Kjóllinn sem er með eigin Instagram-síðu Oddur Freyr Þorsteinsson skrifar 29. ágúst 2019 07:45 Það er hægt að klæðast Kjólnum á ýmsan hátt. Það er til kjóll sem er svo vinsæll að hann er kominn með sína eigin Instagram-síðu. Síðan var sett upp til að hampa kjólnum en líka til að gera góðlátlegt grín að honum og þeim sem klæðast kjólnum. Um er að ræða hvítan síðerma pólýesterkjól með svörtum doppum sem fæst í Zöru. Aðdáendur hans hrósa honum fyrir að vera praktískur, henta ólíkri líkamsbyggingu og vera á góðu verði. En þetta er ekki bara eins og hver önnur vinsæl flík, heldur hefur þessi tiltekni kjóll vakið undraverða athygli. The New York Times sagði að kjóllinn hefði sigrað Bretland og sumir segja að það sé varla hægt að fara út í hádegismat í London án þess að sjá kjólinn. Samkvæmt BBC er kjóllinn orðinn svo vinsæll að sumir eru farnir að reyna að fela að þeir séu í „Kjólnum“ með því að lita hann, klippa til að breyta sniðinu eða klæðast honum öfugum. Það þarf því kannski ekki að koma sérlega á óvart að Instagram-síðan hot4thespot, sem er tileinkuð kjólnum, hafi sprottið upp. Þegar þetta er skrifað er síðan komin með rétt yfir 24 þúsund fylgjendur og rúmlega 250 innlegg. Breski stílistinn Faye Oakenfull er stofnandi Instagram-síðunnar hot4thespot, sem hún segir að sé „öruggt svæði fyrir Kjólinn“. Á síðunni sést fólk sem klæðist kjólnum í alls kyns samsetningum og ýmiss konar grín er gert að mynstri kjólsins og ótrúlegum vinsældum hans. Meðal annars má sjá myndir þar sem tvær konur sjást á sama stað eða eru að hittast og eru í Kjólnum á sama tíma og að minnsta kosti ein kona sagði frá því að hún hefði gift sig í Kjólnum.Hvað er það sem útskýrir þessar vinsældir? Eins og áður sagði nefna aðdáendur Kjólsins ýmsa kosti, en á vefsíðu Refinery29 var reynt að svara því hvers vegna ein flík nær svona gríðarlegum vinsældum með því að ræða við sálfræðinga. Sálfræðingurinn dr. Joan Harvey, sem kennir við Newcastle-háskóla, segir að margir vilji vera hluti af hópnum og klæðast eða eiga það sem aðrir klæðast eða eiga. Hún segir að þetta fólk vilji alls ekki láta sér líða eins og það sé öðruvísi eða líta öðruvísi út. Annar sálfræðingur, prófessor Carolyn Mair, tekur undir þetta og segir að þannig líði fólki ekki eins og það sé að missa af einhverju. „Ef okkar samfélagshópur, eða hópurinn sem við viljum vera hluti af, á eitthvað, þá viljum við eiga það líka þannig að okkur líði eins og við séum í takt við hina,“ segir hún. „Því oftar sem við sjáum eitthvað, þeim mun venjulegra verður það og við erum alltaf að bera okkur saman við aðra.“ Það er líka ekkert leyndarmál að áhrifavaldar á Instagram og víðar hafa áhrif og móta tískuna. Mair segir að þeir sýni veruleikaflótta en að af því að þar virðist „venjulegt fólk“ sem lifi óvenjulegu lífi líði öðrum eins og þeir geti það líka. Því ná vörur sem þeir kynna oft vel til fólks. Sálfræðingurinn dr. Lisa Orban bendir líka á að með því að eignast og klæðast því sem er í tísku í augnablikinu sýni fólk hvað það fylgist vel með tískustraumum og margir vilji senda þau skilaboð að þeir séu með á nótunum. Hverjar sem ástæðurnar eru hefur þessi kjóll náð ótrúlegum vinsældum og það verður forvitnilegt að sjá hvort aðrar flíkur nái sömu hæðum.Þessar vinkonur hittust á kaffihúsi. Hot4thespot fékk sendar myndir af þeim frá tveimur aðilum.Hér fær Kjóllinn að hitta Sam Smith.Heilmili sumra eru í stíl við Kjólinn.