Vökvabúskapur okkar Teitur Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Líkami okkar er samsettur að meirihluta úr vatni eða að meðaltali í kringum 55-65% af heildarþyngd, ákveðinn munur er milli kynja þar sem karlar eru með almennt lítillega hærra hlutfall en konur. Eftir því sem við eldumst dregur úr magni vatns, börn hafa svo hærra hlutfall eða allt að 75-80% af líkamsþunga þeirra. Samsetning líkamans breytist svo enn frekar með auknu hlutfalli fitumagns og annarra þátta. Við þurfum að drekka vökva reglulega til að viðhalda eðlilegri starfsemi og jafnvægi í söltum og öðrum snefilefnum. Þetta jafnvægi er tiltölulega viðkvæmt og því er stjórnað fyrst og fremst af nýrunum sem stýra útskilnaði og viðhalda vökvajafnvægi hjá okkur. Vökvaskortur getur verið alvarlegt vandamál og skapað ýmis einkenni svo sem eins og munnþurrk, þreytu, slen og orkuleysi og allt að því að fá krampa og svo ef hann verður nægjanlega alvarlegur getur hann jafnvel leitt til dauða. Við getum tapað vökva á mismunandi vegu, til dæmis með því að taka til okkar minna en kerfið þarfnast, með auknu tapi í gegnum hitaálag og svita sem og við sjúkdóma til dæmis þar sem uppköst og niðurgangur eru hluti af vandanum. Ýmsir sjúkdómar geta svo ruglað kerfið og haft áhrif og þá hafa lyf ýmsa virkni til þvagræsingar sem og auka- og milliverkanir. Áfengi eykur útskilnað og leiðir í raun til vökvataps. Sjúkdómar sem hafa einnig veruleg áhrif á vökvabúskap okkar eru hjarta- og nýrnabilun þar sem útskilnaður er minnkaður og vökvi safnast fyrir í líkama okkar með þeim afleiðingum að kerfið ef svo má kalla þynnist út að vissu marki og getur of mikil vökvasöfnun skapað bjúg og vandamál í lungum svo það getur þurft að ræsa þann vökva út sérstaklega með þvagræsilyfjum eða í tilfelli bilunar nýrna í blóð- eða kviðskilun til að losna við eiturefni sem safnast fyrir og skapa margvíslegan vanda til viðbótar. Þannig er auðvelt að átta sig á því að líkaminn er fullkomlega stilltur til þess að viðhalda þessu jafnvægi öllu saman ef ekkert bjátar á, hann lætur okkur vita ef það vantar vökva í kerfið með því að framkalla þorsta og þá drekkum við. Hann sendir okkur reglulega á klósettið til að losa okkur við úrgangsefni og vökva sem nýrun hafa unnið úr blóðinu og vilja skila út. Öllu jöfnu tökum við ekki meiri vökva til okkar en við þurfum né of lítið heldur. En hvað er þá eðlileg inntaka vatns á dag fyrir hraustan einstakling? Það má segja að við tökum töluvert magn inn með fæðu enda uppistaðan í til dæmis ávöxtum og grænmeti vatn, í kjöti og fiski einnig og þeim vökva sem við drekkum hvort heldur sem hann er í formi kaffineyslu, kolsýrðra drykkja, djúsa eða annars. Almenn regla er að karlmenn eiga að taka til sín á bilinu 3,5-4 lítra af vatni á dag og konur 2,5-3 lítra en það er heildarinntakan með fæðu og drykkjum yfir daginn. Þetta er auðvitað einstaklingsbundið og breytist með til dæmis aukinni hreyfingu og öðrum umhverfisþáttum. Góð regla er fyrir einstaklinga sem borða sínar reglulegu máltíðir og millibita að drekka að meðaltali 6-8 glös af vökva yfir daginn. Besti svaladrykkurinn er vatn og líkaminn lætur þig vita, ágætt er að venja sig á að hlusta á hann og ekki spillir fyrir á Íslandi að hafa jafn gott aðgengi að hreinu vatni úr krananum og raun ber vitni. Mundu að vatn er besti svaladrykkurinn og við erum með ríkari þjóðum hvað það snertir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Teitur Guðmundsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Líkami okkar er samsettur að meirihluta úr vatni eða að meðaltali í kringum 55-65% af heildarþyngd, ákveðinn munur er milli kynja þar sem karlar eru með almennt lítillega hærra hlutfall en konur. Eftir því sem við eldumst dregur úr magni vatns, börn hafa svo hærra hlutfall eða allt að 75-80% af líkamsþunga þeirra. Samsetning líkamans breytist svo enn frekar með auknu hlutfalli fitumagns og annarra þátta. Við þurfum að drekka vökva reglulega til að viðhalda eðlilegri starfsemi og jafnvægi í söltum og öðrum snefilefnum. Þetta jafnvægi er tiltölulega viðkvæmt og því er stjórnað fyrst og fremst af nýrunum sem stýra útskilnaði og viðhalda vökvajafnvægi hjá okkur. Vökvaskortur getur verið alvarlegt vandamál og skapað ýmis einkenni svo sem eins og munnþurrk, þreytu, slen og orkuleysi og allt að því að fá krampa og svo ef hann verður nægjanlega alvarlegur getur hann jafnvel leitt til dauða. Við getum tapað vökva á mismunandi vegu, til dæmis með því að taka til okkar minna en kerfið þarfnast, með auknu tapi í gegnum hitaálag og svita sem og við sjúkdóma til dæmis þar sem uppköst og niðurgangur eru hluti af vandanum. Ýmsir sjúkdómar geta svo ruglað kerfið og haft áhrif og þá hafa lyf ýmsa virkni til þvagræsingar sem og auka- og milliverkanir. Áfengi eykur útskilnað og leiðir í raun til vökvataps. Sjúkdómar sem hafa einnig veruleg áhrif á vökvabúskap okkar eru hjarta- og nýrnabilun þar sem útskilnaður er minnkaður og vökvi safnast fyrir í líkama okkar með þeim afleiðingum að kerfið ef svo má kalla þynnist út að vissu marki og getur of mikil vökvasöfnun skapað bjúg og vandamál í lungum svo það getur þurft að ræsa þann vökva út sérstaklega með þvagræsilyfjum eða í tilfelli bilunar nýrna í blóð- eða kviðskilun til að losna við eiturefni sem safnast fyrir og skapa margvíslegan vanda til viðbótar. Þannig er auðvelt að átta sig á því að líkaminn er fullkomlega stilltur til þess að viðhalda þessu jafnvægi öllu saman ef ekkert bjátar á, hann lætur okkur vita ef það vantar vökva í kerfið með því að framkalla þorsta og þá drekkum við. Hann sendir okkur reglulega á klósettið til að losa okkur við úrgangsefni og vökva sem nýrun hafa unnið úr blóðinu og vilja skila út. Öllu jöfnu tökum við ekki meiri vökva til okkar en við þurfum né of lítið heldur. En hvað er þá eðlileg inntaka vatns á dag fyrir hraustan einstakling? Það má segja að við tökum töluvert magn inn með fæðu enda uppistaðan í til dæmis ávöxtum og grænmeti vatn, í kjöti og fiski einnig og þeim vökva sem við drekkum hvort heldur sem hann er í formi kaffineyslu, kolsýrðra drykkja, djúsa eða annars. Almenn regla er að karlmenn eiga að taka til sín á bilinu 3,5-4 lítra af vatni á dag og konur 2,5-3 lítra en það er heildarinntakan með fæðu og drykkjum yfir daginn. Þetta er auðvitað einstaklingsbundið og breytist með til dæmis aukinni hreyfingu og öðrum umhverfisþáttum. Góð regla er fyrir einstaklinga sem borða sínar reglulegu máltíðir og millibita að drekka að meðaltali 6-8 glös af vökva yfir daginn. Besti svaladrykkurinn er vatn og líkaminn lætur þig vita, ágætt er að venja sig á að hlusta á hann og ekki spillir fyrir á Íslandi að hafa jafn gott aðgengi að hreinu vatni úr krananum og raun ber vitni. Mundu að vatn er besti svaladrykkurinn og við erum með ríkari þjóðum hvað það snertir.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun