Yfirburðir hjá Khabib á UFC 242 Pétur Marinó Jónsson skrifar 7. september 2019 22:04 Miklir yfirburðir hjá Khabib í kvöld. Vísir/Getty UFC 242 fór fram í Abu Dhabi fyrr í kvöld. Khabib Nurmagomedov mætti Dustin Poirier í aðalbardaga kvöldsins og hafði Khabib mikla yfirburði í bardaganum. Það var heitt í höllinni í Abu Dhabi í kvöld. Loftræstingin virkaði ekki sem skyldi en var þó betri þegar kom að aðalbardaga kvöldsins og hitinn ekki eins óbærilegur fyrir keppendur og áhorfendur. Khabib Nurmagomedov gerði nákvæmlega það sama og hann hefur gert við alla andstæðinga sína hingað til. Hann tók Dustin Poirier niður í hverri lotu og lét höggin dynja á honum. Poirier varðist vel og komst aftur á fætur oft á tíðum en það dugði skammt. Í 2. lotu tókst Poirier aðeins að vanka Khabib og var það besta augnablik Poirier í bardaganum. Khabib náði áttum, náði bardaganum aftur í gólfið og vann þá lotu. Áður en þriðja lota hófst sagði Poirier við hornið sitt að hann gæti hreinlega ekki losað Khabib af sér. Vandamál sem margir fyrrum andstæðingar Khabib kannast eflaust við. Khabib reyndi aftur fellu í 3. lotu en Poirier reyndi „guillotine“ hengingu. Tilraunin var ekki slæm hjá Poirier en Khabib varðist hengingunni vel. Khabib losaði sig úr hengingunni, komst í yfirburðarstöðu og kláraði Poirier með „rear naked choke“. Khabib er nú 28-0 í MMA og hefur unnið alla 12 bardaga sína í UFC. Þetta var hans önnur titilvörn og spurning hvort einhver geti stöðvað hann. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Paul Felder og Edson Barboza. Bardaginn var jafn og spennandi þar sem báðir áttu sín augnablik. Bardaginn fór allar þrjár loturnar og sigraði Felder eftir klofna dómaraákvörðun. Dómararnir voru ekki sammála hvor öðrum og gaf einn dómari Felder allar loturnar á meðan annar dómari gaf Barboza allar loturnar. Öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Fer mulningsvélin Khabib aftur í gang í Abu Dhabi? UFC 242 fer fram í dag í Abu Dhabi. Léttvigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov snýr þá aftur eftir níu mánaða keppnisbann. 7. september 2019 09:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira
UFC 242 fór fram í Abu Dhabi fyrr í kvöld. Khabib Nurmagomedov mætti Dustin Poirier í aðalbardaga kvöldsins og hafði Khabib mikla yfirburði í bardaganum. Það var heitt í höllinni í Abu Dhabi í kvöld. Loftræstingin virkaði ekki sem skyldi en var þó betri þegar kom að aðalbardaga kvöldsins og hitinn ekki eins óbærilegur fyrir keppendur og áhorfendur. Khabib Nurmagomedov gerði nákvæmlega það sama og hann hefur gert við alla andstæðinga sína hingað til. Hann tók Dustin Poirier niður í hverri lotu og lét höggin dynja á honum. Poirier varðist vel og komst aftur á fætur oft á tíðum en það dugði skammt. Í 2. lotu tókst Poirier aðeins að vanka Khabib og var það besta augnablik Poirier í bardaganum. Khabib náði áttum, náði bardaganum aftur í gólfið og vann þá lotu. Áður en þriðja lota hófst sagði Poirier við hornið sitt að hann gæti hreinlega ekki losað Khabib af sér. Vandamál sem margir fyrrum andstæðingar Khabib kannast eflaust við. Khabib reyndi aftur fellu í 3. lotu en Poirier reyndi „guillotine“ hengingu. Tilraunin var ekki slæm hjá Poirier en Khabib varðist hengingunni vel. Khabib losaði sig úr hengingunni, komst í yfirburðarstöðu og kláraði Poirier með „rear naked choke“. Khabib er nú 28-0 í MMA og hefur unnið alla 12 bardaga sína í UFC. Þetta var hans önnur titilvörn og spurning hvort einhver geti stöðvað hann. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Paul Felder og Edson Barboza. Bardaginn var jafn og spennandi þar sem báðir áttu sín augnablik. Bardaginn fór allar þrjár loturnar og sigraði Felder eftir klofna dómaraákvörðun. Dómararnir voru ekki sammála hvor öðrum og gaf einn dómari Felder allar loturnar á meðan annar dómari gaf Barboza allar loturnar. Öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Fer mulningsvélin Khabib aftur í gang í Abu Dhabi? UFC 242 fer fram í dag í Abu Dhabi. Léttvigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov snýr þá aftur eftir níu mánaða keppnisbann. 7. september 2019 09:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira
Fer mulningsvélin Khabib aftur í gang í Abu Dhabi? UFC 242 fer fram í dag í Abu Dhabi. Léttvigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov snýr þá aftur eftir níu mánaða keppnisbann. 7. september 2019 09:30