Samgönguráðherra endurskoði hug sinn gagnvart Leifsstöð Helgi Vífill Júlíusson skrifar 4. september 2019 07:00 Það er mikilvægt að selja Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Stjórnmálamenn, sama í hvaða flokki þeir standa, eiga að geta komið sér saman um að í það minnsta hluti af rekstri flugvallarins verði í höndum einkaaðila. Tvær ástæður eru fyrir því. Annars vegar er áformað að fjárfesta fyrir liðlega 91 milljarð króna á næstu þremur árum til að stækka völlinn. Það eru háar fjárhæðir sem ríkið gæti nýtt með skynsamari hætti. Auk þess eru fjárfestingar í ferðaþjónustu áhættusamar eins og dæmin sanna og óvarlegt að hætta opinberu fé í uppbygginguna. Hins vegar er stór hluti, eða 40 prósent, af farþegum flugvallarins einungis að millilenda. Þeir fara því ekki inn í landið. Stjórnmálamenn eiga því ekki að flokka alla Leifsstöð sem mikilvægan samfélagslegan innvið. Sá hluti flugvallar þar sem útlendingar, sem til dæmis eru á leið frá New York til Parísar, bíða eftir tengiflugi er ekki mikilvægur samfélagslegur innviður. Þar fyrir utan gætu tækniframfarir í flugi gert það að verkum að minni og hagkvæmari flugvélar hætti að millilenda í Keflavík því að drægnin verði orðin meiri. Það væri blóðtaka fyrir reksturinn og skattgreiðendur sætu eftir með sárt ennið. Það er eins og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hafi ekki haft það í huga þegar hann sagði við Ríkisútvarpið á sunnudaginn að Framsóknarmenn vildu að mikilvægir innviðir eins og Leifsstöð væru í eigu ríkisins. Hann sagði sömuleiðis að það væri ekki í stjórnarsáttmála að selja flugvöllinn. Aðstæður í efnahagslífinu voru hins vegar með öðrum hætti þegar ríkisstjórnarflokkarnir komu sér saman um helstu atriði. Það er eðlilegt við upphaf samdráttarskeiðs í efnahagslífinu að tekið sé til alvarlegrar skoðunar hvað megi betur fara í ríkisrekstrinum. Ísland yrði ekki eyland ef Leifsstöð yrði seld. Við yrðum þar í góðum hópi. Ríflega helmingur flugvalla innan Evrópusambandsins er annaðhvort að mestu eða að öllu leyti í eigu einkaaðila, samkvæmt samantekt ACI, Alþjóðasamtaka flugvalla. Það væri hyggilegast að selja Leifsstöð að fullu enda er um áhættusaman rekstur að ræða sem færi betur í höndum einkaaðila. Við það mætti losa um umtalsvert fjármagn sem nýta má með betri hætti. Ef það er ekki hægt að hefja viðræður um það hlýtur að vera hægt að gera málamiðlun og selja hluta hans. Það eru miklir fjármunir í húfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt að selja Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Stjórnmálamenn, sama í hvaða flokki þeir standa, eiga að geta komið sér saman um að í það minnsta hluti af rekstri flugvallarins verði í höndum einkaaðila. Tvær ástæður eru fyrir því. Annars vegar er áformað að fjárfesta fyrir liðlega 91 milljarð króna á næstu þremur árum til að stækka völlinn. Það eru háar fjárhæðir sem ríkið gæti nýtt með skynsamari hætti. Auk þess eru fjárfestingar í ferðaþjónustu áhættusamar eins og dæmin sanna og óvarlegt að hætta opinberu fé í uppbygginguna. Hins vegar er stór hluti, eða 40 prósent, af farþegum flugvallarins einungis að millilenda. Þeir fara því ekki inn í landið. Stjórnmálamenn eiga því ekki að flokka alla Leifsstöð sem mikilvægan samfélagslegan innvið. Sá hluti flugvallar þar sem útlendingar, sem til dæmis eru á leið frá New York til Parísar, bíða eftir tengiflugi er ekki mikilvægur samfélagslegur innviður. Þar fyrir utan gætu tækniframfarir í flugi gert það að verkum að minni og hagkvæmari flugvélar hætti að millilenda í Keflavík því að drægnin verði orðin meiri. Það væri blóðtaka fyrir reksturinn og skattgreiðendur sætu eftir með sárt ennið. Það er eins og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hafi ekki haft það í huga þegar hann sagði við Ríkisútvarpið á sunnudaginn að Framsóknarmenn vildu að mikilvægir innviðir eins og Leifsstöð væru í eigu ríkisins. Hann sagði sömuleiðis að það væri ekki í stjórnarsáttmála að selja flugvöllinn. Aðstæður í efnahagslífinu voru hins vegar með öðrum hætti þegar ríkisstjórnarflokkarnir komu sér saman um helstu atriði. Það er eðlilegt við upphaf samdráttarskeiðs í efnahagslífinu að tekið sé til alvarlegrar skoðunar hvað megi betur fara í ríkisrekstrinum. Ísland yrði ekki eyland ef Leifsstöð yrði seld. Við yrðum þar í góðum hópi. Ríflega helmingur flugvalla innan Evrópusambandsins er annaðhvort að mestu eða að öllu leyti í eigu einkaaðila, samkvæmt samantekt ACI, Alþjóðasamtaka flugvalla. Það væri hyggilegast að selja Leifsstöð að fullu enda er um áhættusaman rekstur að ræða sem færi betur í höndum einkaaðila. Við það mætti losa um umtalsvert fjármagn sem nýta má með betri hætti. Ef það er ekki hægt að hefja viðræður um það hlýtur að vera hægt að gera málamiðlun og selja hluta hans. Það eru miklir fjármunir í húfi.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun