Koscielny særði Arsenal goðsögn með uppátæki sínu í gær: „Þú ættir að skammast þín“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2019 10:00 Laurent Koscielny klæddi sig úr treyju Arsenal og var í treyju Bordeaux undir. Mynd/Twitter/FC Girondins de Bordeaux Laurent Koscielny er ekki lengur leikmaður Arsenal eftir að hann samdi við franska liðið Bordeaux í gær. Hvernig hann yfirgaf félagið og hvernig hann var kynntur í Frakklandi hefur ekki fallið vel í kramið hinum megin við Ermarsundið. Hinn 33 ára gamli Laurent Koscielny kom lítt þekktur til Arsenal þegar hann var 25 ára gamall og hafði aldrei spilað landsleik fyrir Frakka. Nú níu árum og 51 landsleik síðar gerði hann allt í sínu valdi til að losa sig undan síðasta árin samnings síns. Þessi brottför Laurent Koscielny frá Arsenal hefur nefnilega verið eitt stórt klúður og ekki fyrirliða félagsins sæmandi. Það er hægt að gagnrýna það harðlega þegar fyrirliði félags fer í verkfall til að þvinga fram sölu en það er annað að halda síðan áfram að gera lítið úr sínu gamla félagi þegar salan er gengin í gegn. Það finnst mörgum stuðningsmönnum Arsenal Laurent Koscielny hafa einmitt gert á samfélagsmiðlum Bordeaux í gær. Í myndbandinu á miðlum Bordeaux þá klæddi Laurent Koscielny sig úr Arsenal-treyjunni og var í treyju Bordeaux undir. Einn af þeim sem móðgaðist er Arsenal goðsögnin Ian Wright eins og sjá má hér fyrir neðan.This hurts. The level of disrespect You should be ashamed for the way you've left the club after 9 years! Got what you wanted and still trying to have a dig Hope it's worth it in the long run. https://t.co/7ShuTVss2u — Ian Wright (@IanWright0) August 6, 2019 „Þetta er sárt. Þvílík vanvirðing. Þú ættir að skammast þín fyrir hvernig þú yfirgafst félagið eftir níu ár. Þú fékkst það sem þú vildir og er samt ennþá að reyna að koma höggi á félagið. Ég vona að þetta sé þess virði fyrir þig,“ skrifaði Ian Wright undir myndbandið. Ian Wright spilaði sjálfur í sjö tímabil hjá Arsenal og skoraði 185 mörk í 288 leikjum í öllum keppnum fyrir félagið. Hann yfirgaf Arsneal sem markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins en Thierry Henry bætti metið hans árið 2005. Arsenal seldi Wright til West Ham United fyrir 500 þúsund pund sumarið 1998 en hann var þá að verða 35 ára. Ian Wright náði að spila fyrir fjögur félög (West Ham United, Nottingham Forest, Celtic og Burnley) áður en ferill hans endaði tveimur árum síðar. Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Laurent Koscielny er ekki lengur leikmaður Arsenal eftir að hann samdi við franska liðið Bordeaux í gær. Hvernig hann yfirgaf félagið og hvernig hann var kynntur í Frakklandi hefur ekki fallið vel í kramið hinum megin við Ermarsundið. Hinn 33 ára gamli Laurent Koscielny kom lítt þekktur til Arsenal þegar hann var 25 ára gamall og hafði aldrei spilað landsleik fyrir Frakka. Nú níu árum og 51 landsleik síðar gerði hann allt í sínu valdi til að losa sig undan síðasta árin samnings síns. Þessi brottför Laurent Koscielny frá Arsenal hefur nefnilega verið eitt stórt klúður og ekki fyrirliða félagsins sæmandi. Það er hægt að gagnrýna það harðlega þegar fyrirliði félags fer í verkfall til að þvinga fram sölu en það er annað að halda síðan áfram að gera lítið úr sínu gamla félagi þegar salan er gengin í gegn. Það finnst mörgum stuðningsmönnum Arsenal Laurent Koscielny hafa einmitt gert á samfélagsmiðlum Bordeaux í gær. Í myndbandinu á miðlum Bordeaux þá klæddi Laurent Koscielny sig úr Arsenal-treyjunni og var í treyju Bordeaux undir. Einn af þeim sem móðgaðist er Arsenal goðsögnin Ian Wright eins og sjá má hér fyrir neðan.This hurts. The level of disrespect You should be ashamed for the way you've left the club after 9 years! Got what you wanted and still trying to have a dig Hope it's worth it in the long run. https://t.co/7ShuTVss2u — Ian Wright (@IanWright0) August 6, 2019 „Þetta er sárt. Þvílík vanvirðing. Þú ættir að skammast þín fyrir hvernig þú yfirgafst félagið eftir níu ár. Þú fékkst það sem þú vildir og er samt ennþá að reyna að koma höggi á félagið. Ég vona að þetta sé þess virði fyrir þig,“ skrifaði Ian Wright undir myndbandið. Ian Wright spilaði sjálfur í sjö tímabil hjá Arsenal og skoraði 185 mörk í 288 leikjum í öllum keppnum fyrir félagið. Hann yfirgaf Arsneal sem markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins en Thierry Henry bætti metið hans árið 2005. Arsenal seldi Wright til West Ham United fyrir 500 þúsund pund sumarið 1998 en hann var þá að verða 35 ára. Ian Wright náði að spila fyrir fjögur félög (West Ham United, Nottingham Forest, Celtic og Burnley) áður en ferill hans endaði tveimur árum síðar.
Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira