Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2019 14:30 Systir árásarmannsins er á meðal þeirra sem lést. AP/Marshall Gorby Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School.Fjölmiðlar í Bandaríkjunum greina frá þessu en á vef CNN er haft eftir fjórum fyrrverandi samnemendum hans að á meðan þeir voru nemendur í skólanum fyrir nokkrum árum hafi þeim verið tjáð að nöfn þeirra hafi fundist á dauða-og nauðgunarlista sem Betts á að hafa haldið. Segja þau að Betts hafi verið vikið tímabundið úr skólanum vegna listans Listanum var skipt í tvo dálka og voru aðeins strákar í dauðadálknum, stelpur í nauðgunardálknum. Fréttir af listanum hafa vakið athygli ekki síst fyrir þær sakir að lögregluyfirvöld í Dayton að hafa sagt að ekki hafi fundist neitt í skrám um hann sem hefði átt að koma í veg fyrir að hann gæti nálgast byssuna sem hann notaði í árásinni. Betts var vopnaður hríðskotabyssu er hann hóf skothríð fyrir utan skemmtistað í Dayton. Í frétt AP segir að lögregla hafi á sínum tíma rannsakað listann og að þriðjungur nemenda skólans hafi um skamma hríð ekki þorað að koma í skólann vegna listans. Í frétt CNN segir að Betts hafi snúið aftur í skólann eftir að hafa verið vikið tímabundið úr skólanum.Níu létiust í árásinni.AP/John MinchilloSkólayfirvöld hafa lítið viljað staðfesta annað en það að Betts hafi stundað nám við skólann, verið sé að safna gögnum um hann. Í samtali við CNN segir ein af þeim sem var á lista hans að Betts hafi gjarnan leikið sér að því að herma eftir skotárásum. Hinn 24 ára Betts var skotinn til bana af lögreglumönnum á innan við mínútu eftir að hann hóf skothríðina. Meðal þeirra sem létust var systir Betts. Árásin í Ohio var gerð innan við sólarhring eftir mannskæða skotárás í El Paso í Texas þar sem 20 létust og fjölmargir særðust. Skotárásirnar tvær hafa orðið til þess að enn á ný er kallað eftir því að skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum verði hert. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna ávarpaði bandarísku þjóðina fyrr í dag. Þar kenndi hann meðal annars tölvuleikjum, internetinu og stöðu mála í geðheilbrigðismálum um skotárásir í Bandaríkjunum.President Trump says that the internet and social media are helping fuel mass shootings, and he has directed the US Justice Dept. to work with local agencies and social media companies to detect attackers before they strike. "We can and will stop this evil contagion." pic.twitter.com/rBRrFIyrVi — MSNBC (@MSNBC) August 5, 2019 Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Systir árásarmannsins í Dayton meðal látinna Systir árásarmannsins sem varð níu manns að bana í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki er meðal þeirra sem létust í árásinni. Hún hét Megan Betts og var 22 ára. 4. ágúst 2019 21:10 Níu látnir eftir aðra skotárásina á 13 tímum Níu eru látnir og 16 særðust í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki í nótt. Lögreglan í Dayton segir að auk hinna níu fórnarlamba sé árásarmaðurinn látinn. 4. ágúst 2019 09:41 Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School.Fjölmiðlar í Bandaríkjunum greina frá þessu en á vef CNN er haft eftir fjórum fyrrverandi samnemendum hans að á meðan þeir voru nemendur í skólanum fyrir nokkrum árum hafi þeim verið tjáð að nöfn þeirra hafi fundist á dauða-og nauðgunarlista sem Betts á að hafa haldið. Segja þau að Betts hafi verið vikið tímabundið úr skólanum vegna listans Listanum var skipt í tvo dálka og voru aðeins strákar í dauðadálknum, stelpur í nauðgunardálknum. Fréttir af listanum hafa vakið athygli ekki síst fyrir þær sakir að lögregluyfirvöld í Dayton að hafa sagt að ekki hafi fundist neitt í skrám um hann sem hefði átt að koma í veg fyrir að hann gæti nálgast byssuna sem hann notaði í árásinni. Betts var vopnaður hríðskotabyssu er hann hóf skothríð fyrir utan skemmtistað í Dayton. Í frétt AP segir að lögregla hafi á sínum tíma rannsakað listann og að þriðjungur nemenda skólans hafi um skamma hríð ekki þorað að koma í skólann vegna listans. Í frétt CNN segir að Betts hafi snúið aftur í skólann eftir að hafa verið vikið tímabundið úr skólanum.Níu létiust í árásinni.AP/John MinchilloSkólayfirvöld hafa lítið viljað staðfesta annað en það að Betts hafi stundað nám við skólann, verið sé að safna gögnum um hann. Í samtali við CNN segir ein af þeim sem var á lista hans að Betts hafi gjarnan leikið sér að því að herma eftir skotárásum. Hinn 24 ára Betts var skotinn til bana af lögreglumönnum á innan við mínútu eftir að hann hóf skothríðina. Meðal þeirra sem létust var systir Betts. Árásin í Ohio var gerð innan við sólarhring eftir mannskæða skotárás í El Paso í Texas þar sem 20 létust og fjölmargir særðust. Skotárásirnar tvær hafa orðið til þess að enn á ný er kallað eftir því að skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum verði hert. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna ávarpaði bandarísku þjóðina fyrr í dag. Þar kenndi hann meðal annars tölvuleikjum, internetinu og stöðu mála í geðheilbrigðismálum um skotárásir í Bandaríkjunum.President Trump says that the internet and social media are helping fuel mass shootings, and he has directed the US Justice Dept. to work with local agencies and social media companies to detect attackers before they strike. "We can and will stop this evil contagion." pic.twitter.com/rBRrFIyrVi — MSNBC (@MSNBC) August 5, 2019
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Systir árásarmannsins í Dayton meðal látinna Systir árásarmannsins sem varð níu manns að bana í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki er meðal þeirra sem létust í árásinni. Hún hét Megan Betts og var 22 ára. 4. ágúst 2019 21:10 Níu látnir eftir aðra skotárásina á 13 tímum Níu eru látnir og 16 særðust í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki í nótt. Lögreglan í Dayton segir að auk hinna níu fórnarlamba sé árásarmaðurinn látinn. 4. ágúst 2019 09:41 Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Systir árásarmannsins í Dayton meðal látinna Systir árásarmannsins sem varð níu manns að bana í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki er meðal þeirra sem létust í árásinni. Hún hét Megan Betts og var 22 ára. 4. ágúst 2019 21:10
Níu látnir eftir aðra skotárásina á 13 tímum Níu eru látnir og 16 særðust í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki í nótt. Lögreglan í Dayton segir að auk hinna níu fórnarlamba sé árásarmaðurinn látinn. 4. ágúst 2019 09:41
Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33