Telja leyfi frestunar þingfunda óháð ástæðum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. september 2019 19:00 Hæstiréttur Bretlands er til svo hann geti svarað erfiðum spurningum um lögin án tillits til geðþótta. Þetta sagði Brenda Hale, barónessan af Richmond og forseti hæstaréttar Bretlands, í dómsal í dag þegar tvær málsóknir af sama toga gegn ríkisstjórninni voru teknar fyrir. Annars vegar eru það á áttunda tug stjórnarandstöðuþingmanna og hins vegar athafnakonan Gina Miller sem vilja fá ákvörðun Johnson um frestun þingfunda hnekkt. Viðfangsefnið er nokkuð erfitt og vakti Hale sjálf máls á því í dag. Skoskur áfrýjunardómstóll úrskurðaði gegn ríkisstjórninni. Enskur og velskur dómstóll með henni. Skiptar skoðanir eru sum sé um vald forsætisráðherrans til að fresta þingfundum. David Pannick, lögmaður Miller, sagði að Johnson hafi farið fram á frestunina til þess að þagga niður í þinginu nú þegar stutt er í settan útgöngudag úr Evrópusambandinu. „Það að framkvæmdavaldið nýti vald sitt til þess að komast hjá yfirsýn þingsins stangast á við stjórnlög,“ hélt Pannick fram. Richard Keen lávarður talaði máli ríkisstjórnarinnar. Hann sagði frestun þingfunda ekki háða nokkurri ástæðu. „Við vitum það að þingfundum má fresta af ýmsum ástæðum. Pólitískum jafnt sem formlegum,“ sagði Keen. Búist er við því að niðurstaða fáist í málið í fyrsta lagi á fimmtudag. Ef hæstiréttur úrskurðar stjórnarandstöðunni í vil ætlar ríkisstjórnin að boða til þingfunda á ný. Lögmaður hennar lofaði því þó ekki að þingfundum yrði ekki aftur frestað. Bretland Brexit Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Hæstiréttur Bretlands er til svo hann geti svarað erfiðum spurningum um lögin án tillits til geðþótta. Þetta sagði Brenda Hale, barónessan af Richmond og forseti hæstaréttar Bretlands, í dómsal í dag þegar tvær málsóknir af sama toga gegn ríkisstjórninni voru teknar fyrir. Annars vegar eru það á áttunda tug stjórnarandstöðuþingmanna og hins vegar athafnakonan Gina Miller sem vilja fá ákvörðun Johnson um frestun þingfunda hnekkt. Viðfangsefnið er nokkuð erfitt og vakti Hale sjálf máls á því í dag. Skoskur áfrýjunardómstóll úrskurðaði gegn ríkisstjórninni. Enskur og velskur dómstóll með henni. Skiptar skoðanir eru sum sé um vald forsætisráðherrans til að fresta þingfundum. David Pannick, lögmaður Miller, sagði að Johnson hafi farið fram á frestunina til þess að þagga niður í þinginu nú þegar stutt er í settan útgöngudag úr Evrópusambandinu. „Það að framkvæmdavaldið nýti vald sitt til þess að komast hjá yfirsýn þingsins stangast á við stjórnlög,“ hélt Pannick fram. Richard Keen lávarður talaði máli ríkisstjórnarinnar. Hann sagði frestun þingfunda ekki háða nokkurri ástæðu. „Við vitum það að þingfundum má fresta af ýmsum ástæðum. Pólitískum jafnt sem formlegum,“ sagði Keen. Búist er við því að niðurstaða fáist í málið í fyrsta lagi á fimmtudag. Ef hæstiréttur úrskurðar stjórnarandstöðunni í vil ætlar ríkisstjórnin að boða til þingfunda á ný. Lögmaður hennar lofaði því þó ekki að þingfundum yrði ekki aftur frestað.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06