Landamærin enn til trafala fyrir Boris Þórgnýr Einar Albertsson og Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 24. ágúst 2019 08:45 Boris Johnson, brosandi þrátt fyrir afar erfiða stöðu. Nordicphotos/AFP Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, hefur ekki nema 68 daga þar til Bretar ganga út úr Evrópusambandinu. Tíminn sem hann hefur til þess að annaðhvort breyta samningnum sem ríkisstjórn Theresu May gerði við ESB um útgöngu eða einfaldlega að gera nýjan samning er væntanlega öllu styttri, eigi plaggið að komast í gegnum þingið. Johnson hefur ítrekað lýst því yfir að Bretar muni ganga út þann 31. október þótt það þýði samningslausa útgöngu. Það vill þingið reyndar ekki og yrði erfitt að koma samningslausri útgöngu þar í gegn. Það kemur því ekki á óvart að vikan sem leið fór í viðræður hjá forsætisráðherranum. Hitti hann bæði Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands, til þess að ræða stöðuna. Um helgina verður Johnson svo staddur á fundi G7-ríkjanna þar sem hann mun væntanlega ræða útgönguna. Enn sem áður virðist það ákvæði fyrirliggjandi samnings sem vefst helst fyrir Bretum vera varúðarráðstöfun sem gerð er um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Norður-Írlands. Þar vill enginn hafa sýnilega landamæragæslu. Því var upphaflega sammælst um að ef frekara samkomulag næðist ekki myndi Norður-Írland þurfa áfram að hlýða stærri hluta regluverks ESB en aðrir Bretar. Þetta þótti breska þinginu óásættanlegt og varúðarráðstöfunin er ein stærsta ástæðan fyrir því að þingið felldi May-samninginn með sögulegum mun. Lesa má úr orðum Merkel í vikunni að ábyrgðin á því að leysa úr stöðunni hvíli öll á herðum Breta. Hún skoraði á Johnson að finna lausn á næstu 30 dögum. Varúðarráðstöfunin væri ekki lengur nauðsynleg ef varanleg lausn fyndist. En þótt Merkel hafi ef til vill virkað nokkuð jákvæð og opin fyrir nýjum hugmyndum talar hún ekki fyrir ESB í heild. Skilaboðin frá Macron, sem reyndar neitaði því að hann væri harðari í afstöðu sinni gegn Bretum en Þjóðverjinn, voru öllu meira áhyggjuefni fyrir Breta. Sagði hann að varúðarráðstöfunin væri hreinlega ómissandi til að tryggja pólitískan stöðugleika og öryggi á innri markaði ESB. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Norður-Írland Tengdar fréttir Bretar sýni heilsteypta áætlun sem fyrst Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði 70 daga til að ná nýju samkomulagi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Áður hafði hún sagt að fresturinn væri 30 dagar. 23. ágúst 2019 07:15 Johnson fundar með leiðtogum Evrópu vegna baktryggingarinnar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, heldur áfram ferð sinni um Evrópu þar sem hann reynir að sannfæra helstu leiðtoga álfunnar um að fjarlæga írsku baktrygginguna svokölluðu úr Brexit-samningnum. 22. ágúst 2019 07:53 Óraunhæft að Bretland gangi í EFTA "Þeirri hugmynd hefur áður verið hreyft að Bretar gangi inn í EFTA, bæði af núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra, og gangi þá jafnvel inn í EES líka. Þessu hafa þó bæði ráðamenn í Noregi og Sviss verið andvígir,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. 23. ágúst 2019 08:40 Írska baktryggingin ófrávíkjanleg krafa ESB Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, fundaði í dag með forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson í París. 