Afatískan kemur í kjölfar pabbatísku Oddur Freyr Þorsteinsson skrifar 9. september 2019 12:30 Tískudrottningin Iris Apfel, sem hélt upp á 98 ára afmælið um helgina, er ein þeirra sem hafa mótað afatískuna. NORDICPHOTOS/GETTY Rétt eins og pabbatíska, sem sló í gegn fyrir örfáum árum, er afatíska nú orðinn áberandi stíll. Báðir þessir stílar eru angar af "normcore“ tískunni sem hefur heillað marga síðastliðinn áratug, sem snýst um súrrealíska og jafnvel fyndna útgáfu af venjulegum klæðnaði. Afatískan gengur út á stíl sem minnir á fötin sem afi og amma klæðast, en aðaláherslan er á þægindi. Nýsjálenski vefurinn Stuff fjallaði um tískustrauminn fyrir skömmu. Ef orðið „afatíska“ fær þig til að hugsa um strigaskó með frönskum rennilás, íþróttagalla úr velúrefni, inniskó og sandala, mittistöskur og ofvaxna jakka, þá ertu á réttri braut. Demna Gvasalia, hönnunarstjóri Balenciaga og Vetements, hefur mótað afatískuna.Rétt eins og pabbatískan, sem snerist um þreytuleg íþróttaföt, ofvaxna strigaskó sem litu út fyrir að koma beint úr Seinfeld-þætti og ljósbláar gallabuxur, er afatíska það nýjasta og flottasta þegar kemur að því að klæða sig í stíl sem er svo laus við að vera flottur að hann fer, að sumra mati, í hring og verður töff. Tískufyrirmyndir eins og Iris Apfel hafa átt sinn þátt í velgengni afatískunnar og fleiri eldri borgarar hafa fetað í fótspor hennar og gert góða hluti á Instagram.Afatískuáhrifin eru sterk í hönnun Demna Gvasalia.Stílistinn Elliot Garnaut, sem starfar í Melbourne, vill meina að bæði fatahönnuðurinn Demna Gvasalia, hönnunarstjóri Balenciaga og Vetements, og Olsen-tvíburarnir hafi gegnt lykilhlutverki í því að móta stíl afatísku. Þau hafa átt stóran þátt í að gera flíkur eins og buxur með broti, ofvaxin gleraugu, kassalaga jakka og Jesúsandala vinsæla. Þessi stíll dregur líka innblástur frá tísku tíunda áratugar og frá Kóreu og Japan.Þægindin voru svo sannarlega í fyrirrúmi á þessari sýningu Dolce & Gabbana.Þægindi og uppreisn Þægindi skipta líka mjög miklu, enda kýs eldra fólk fötin sín oft einfaldlega vegna þess að þau eru þægileg. Það hefur verið almenn aukning í áherslu á þægindi og nytsemi í tísku, en áherslan er samt ekki svo algjör að það gleymist að passa upp á litasamsetningar, réttu efnin og að fötin passi vel. Eins og svo margt byrjaði þetta sem stíll sem átti að vera nokkurs konar andsvar gegn hefðbundinni tísku en endaði svo með því að verða enn einn tískustraumurinn. Að sumu leyti er afatískan andsvar við fegurðarstöðlum tískuheimsins, þar sem lögð er áhersla á föt sem sýna líkamann, í stað þess að fela hann. Fyrir stelpur getur afatískan verið uppreisn gegn viðteknum venjum og þröngum kjólum. Sumum konum finnst líka valdeflandi að klæða sig í þessum stíl, því þá eru þær að hugsa um þægindi og klæða sig fyrir sig og ekki einhvern annan.?Sandalar eru mikilvægur hluti af afatískunni. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Rétt eins og pabbatíska, sem sló í gegn fyrir örfáum árum, er afatíska nú orðinn áberandi stíll. Báðir þessir stílar eru angar af "normcore“ tískunni sem hefur heillað marga síðastliðinn áratug, sem snýst um súrrealíska og jafnvel fyndna útgáfu af venjulegum klæðnaði. Afatískan gengur út á stíl sem minnir á fötin sem afi og amma klæðast, en aðaláherslan er á þægindi. Nýsjálenski vefurinn Stuff fjallaði um tískustrauminn fyrir skömmu. Ef orðið „afatíska“ fær þig til að hugsa um strigaskó með frönskum rennilás, íþróttagalla úr velúrefni, inniskó og sandala, mittistöskur og ofvaxna jakka, þá ertu á réttri braut. Demna Gvasalia, hönnunarstjóri Balenciaga og Vetements, hefur mótað afatískuna.Rétt eins og pabbatískan, sem snerist um þreytuleg íþróttaföt, ofvaxna strigaskó sem litu út fyrir að koma beint úr Seinfeld-þætti og ljósbláar gallabuxur, er afatíska það nýjasta og flottasta þegar kemur að því að klæða sig í stíl sem er svo laus við að vera flottur að hann fer, að sumra mati, í hring og verður töff. Tískufyrirmyndir eins og Iris Apfel hafa átt sinn þátt í velgengni afatískunnar og fleiri eldri borgarar hafa fetað í fótspor hennar og gert góða hluti á Instagram.Afatískuáhrifin eru sterk í hönnun Demna Gvasalia.Stílistinn Elliot Garnaut, sem starfar í Melbourne, vill meina að bæði fatahönnuðurinn Demna Gvasalia, hönnunarstjóri Balenciaga og Vetements, og Olsen-tvíburarnir hafi gegnt lykilhlutverki í því að móta stíl afatísku. Þau hafa átt stóran þátt í að gera flíkur eins og buxur með broti, ofvaxin gleraugu, kassalaga jakka og Jesúsandala vinsæla. Þessi stíll dregur líka innblástur frá tísku tíunda áratugar og frá Kóreu og Japan.Þægindin voru svo sannarlega í fyrirrúmi á þessari sýningu Dolce & Gabbana.Þægindi og uppreisn Þægindi skipta líka mjög miklu, enda kýs eldra fólk fötin sín oft einfaldlega vegna þess að þau eru þægileg. Það hefur verið almenn aukning í áherslu á þægindi og nytsemi í tísku, en áherslan er samt ekki svo algjör að það gleymist að passa upp á litasamsetningar, réttu efnin og að fötin passi vel. Eins og svo margt byrjaði þetta sem stíll sem átti að vera nokkurs konar andsvar gegn hefðbundinni tísku en endaði svo með því að verða enn einn tískustraumurinn. Að sumu leyti er afatískan andsvar við fegurðarstöðlum tískuheimsins, þar sem lögð er áhersla á föt sem sýna líkamann, í stað þess að fela hann. Fyrir stelpur getur afatískan verið uppreisn gegn viðteknum venjum og þröngum kjólum. Sumum konum finnst líka valdeflandi að klæða sig í þessum stíl, því þá eru þær að hugsa um þægindi og klæða sig fyrir sig og ekki einhvern annan.?Sandalar eru mikilvægur hluti af afatískunni.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira