Fyrrum leikmaður Rangers og hollenska landsliðsins lést aðeins 43 ára gamall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2019 11:45 Fernando Ricksen með eiginkonunni Veroniku og dótturinni Ísabellu. Vísir/VI Images Knattspyrnumaðurinn Fernando Ricksen er allur en hann lést aðeins sex árum eftir að hafa komist að því að hann væri með taugasjúkdóm. Rangers lét vita af örlögum Fernando Ricksen á miðlum sínum í dag þar sem félagið minntist öflugs leikmanns sem átti mörg góð ár hjá félaginu. Hugur allra eru hjá eiginkonu hans Veroniku og dótturinni Ísabellu sem er bara átta ára gömul.Fernando Ricksen 1976-2019 pic.twitter.com/urKJAkfQVk — Rangers Football Club (@RangersFC) September 18, 2019 Fernando Ricksen átti farsælan feril í Hollandi, Skotlandi og Rússlandi og lék tólf landsleiki með Hollendingum frá 2000 til 2003. Síðasti landsleikur hans var á móti Portúgal 30. apríl 2003. Fernando Ricksen fæddist í júlí 1976 og hélt því upp á 43 ára afmælið sitt í sumar. Hann sagði frá því árið 2013 að hann væri með banvænan hrörnunarsjúkdóm og sögu hans var einnig gerð skil í heimildarmyndinni „Fernando Ricksen: Hard Times“ sem var sýnd árið 2015.Former Rangers player Fernando Ricksen has died at age 43. He helped the Ibrox club win the domestic cup double in 2002, the treble in 2003 and a League Cup and league double in 2005.https://t.co/V78QWBljwopic.twitter.com/ctFL5R0g4L — BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2019 Ricksen lék með Fortuna Sittard og AZ Alkmaar í heimalandinu áður en hann fór í víking til Glasgow Rangers 24 ára gamall árið 2000. Hann fór frá Rangers til Zenit Saint Petersburg en endaði síðan ferilinn þar sem hann byrjaði hann eða hjá hollenska félaginu Fortuna Sittard. Ricksen lék í sex ár með Rangers liðinu og alls 182 leiki. Hann vann fjölda titla með félaginu þar á meðal skoska meistaratitilinn tvisvar sinnum eða 2003 og 2005. Fernando Ricksen var vinsæll leikmaður hjá Rangers en hann var valinn leikmaður ársins tímabilið 2004-05 þegar liðið vann tvennuna og Ricksen skoraði 9 mörk af miðjunni. Fernando Ricksen fékk góðgerðaleik hjá Rangers í janúar 2015 en á hann mættu 41 þúsund manns og söfnuðust 320 þúsund pund. Peningarnir, um 50 milljónir í íslenskum krónum, skiptust á milli Fernando, Ísabellu dóttur hans, góðgerðasamtaka Rangers og MND samtakanna í Skotlandi. Andlát Fótbolti Holland Skotland Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Fernando Ricksen er allur en hann lést aðeins sex árum eftir að hafa komist að því að hann væri með taugasjúkdóm. Rangers lét vita af örlögum Fernando Ricksen á miðlum sínum í dag þar sem félagið minntist öflugs leikmanns sem átti mörg góð ár hjá félaginu. Hugur allra eru hjá eiginkonu hans Veroniku og dótturinni Ísabellu sem er bara átta ára gömul.Fernando Ricksen 1976-2019 pic.twitter.com/urKJAkfQVk — Rangers Football Club (@RangersFC) September 18, 2019 Fernando Ricksen átti farsælan feril í Hollandi, Skotlandi og Rússlandi og lék tólf landsleiki með Hollendingum frá 2000 til 2003. Síðasti landsleikur hans var á móti Portúgal 30. apríl 2003. Fernando Ricksen fæddist í júlí 1976 og hélt því upp á 43 ára afmælið sitt í sumar. Hann sagði frá því árið 2013 að hann væri með banvænan hrörnunarsjúkdóm og sögu hans var einnig gerð skil í heimildarmyndinni „Fernando Ricksen: Hard Times“ sem var sýnd árið 2015.Former Rangers player Fernando Ricksen has died at age 43. He helped the Ibrox club win the domestic cup double in 2002, the treble in 2003 and a League Cup and league double in 2005.https://t.co/V78QWBljwopic.twitter.com/ctFL5R0g4L — BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2019 Ricksen lék með Fortuna Sittard og AZ Alkmaar í heimalandinu áður en hann fór í víking til Glasgow Rangers 24 ára gamall árið 2000. Hann fór frá Rangers til Zenit Saint Petersburg en endaði síðan ferilinn þar sem hann byrjaði hann eða hjá hollenska félaginu Fortuna Sittard. Ricksen lék í sex ár með Rangers liðinu og alls 182 leiki. Hann vann fjölda titla með félaginu þar á meðal skoska meistaratitilinn tvisvar sinnum eða 2003 og 2005. Fernando Ricksen var vinsæll leikmaður hjá Rangers en hann var valinn leikmaður ársins tímabilið 2004-05 þegar liðið vann tvennuna og Ricksen skoraði 9 mörk af miðjunni. Fernando Ricksen fékk góðgerðaleik hjá Rangers í janúar 2015 en á hann mættu 41 þúsund manns og söfnuðust 320 þúsund pund. Peningarnir, um 50 milljónir í íslenskum krónum, skiptust á milli Fernando, Ísabellu dóttur hans, góðgerðasamtaka Rangers og MND samtakanna í Skotlandi.
Andlát Fótbolti Holland Skotland Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira