Arnar: Breytingin á hópnum á 10 mánuðum er ótrúleg og þeir eru búnir að breyta ásýnd félagsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. september 2019 20:07 Arnar alsæll að leik loknum. Vísir/Vilhelm „Þetta er geggjað maður,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga hlæjandi þegar hann var spurður út í líðan síðan eftir 1-0 sigur Víkings á FH í úrslitum Mjólkurbikarsins. 48 ár eru komin síðan Víkingur landaði síðast bikarmeistaratitli í knattspyrnu. „Fótboltinn hefur gefið manni mikið en líka verið ansi pirrandi á köflum en á svona stundum er öll erfiðsvinnan þess virði. Strákarnir voru frábærir í dag við erfiðar aðstæður, völlurinn geggjaður reyndar en mikill vindur. Við spiluðum virkilega vel á köflum og held að við höfum átt sigurinn fyllilega skilið,“ sagði Arnar einnig um leik dagsins. Arnar var spurður út í muninn á svona leik sem leikmaður og svo sem þjálfari. „Miklu skemmtilegra sem þjálfari. Þú ert með allt starfsfólkið, leikmennina og færð hjálp frá öllum en á endanum er þetta mjög einmanalegt starf. Þú ert einn í þínu hugarskoti og leggur upp leikinn.“ Arnar hélt áfram. „Ég set upp taktíkina en strákarnir þurfa að gera allt erfiðið. Þeir voru virkilega flottir en við vorum með ungt lið í dag. Öll þessi umræða með Kára [Árnason, landsliðsmann] og Dofra [Snorrason], leiðinlegt að þeir hafi ekki getað spilað með en við bara stigum upp og þetta var virkilega sætt.“ „Þetta er geggjað. Breytingin á hópnum á 10 mánðum er ótrúleg og þeir eru búnir að breyta ásýnd klúbbsins. Fólk er farið að tala um Víkingana aftur sem er virkilega ánægjulegt og strákarnir orðnir að mönnum og mennirnir sem fyrir voru orðnir að leiðtogum,“ sagði Arnar aðspurður um hversu stoltur hann væri af ungu leikmönnunum sínum í dag. Hann gat þó ekki annað en hrósað eldri leikmönnum liðsins líka. „Ekki að Sölvi [Geir Ottesen] hafi ekki verið leiðtogi og það eru leikmenn í félaginu sem eiga þetta svo skilið. Halli [Halldór Smári Sigurðsson] er búinn að vera þarna í 100 ár með sex þúsund leiki og aldrei verið nálægt einu né neinu svo ég er virkilega ánægður fyrir þeirra hönd.“ Varðandi framhaldið. „Nú má ekki sofna á veriðinum. Það þarf að gefa aðeins, allir sem standa að klúbbnum. Ekki vera ánægðir með þennan eina titil og bíða í 50 ár aftur. Nú er tækifærið til að gefa aðeins í, æfa aðeins meira og gera atlögu að enn stærri titli á næsta ári,“ sagði Arnar að lokum en það er ljóst að hann ætlar sér meiri og stærri hluti með Víkingana á komandi misserum. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Sjáðu markið sem tryggði Víkingum bikarinn og rauða spjaldið sem Pétur fékk Víkingar urðu í kvöld bikarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1971. 14. september 2019 19:10 Umfjöllun: Víkingur - FH 1-0 | Víkingar bikarmeistarar í fyrsta sinn í 48 ár Óttar Magnús Karlsson tryggði Víkingi sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 1971. 14. september 2019 19:30 Urðu bikarmeistarar nákvæmlega 28 árum eftir að þeir urðu síðast Íslandsmeistarar Fjórtándi september er stór dagur í sögu Víkings. 14. september 2019 19:39 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
„Þetta er geggjað maður,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga hlæjandi þegar hann var spurður út í líðan síðan eftir 1-0 sigur Víkings á FH í úrslitum Mjólkurbikarsins. 48 ár eru komin síðan Víkingur landaði síðast bikarmeistaratitli í knattspyrnu. „Fótboltinn hefur gefið manni mikið en líka verið ansi pirrandi á köflum en á svona stundum er öll erfiðsvinnan þess virði. Strákarnir voru frábærir í dag við erfiðar aðstæður, völlurinn geggjaður reyndar en mikill vindur. Við spiluðum virkilega vel á köflum og held að við höfum átt sigurinn fyllilega skilið,“ sagði Arnar einnig um leik dagsins. Arnar var spurður út í muninn á svona leik sem leikmaður og svo sem þjálfari. „Miklu skemmtilegra sem þjálfari. Þú ert með allt starfsfólkið, leikmennina og færð hjálp frá öllum en á endanum er þetta mjög einmanalegt starf. Þú ert einn í þínu hugarskoti og leggur upp leikinn.“ Arnar hélt áfram. „Ég set upp taktíkina en strákarnir þurfa að gera allt erfiðið. Þeir voru virkilega flottir en við vorum með ungt lið í dag. Öll þessi umræða með Kára [Árnason, landsliðsmann] og Dofra [Snorrason], leiðinlegt að þeir hafi ekki getað spilað með en við bara stigum upp og þetta var virkilega sætt.“ „Þetta er geggjað. Breytingin á hópnum á 10 mánðum er ótrúleg og þeir eru búnir að breyta ásýnd klúbbsins. Fólk er farið að tala um Víkingana aftur sem er virkilega ánægjulegt og strákarnir orðnir að mönnum og mennirnir sem fyrir voru orðnir að leiðtogum,“ sagði Arnar aðspurður um hversu stoltur hann væri af ungu leikmönnunum sínum í dag. Hann gat þó ekki annað en hrósað eldri leikmönnum liðsins líka. „Ekki að Sölvi [Geir Ottesen] hafi ekki verið leiðtogi og það eru leikmenn í félaginu sem eiga þetta svo skilið. Halli [Halldór Smári Sigurðsson] er búinn að vera þarna í 100 ár með sex þúsund leiki og aldrei verið nálægt einu né neinu svo ég er virkilega ánægður fyrir þeirra hönd.“ Varðandi framhaldið. „Nú má ekki sofna á veriðinum. Það þarf að gefa aðeins, allir sem standa að klúbbnum. Ekki vera ánægðir með þennan eina titil og bíða í 50 ár aftur. Nú er tækifærið til að gefa aðeins í, æfa aðeins meira og gera atlögu að enn stærri titli á næsta ári,“ sagði Arnar að lokum en það er ljóst að hann ætlar sér meiri og stærri hluti með Víkingana á komandi misserum.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Sjáðu markið sem tryggði Víkingum bikarinn og rauða spjaldið sem Pétur fékk Víkingar urðu í kvöld bikarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1971. 14. september 2019 19:10 Umfjöllun: Víkingur - FH 1-0 | Víkingar bikarmeistarar í fyrsta sinn í 48 ár Óttar Magnús Karlsson tryggði Víkingi sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 1971. 14. september 2019 19:30 Urðu bikarmeistarar nákvæmlega 28 árum eftir að þeir urðu síðast Íslandsmeistarar Fjórtándi september er stór dagur í sögu Víkings. 14. september 2019 19:39 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Sjáðu markið sem tryggði Víkingum bikarinn og rauða spjaldið sem Pétur fékk Víkingar urðu í kvöld bikarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1971. 14. september 2019 19:10
Umfjöllun: Víkingur - FH 1-0 | Víkingar bikarmeistarar í fyrsta sinn í 48 ár Óttar Magnús Karlsson tryggði Víkingi sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 1971. 14. september 2019 19:30
Urðu bikarmeistarar nákvæmlega 28 árum eftir að þeir urðu síðast Íslandsmeistarar Fjórtándi september er stór dagur í sögu Víkings. 14. september 2019 19:39