Macron segir Amazon-eldana ógn sem snerti alla heimsbyggðina Birgir Olgeirsson skrifar 22. ágúst 2019 23:15 Loftmynd af svæði sem hefur orðið illa úti í eldunum í Mato Grosso-ríki í Brasilíu. Vísir/EPA Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur lýsti því yfir að skógareldarnir í Amazon-regnskóginum sé ógn sem snerti alla heimsbyggðina. Macron segir þessa skógarelda eiga að vera forgangsmál á leiðtogafundi G7-ríkjanna. „Húsið okkar brennur,“ ritaði Macron á Twitter en Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, deildi þessum áhyggjum franska forsetans. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur áður látið hafa eftir sér að ríkisstjórn hans skorti fjármuni til að takast á við þessa elda í stærsta regnskógi heimsins. Gervihnattamyndir, sem geimvísindastofnun Brasilíu (Inpe) birti, leiddu ljós að eldunum í regnskóginum í Brasilíu hefur fjölgað um 85 prósent á þessu ári. Flestir þeirra eru í Amazon-regnskóginum.Reykmökkurinn frá eldunum sést úr mikilli fjarlægð.Vísir/EPAMargir hafa gagnrýnt ríkisstjórn Bolsonaro harðlega fyrir úrræðaleysi hennar vegna eldanna. Vilja þeir meina að Bolsonaro hafi hvatt skógarhöggsmenn og bændur til dáða til að rýma land fyrir nautgripi. Bolsonaro hefur haldið því fram að aðilar ótengdir brasilískum yfirvöld hafi kveikt þessa elda en gat ekki veitt nokkrar sannanir fyrir því. Frakkar munu hýsa leiðtogafund G7-ríkjanna um komandi helgi en þar koma saman leiðtogar þróuðust hagkerfa heimsins. Macron sagði í dag að framtíð Amazon-regnskógarins væri eitthvað sem snerti alla heimsbyggðina. Sagði Macron að regnskógarnir framleiði 20 prósent af súrefni jarðarinnar og það sé ekki ásættanlegt að þeir brenni.Our house is burning. Literally. The Amazon rain forest - the lungs which produces 20% of our planet's oxygen - is on fire. It is an international crisis. Members of the G7 Summit, let's discuss this emergency first order in two days! #ActForTheAmazon pic.twitter.com/dogOJj9big— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) 22 August 2019 Brasilía Frakkland Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52 Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginum Miklir skógareldar loga í Amazon frumskóginum og ollu þeir því í gær að það varð rafmagnslaust í brasilísku borginni Sao Paulo. Þúsundir hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Amazon. 20. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur lýsti því yfir að skógareldarnir í Amazon-regnskóginum sé ógn sem snerti alla heimsbyggðina. Macron segir þessa skógarelda eiga að vera forgangsmál á leiðtogafundi G7-ríkjanna. „Húsið okkar brennur,“ ritaði Macron á Twitter en Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, deildi þessum áhyggjum franska forsetans. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur áður látið hafa eftir sér að ríkisstjórn hans skorti fjármuni til að takast á við þessa elda í stærsta regnskógi heimsins. Gervihnattamyndir, sem geimvísindastofnun Brasilíu (Inpe) birti, leiddu ljós að eldunum í regnskóginum í Brasilíu hefur fjölgað um 85 prósent á þessu ári. Flestir þeirra eru í Amazon-regnskóginum.Reykmökkurinn frá eldunum sést úr mikilli fjarlægð.Vísir/EPAMargir hafa gagnrýnt ríkisstjórn Bolsonaro harðlega fyrir úrræðaleysi hennar vegna eldanna. Vilja þeir meina að Bolsonaro hafi hvatt skógarhöggsmenn og bændur til dáða til að rýma land fyrir nautgripi. Bolsonaro hefur haldið því fram að aðilar ótengdir brasilískum yfirvöld hafi kveikt þessa elda en gat ekki veitt nokkrar sannanir fyrir því. Frakkar munu hýsa leiðtogafund G7-ríkjanna um komandi helgi en þar koma saman leiðtogar þróuðust hagkerfa heimsins. Macron sagði í dag að framtíð Amazon-regnskógarins væri eitthvað sem snerti alla heimsbyggðina. Sagði Macron að regnskógarnir framleiði 20 prósent af súrefni jarðarinnar og það sé ekki ásættanlegt að þeir brenni.Our house is burning. Literally. The Amazon rain forest - the lungs which produces 20% of our planet's oxygen - is on fire. It is an international crisis. Members of the G7 Summit, let's discuss this emergency first order in two days! #ActForTheAmazon pic.twitter.com/dogOJj9big— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) 22 August 2019
Brasilía Frakkland Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52 Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginum Miklir skógareldar loga í Amazon frumskóginum og ollu þeir því í gær að það varð rafmagnslaust í brasilísku borginni Sao Paulo. Þúsundir hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Amazon. 20. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52
Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginum Miklir skógareldar loga í Amazon frumskóginum og ollu þeir því í gær að það varð rafmagnslaust í brasilísku borginni Sao Paulo. Þúsundir hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Amazon. 20. ágúst 2019 23:15