Það var gott að nota Kjólinn í hitabylgjum sumarsins og ekki verra að skella honum í frystinn fyrst.Stundum kemur það fyrir að fleiri en ein kona mætir í Kjólnum í vinnuna á sama tíma. Birtist í Fréttablaðinu Samfélagsmiðlar Tíska og hönnun Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Það er til kjóll sem er svo vinsæll að hann er kominn með sína eigin Instagram-síðu. Síðan var sett upp til að hampa kjólnum en líka til að gera góðlátlegt grín að honum og þeim sem klæðast kjólnum. Um er að ræða hvítan síðerma pólýesterkjól með svörtum doppum sem fæst í Zöru. Aðdáendur hans hrósa honum fyrir að vera praktískur, henta ólíkri líkamsbyggingu og vera á góðu verði. En þetta er ekki bara eins og hver önnur vinsæl flík, heldur hefur þessi tiltekni kjóll vakið undraverða athygli. The New York Times sagði að kjóllinn hefði sigrað Bretland og sumir segja að það sé varla hægt að fara út í hádegismat í London án þess að sjá kjólinn. Samkvæmt BBC er kjóllinn orðinn svo vinsæll að sumir eru farnir að reyna að fela að þeir séu í „Kjólnum“ með því að lita hann, klippa til að breyta sniðinu eða klæðast honum öfugum. Það þarf því kannski ekki að koma sérlega á óvart að Instagram-síðan hot4thespot, sem er tileinkuð kjólnum, hafi sprottið upp. Þegar þetta er skrifað er síðan komin með rétt yfir 24 þúsund fylgjendur og rúmlega 250 innlegg. Breski stílistinn Faye Oakenfull er stofnandi Instagram-síðunnar hot4thespot, sem hún segir að sé „öruggt svæði fyrir Kjólinn“. Á síðunni sést fólk sem klæðist kjólnum í alls kyns samsetningum og ýmiss konar grín er gert að mynstri kjólsins og ótrúlegum vinsældum hans. Meðal annars má sjá myndir þar sem tvær konur sjást á sama stað eða eru að hittast og eru í Kjólnum á sama tíma og að minnsta kosti ein kona sagði frá því að hún hefði gift sig í Kjólnum.Hvað er það sem útskýrir þessar vinsældir? Eins og áður sagði nefna aðdáendur Kjólsins ýmsa kosti, en á vefsíðu Refinery29 var reynt að svara því hvers vegna ein flík nær svona gríðarlegum vinsældum með því að ræða við sálfræðinga. Sálfræðingurinn dr. Joan Harvey, sem kennir við Newcastle-háskóla, segir að margir vilji vera hluti af hópnum og klæðast eða eiga það sem aðrir klæðast eða eiga. Hún segir að þetta fólk vilji alls ekki láta sér líða eins og það sé öðruvísi eða líta öðruvísi út. Annar sálfræðingur, prófessor Carolyn Mair, tekur undir þetta og segir að þannig líði fólki ekki eins og það sé að missa af einhverju. „Ef okkar samfélagshópur, eða hópurinn sem við viljum vera hluti af, á eitthvað, þá viljum við eiga það líka þannig að okkur líði eins og við séum í takt við hina,“ segir hún. „Því oftar sem við sjáum eitthvað, þeim mun venjulegra verður það og við erum alltaf að bera okkur saman við aðra.“ Það er líka ekkert leyndarmál að áhrifavaldar á Instagram og víðar hafa áhrif og móta tískuna. Mair segir að þeir sýni veruleikaflótta en að af því að þar virðist „venjulegt fólk“ sem lifi óvenjulegu lífi líði öðrum eins og þeir geti það líka. Því ná vörur sem þeir kynna oft vel til fólks. Sálfræðingurinn dr. Lisa Orban bendir líka á að með því að eignast og klæðast því sem er í tísku í augnablikinu sýni fólk hvað það fylgist vel með tískustraumum og margir vilji senda þau skilaboð að þeir séu með á nótunum. Hverjar sem ástæðurnar eru hefur þessi kjóll náð ótrúlegum vinsældum og það verður forvitnilegt að sjá hvort aðrar flíkur nái sömu hæðum.Þessar vinkonur hittust á kaffihúsi. Hot4thespot fékk sendar myndir af þeim frá tveimur aðilum.Hér fær Kjóllinn að hitta Sam Smith.Heilmili sumra eru í stíl við Kjólinn.Það var gott að nota Kjólinn í hitabylgjum sumarsins og ekki verra að skella honum í frystinn fyrst.Stundum kemur það fyrir að fleiri en ein kona mætir í Kjólnum í vinnuna á sama tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Samfélagsmiðlar Tíska og hönnun Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira