillingarbrigsl standa? Að klúðra svona viðtali er eitthvað sem krefst einbeitts brotavilja.“Ákvörðunin alltaf viðskiptavinarins Friðjón segir, í samtali við Vísi, að KOM starfi ekki fyrir Harald persónulega heldur embættið. Og hann tekur skýrt fram að hann tali ekki um einstök mál tengdum skjólstæðingum fyrirtækisins. Slíkt komi ekki til greina. En, vissulega sé það rétt að eitt verkefna sem KOM og önnur fyrirtæki á þessu sviði standa frammi fyrir sé krísustjórnun, sem hefur verið tískuorð undanfarin misseri. Og þá er spurt hvað fyrirtæki á borð við KOM gera þegar slík staða er komin upp? Friðjón segir að ávallt sé leitast við að aðstoða viðskiptavini í átt að lausn sem hann sé sáttastur við.Friðjón segist ekki geta tjáð sig um málefni einstakra viðskiptavina en almennt þá getur verið í mörg horn að líta þegar krísustjórnun er annars vegar.„Stundum eru menn komnir í einhverja stöðu í svona málum þar sem valkostirnir eru fáir. Stundum, og þá almennt í svona krísustjórnunarfræðum, þá eru ýmsar leiðir en kúnninn ræður alltaf för á endanum. Það er hann sem tekur ákvörðun um viðtölin eða fara ekki í þau eða hvernig sem það svo er. Við erum líka sjaldnast einu ráðgjafarnir. Við getum ekki neytt viðskiptavini í viðtöl eða komið í veg fyrir það ef þeir ætla sér í viðtöl.“Stundum brennur húsið Að sögn Friðjóns er vandinn sem hann og fyrirtæki í hans geira standa frammi fyrir sá að stundum komi þau of seint að málum. „Og maður er þá ekki lengur í slökkvstarfi heldur rústabjörgun. Stundum eru utanaðkomandi aðstæður þannig að það skiptir engu máli hvaða ráð maður gefur; húsið brennur. En oftast er hægt að koma í veg fyrir það og oftast er það svo að ef menn hlíta þeim ráðum sem þeim eru gefin er okkar hlutverk að hafa tiltekið sjónarhorn á aðstæður,“ segir Friðjón og ítrekar að hann sé að tala almennt.Helgi Seljan veltir því fyrir sér hver í ósköpunum ráðlagði Haraldi að fara í viðtal við Morgunblaðið og láta það liggja sem þar var sagt.„Í mörgum tilfellum eru menn í svona krísum komnir ofan í einhvern bönker sem þeir sjá ekki út úr,“ segir Friðjón og nefnir það enn og aftur að nú sé hann ekki að tala um Harald og embættið.Að hjálpa mönnum upp úr bönkernum „Almennt séð er það þá okkar hlutverk að hafa yfirsýn yfir stöðuna og geta sagt mönnum hvort óhætt sé að stíga úr bönkernum. Oftast er það þannig að mönnum sem finnst að sér sótt úr öllum áttum telja að himnarnir séu að hrynja yfir sig en í langflestum tilvikum líður það hjá. Best að anda með nefinu.“ Friðjón segir að í þremur fjórða tilvika ráðleggi hann sínum skjólstæðingum að gera ekki neitt. „Það kemur önnur frétt eftir sex tíma, en stundum er sagan of stór og of djúsí og lifir því það eru aðrir þættir sem keyra hana áfram. Og þá þarf að bregðast við.“
Alþingi Fjölmiðlar Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Viðtalið var kornið sem fyllti mælinn Viðtal Harald Johannessen við Morgunblaðið á dögunum var kornið sem fyllti mælinn sem varð til þess að formannafundur Landssambands lögreglumanna ákvað að lýsa yfir vantrausti á hendur ríkislögreglustjóra. Formaður félagsins fær ekki séð hvernig Haraldur getur setið áfram í embætti. 23. september 2019 18:50 „Þessi vantrauststillaga getur varla verið út af einhverjum bílabanka eða fatapeningum“ Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að ástandið sem upp sé komið innan lögreglunnar sé ekki gott. 24. september 2019 10:43 Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Dómsmálaráðherra verði að grípa til aðgerða Lögreglustjórar og Landssamband lögreglumanna lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir dómsmálaráðherra verða að bregðast við. 24. september 2019 06:00 Formannafundur Landssambands lögreglumanna lýsir einnig yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Formannafundur Landssambands lögreglumanna hefur bæst í hóp þeirra sem lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla nú síðdegis er skorað á Harald að stíga til hliðar. 23. september 2019 17:54 Lögreglustjórar lýsa yfir vantrausti á Harald Átta af níu lögreglustjórum lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra. 23. september 2019 17:04 Ríkislögreglustjóri verði að skýra orð sín um spillingu Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir það alvarlegt að æðsti yfirmaður lögreglunnar hér á landi tali um spillingu innan raða lögreglunnar. 22. september 2019 23:15 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Viðtalið var kornið sem fyllti mælinn Viðtal Harald Johannessen við Morgunblaðið á dögunum var kornið sem fyllti mælinn sem varð til þess að formannafundur Landssambands lögreglumanna ákvað að lýsa yfir vantrausti á hendur ríkislögreglustjóra. Formaður félagsins fær ekki séð hvernig Haraldur getur setið áfram í embætti. 23. september 2019 18:50
„Þessi vantrauststillaga getur varla verið út af einhverjum bílabanka eða fatapeningum“ Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að ástandið sem upp sé komið innan lögreglunnar sé ekki gott. 24. september 2019 10:43
Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19
Dómsmálaráðherra verði að grípa til aðgerða Lögreglustjórar og Landssamband lögreglumanna lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir dómsmálaráðherra verða að bregðast við. 24. september 2019 06:00
Formannafundur Landssambands lögreglumanna lýsir einnig yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Formannafundur Landssambands lögreglumanna hefur bæst í hóp þeirra sem lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla nú síðdegis er skorað á Harald að stíga til hliðar. 23. september 2019 17:54
Lögreglustjórar lýsa yfir vantrausti á Harald Átta af níu lögreglustjórum lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra. 23. september 2019 17:04
Ríkislögreglustjóri verði að skýra orð sín um spillingu Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir það alvarlegt að æðsti yfirmaður lögreglunnar hér á landi tali um spillingu innan raða lögreglunnar. 22. september 2019 23:15