22. ágúst 2019 15:18 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, hefur ekki nema 68 daga þar til Bretar ganga út úr Evrópusambandinu. Tíminn sem hann hefur til þess að annaðhvort breyta samningnum sem ríkisstjórn Theresu May gerði við ESB um útgöngu eða einfaldlega að gera nýjan samning er væntanlega öllu styttri, eigi plaggið að komast í gegnum þingið. Johnson hefur ítrekað lýst því yfir að Bretar muni ganga út þann 31. október þótt það þýði samningslausa útgöngu. Það vill þingið reyndar ekki og yrði erfitt að koma samningslausri útgöngu þar í gegn. Það kemur því ekki á óvart að vikan sem leið fór í viðræður hjá forsætisráðherranum. Hitti hann bæði Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands, til þess að ræða stöðuna. Um helgina verður Johnson svo staddur á fundi G7-ríkjanna þar sem hann mun væntanlega ræða útgönguna. Enn sem áður virðist það ákvæði fyrirliggjandi samnings sem vefst helst fyrir Bretum vera varúðarráðstöfun sem gerð er um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Norður-Írlands. Þar vill enginn hafa sýnilega landamæragæslu. Því var upphaflega sammælst um að ef frekara samkomulag næðist ekki myndi Norður-Írland þurfa áfram að hlýða stærri hluta regluverks ESB en aðrir Bretar. Þetta þótti breska þinginu óásættanlegt og varúðarráðstöfunin er ein stærsta ástæðan fyrir því að þingið felldi May-samninginn með sögulegum mun. Lesa má úr orðum Merkel í vikunni að ábyrgðin á því að leysa úr stöðunni hvíli öll á herðum Breta. Hún skoraði á Johnson að finna lausn á næstu 30 dögum. Varúðarráðstöfunin væri ekki lengur nauðsynleg ef varanleg lausn fyndist. En þótt Merkel hafi ef til vill virkað nokkuð jákvæð og opin fyrir nýjum hugmyndum talar hún ekki fyrir ESB í heild. Skilaboðin frá Macron, sem reyndar neitaði því að hann væri harðari í afstöðu sinni gegn Bretum en Þjóðverjinn, voru öllu meira áhyggjuefni fyrir Breta. Sagði hann að varúðarráðstöfunin væri hreinlega ómissandi til að tryggja pólitískan stöðugleika og öryggi á innri markaði ESB.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Norður-Írland Tengdar fréttir Bretar sýni heilsteypta áætlun sem fyrst Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði 70 daga til að ná nýju samkomulagi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Áður hafði hún sagt að fresturinn væri 30 dagar. 23. ágúst 2019 07:15 Johnson fundar með leiðtogum Evrópu vegna baktryggingarinnar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, heldur áfram ferð sinni um Evrópu þar sem hann reynir að sannfæra helstu leiðtoga álfunnar um að fjarlæga írsku baktrygginguna svokölluðu úr Brexit-samningnum. 22. ágúst 2019 07:53 Óraunhæft að Bretland gangi í EFTA "Þeirri hugmynd hefur áður verið hreyft að Bretar gangi inn í EFTA, bæði af núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra, og gangi þá jafnvel inn í EES líka. Þessu hafa þó bæði ráðamenn í Noregi og Sviss verið andvígir,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. 23. ágúst 2019 08:40 Írska baktryggingin ófrávíkjanleg krafa ESB Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, fundaði í dag með forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson í París. 22. ágúst 2019 15:18 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Bretar sýni heilsteypta áætlun sem fyrst Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði 70 daga til að ná nýju samkomulagi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Áður hafði hún sagt að fresturinn væri 30 dagar. 23. ágúst 2019 07:15
Johnson fundar með leiðtogum Evrópu vegna baktryggingarinnar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, heldur áfram ferð sinni um Evrópu þar sem hann reynir að sannfæra helstu leiðtoga álfunnar um að fjarlæga írsku baktrygginguna svokölluðu úr Brexit-samningnum. 22. ágúst 2019 07:53
Óraunhæft að Bretland gangi í EFTA "Þeirri hugmynd hefur áður verið hreyft að Bretar gangi inn í EFTA, bæði af núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra, og gangi þá jafnvel inn í EES líka. Þessu hafa þó bæði ráðamenn í Noregi og Sviss verið andvígir,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. 23. ágúst 2019 08:40
Írska baktryggingin ófrávíkjanleg krafa ESB Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, fundaði í dag með forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson í París. 22. ágúst 2019 15:18