Jóhannes Karl skipti Bjarka af velli í fyrri hálfleik: „Verð að biðja hann afsökunar“ Guðlaugur Valgeirsson skrifar 11. ágúst 2019 18:27 Jóhannes Karl er þjálfari Skagamanna. vísir/bára Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var svekktur eftir tap sinna manna gegn Breiðablik í dag. Hann sagði tapið alfarið skrifast á sig. „Til að byrja með þá verður að segja að það sem skeður í byrjun leiks er alfarið mér að kenna. Ég set leikinn svona upp, Blikarnir gengu á lagið og skoruðu tvö mörk snemma leiks og það er alfarið á mína ábyrgð að hafa sett leikinn upp á þennan hátt. Við töpuðum leiknum þar, því miður og það er bara á mér.” Jóhannes Karl hélt áfram að útskýra hvað hann meinti með þessum ummælum. „Í rauninni byrjum við í útfærslu af 4-3-3 en ekki okkar hefðbundna skipulagi sem er 5-3-2. Við ætluðum að vera grimmir inn á miðjunni og stoppa þá í öllu uppspili sem gekk ekki. Blikarnir gengu á lagið og það var á mína ábyrgð og var rangt hjá mér. „Þetta var alltof erfitt þó að við höfum lagt ansi mikið í leikinn, við breyttum til strax í fyrri hálfleik, þurftum aðeins að hliðra til, til þess að ná tökum á leiknum aftur og gáfum allt í þetta í seinni hálfleik en það var því miður orðið of seint gegn góðu Blikaliði.” Varðandi breytinguna í fyrri hálfleik, þá var Bjarki Steinn Bjarkason tekinn útaf eftir aðeins 42 mínútur. Jóhannes Karl sagði það ekki hafa verið vegna meiðsla. „Nei, í raun og veru átti Bjarki það ekki skilið og það er ekkert annað hægt að gera gagnvart ungum leikmanni eins og honum að biðjast afsökunar á því að hafa verið fórnarlamb þess að við þurftum að breyta til.” „Ég mat það þannig að við þurftum að breyta, ég hafði áhyggjur af því að Blikarnir myndu ganga enn frekar á lagið. Taktísk skipting og vont fyrir Bjarka að lenda í því en ég gerði þetta svona til þess að stoppa blæðinguna.” Hann var ánægður með sína menn, hvernig þeir spiluðu í seinni hálfleiknum og hvernig þeir svöruðu eftir byrjun leiksins. „Já algjörlega, við náðum að stoppa Blikana í því sem þeir voru að gera vel í fyrri hálfleiknum og hættum að gefa boltann frá okkur á hættulegum stöðum. Við náðum að koma okkur framar á völlinn og ógna þeim meira. Fáum tvö fín færi en náum ekki að gera nóg úr því, því miður.” Hann sagði síðan að lokum að ÍA þarf að halda áfram að gera það sem þeir gerðu best snemma móts. Halda áfram að vera erfiðir viðureignar og gefa ekkert eftir. „Við þurfum að halda áfram að vera erfiðir að eiga við eins og í byrjun móts. Það eru hörkulið í þessari deild og ef við ætlum að gefa boltann frá okkur á hættulegum stöðum þá verður okkur refsað.” „Það er kannski það sem við þurfum að fara fókusera aftur á, grunnatriðin. Gera þau betur og koma okkur aftur í gang,” sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Breiðablik 1-2 | Blikar minnkuðu forskot KR niður í sjö stig Breiðablik vann góðan sigur á ÍA í dag og minnkaði forskot KR niður í sjö stig. 11. ágúst 2019 18:45 Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var svekktur eftir tap sinna manna gegn Breiðablik í dag. Hann sagði tapið alfarið skrifast á sig. „Til að byrja með þá verður að segja að það sem skeður í byrjun leiks er alfarið mér að kenna. Ég set leikinn svona upp, Blikarnir gengu á lagið og skoruðu tvö mörk snemma leiks og það er alfarið á mína ábyrgð að hafa sett leikinn upp á þennan hátt. Við töpuðum leiknum þar, því miður og það er bara á mér.” Jóhannes Karl hélt áfram að útskýra hvað hann meinti með þessum ummælum. „Í rauninni byrjum við í útfærslu af 4-3-3 en ekki okkar hefðbundna skipulagi sem er 5-3-2. Við ætluðum að vera grimmir inn á miðjunni og stoppa þá í öllu uppspili sem gekk ekki. Blikarnir gengu á lagið og það var á mína ábyrgð og var rangt hjá mér. „Þetta var alltof erfitt þó að við höfum lagt ansi mikið í leikinn, við breyttum til strax í fyrri hálfleik, þurftum aðeins að hliðra til, til þess að ná tökum á leiknum aftur og gáfum allt í þetta í seinni hálfleik en það var því miður orðið of seint gegn góðu Blikaliði.” Varðandi breytinguna í fyrri hálfleik, þá var Bjarki Steinn Bjarkason tekinn útaf eftir aðeins 42 mínútur. Jóhannes Karl sagði það ekki hafa verið vegna meiðsla. „Nei, í raun og veru átti Bjarki það ekki skilið og það er ekkert annað hægt að gera gagnvart ungum leikmanni eins og honum að biðjast afsökunar á því að hafa verið fórnarlamb þess að við þurftum að breyta til.” „Ég mat það þannig að við þurftum að breyta, ég hafði áhyggjur af því að Blikarnir myndu ganga enn frekar á lagið. Taktísk skipting og vont fyrir Bjarka að lenda í því en ég gerði þetta svona til þess að stoppa blæðinguna.” Hann var ánægður með sína menn, hvernig þeir spiluðu í seinni hálfleiknum og hvernig þeir svöruðu eftir byrjun leiksins. „Já algjörlega, við náðum að stoppa Blikana í því sem þeir voru að gera vel í fyrri hálfleiknum og hættum að gefa boltann frá okkur á hættulegum stöðum. Við náðum að koma okkur framar á völlinn og ógna þeim meira. Fáum tvö fín færi en náum ekki að gera nóg úr því, því miður.” Hann sagði síðan að lokum að ÍA þarf að halda áfram að gera það sem þeir gerðu best snemma móts. Halda áfram að vera erfiðir viðureignar og gefa ekkert eftir. „Við þurfum að halda áfram að vera erfiðir að eiga við eins og í byrjun móts. Það eru hörkulið í þessari deild og ef við ætlum að gefa boltann frá okkur á hættulegum stöðum þá verður okkur refsað.” „Það er kannski það sem við þurfum að fara fókusera aftur á, grunnatriðin. Gera þau betur og koma okkur aftur í gang,” sagði Jóhannes Karl að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Breiðablik 1-2 | Blikar minnkuðu forskot KR niður í sjö stig Breiðablik vann góðan sigur á ÍA í dag og minnkaði forskot KR niður í sjö stig. 11. ágúst 2019 18:45 Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Leik lokið: ÍA - Breiðablik 1-2 | Blikar minnkuðu forskot KR niður í sjö stig Breiðablik vann góðan sigur á ÍA í dag og minnkaði forskot KR niður í sjö stig. 11. ágúst 2019 18:45