Efast um trúverðugleika kosninganna Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2019 17:34 AP/Rahmat Gul Þrátt fyrir að Talibanar hafi hótað árásum á kjörstaði og víðar vegna forsetakosninga í Afganistan, er útlit fyrir að ásakanir um svindl og misferli komi frekar niður á kosningunum. Það gæti komið niður á trúverðugleika ríkisstjórnar Afganistan og tilraunum til að endurvekja friðarviðræður við Talibana. Við lokun kjörstaða í dag sagði Massoud Andarabi, innanríkisráðherra, AP fréttaveitunni að Talibanar hefðu gert 68 árásir víða um landið í dag. Að mestu væri um að ræða eldflaugaárásir. Minnst fimm eru látnir og margir eru sagðir hafa særst.Þeir Ashraf Ghani, forseti, og Abdullah Abdullah, forsætisráðherra, þykja líklegastir til að bera sigur úr býtum en þeir hafa deilt stjórn Afganistan frá 2014. Niðurstöður munu þó ekki liggja fyrir fyrr en í næsta mánuði en ef enginn frambjóðandi fær meira en helming atkvæða verða haldnar aðrar kosningar á milli þeirra tveggja með mest fylgi. Útlit er þó fyrir að kjörsókn hafi verið mjög lág.Sjá einnig: Afganir kjósa sér forseta í skugga ofbeldisÍ síðustu kosningum, árið 2014, voru ásakanir um svik og pretti svo umfangsmiklar að ekki tókst að lýsa yfir sigurvegara. Þess vegna myndu Ghani og Abdullah ríkisstjórn saman. AP fréttaveitan segir kjósendur hafa lent í ýmislegum vandræðum á kjörstöðum. Ein kona sem rætt var við sagði starfsmann kjörnefndar hafa öskrað á sig og ráðist á sig eftir að hún bað um að fá að sjá kjörskránna. Það var eftir að starfsmaðurinn sagði konunni að hún væri ekki á kjörskrá. Að endingu, þegar starfsmaðurinn var farinn á brott fann konan nafn sitt á kjörskránni. Annar kjósandi sagði svo mikið vesen hafa verið á sínum kjörstað að hann hafði enga trú á því að kosningarnar væru að fara fram með réttum hætti. „Ég mun aldrei trúa því að þetta séu sanngjarnar kosningar,“ sagði hann.Skilaboð til Talibana Þá hafa borist fregnir af frekari villum á kjörskrám, seinkun opnanna kjörstaða og minnst 430 kjörstaðir voru ekki opnaðir, þar sem ekki var hægt að tryggja öryggi kjósenda. Hinn 63 ára gamli Ahmad Khan sagðist hafa áhyggjur af kosningunum en hvatti þó fólk til að kjósa. „Þetta er eina leiðin til að sýna Talibönum að við erum ekki hrædd við þá,“ sagði hann. Hamdullah Mohib, þjóðaröryggisráðgjafi Afganistan, sló á svipaða strengi og Khan í viðtali. „Kosningarnar voru leið fyrir okkur að sýna, fyrir íbúa Afganistan að sýna, að við stöndum vörð við lýðræðið og sjálfsákvörðunarrétt okkar og þannig viljum við sjá Afganistan stýrt. Það eru mikilvægustu skilaboðin og ég held að þau séu skýr.“ Afganistan Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Þrátt fyrir að Talibanar hafi hótað árásum á kjörstaði og víðar vegna forsetakosninga í Afganistan, er útlit fyrir að ásakanir um svindl og misferli komi frekar niður á kosningunum. Það gæti komið niður á trúverðugleika ríkisstjórnar Afganistan og tilraunum til að endurvekja friðarviðræður við Talibana. Við lokun kjörstaða í dag sagði Massoud Andarabi, innanríkisráðherra, AP fréttaveitunni að Talibanar hefðu gert 68 árásir víða um landið í dag. Að mestu væri um að ræða eldflaugaárásir. Minnst fimm eru látnir og margir eru sagðir hafa særst.Þeir Ashraf Ghani, forseti, og Abdullah Abdullah, forsætisráðherra, þykja líklegastir til að bera sigur úr býtum en þeir hafa deilt stjórn Afganistan frá 2014. Niðurstöður munu þó ekki liggja fyrir fyrr en í næsta mánuði en ef enginn frambjóðandi fær meira en helming atkvæða verða haldnar aðrar kosningar á milli þeirra tveggja með mest fylgi. Útlit er þó fyrir að kjörsókn hafi verið mjög lág.Sjá einnig: Afganir kjósa sér forseta í skugga ofbeldisÍ síðustu kosningum, árið 2014, voru ásakanir um svik og pretti svo umfangsmiklar að ekki tókst að lýsa yfir sigurvegara. Þess vegna myndu Ghani og Abdullah ríkisstjórn saman. AP fréttaveitan segir kjósendur hafa lent í ýmislegum vandræðum á kjörstöðum. Ein kona sem rætt var við sagði starfsmann kjörnefndar hafa öskrað á sig og ráðist á sig eftir að hún bað um að fá að sjá kjörskránna. Það var eftir að starfsmaðurinn sagði konunni að hún væri ekki á kjörskrá. Að endingu, þegar starfsmaðurinn var farinn á brott fann konan nafn sitt á kjörskránni. Annar kjósandi sagði svo mikið vesen hafa verið á sínum kjörstað að hann hafði enga trú á því að kosningarnar væru að fara fram með réttum hætti. „Ég mun aldrei trúa því að þetta séu sanngjarnar kosningar,“ sagði hann.Skilaboð til Talibana Þá hafa borist fregnir af frekari villum á kjörskrám, seinkun opnanna kjörstaða og minnst 430 kjörstaðir voru ekki opnaðir, þar sem ekki var hægt að tryggja öryggi kjósenda. Hinn 63 ára gamli Ahmad Khan sagðist hafa áhyggjur af kosningunum en hvatti þó fólk til að kjósa. „Þetta er eina leiðin til að sýna Talibönum að við erum ekki hrædd við þá,“ sagði hann. Hamdullah Mohib, þjóðaröryggisráðgjafi Afganistan, sló á svipaða strengi og Khan í viðtali. „Kosningarnar voru leið fyrir okkur að sýna, fyrir íbúa Afganistan að sýna, að við stöndum vörð við lýðræðið og sjálfsákvörðunarrétt okkar og þannig viljum við sjá Afganistan stýrt. Það eru mikilvægustu skilaboðin og ég held að þau séu skýr.“
Afganistan Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira