Snúa aftur til vinnu í skugga sprengjuárásar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 10:00 Starfsfólk dönsku Skattstofunnar var slegið yfir fréttum þriðjudagsins og sagðist upplifa öryggisleysi þegar það ætti til vinnu í morgun í fyrsta sinn síðan sprengjuárás var gerð á vinnustaðinn. Vísir/EPA Starfsfólk dönsku Skattstofunnar sneri aftur til starfa í morgun í fyrsta sinn síðan kraftmikil sprenging varð á ellefta tímanum á þriðjudagskvöld en tveir starfsmenn voru þá inni í byggingunni en varð ekki meint af. Sprengjuárásin hefur grafið undan öryggiskennd borgarbúa í Kaupmannahöfn. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur sagt það kraftaverki líkast að enginn hafi slasast alvarlega. Ein manneskja varð fyrir braki frá sprengingunni en hún stóð fyrir utan bygginguna og varð að leita á sjúkrahús til aðhlynningar. Sprengjuárásin á þriðjudagskvöld var sú áttunda á innan við hálfu ári í Kaupmannahöfn en athygli vekur að málin eru öll óupplýst og sprengjusérfræðingar segja afar líklegt að málin tengist. Lögreglan hefur ekki handtekið neinn í tengslum við tilræðið en hefur sagt að grunur leiki á að glæpahópar hafi verið að verki sem hafi aðgang að einskonar dínamít-efni sem meðal annars notað er í hernaði. Árásirnar hafa hingað til einkum beinst gegn byggingum og bifreiðum en ekki fólki. Ein tilgátan er sú að glæpahóparnir séu með sprengjuárásunum að hnykla vöðvana og sýna mátt gengjanna andspænis óvinagengjum og yfirvöldum.Danska ríkisútvarpið greinir frá því að starfsfólkið hefði orðið fyrir miklu áfalli þegar fréttir af sprengingunni tóku að spyrjast út. Það hafi verið starfsfólkinu þungbært að sjá ljósmyndir af vinnustaðnum sem sýndu framhliðina á aðalskrifstofu dönsku Skattstofunnar sem rústir einar auk þess sem glerbrotin lágu á víð og dreif. Það stórsér á anddyri byggingarinnar en skrifstofurnar eru í frekar góðu standi. Merete Agergaard, skattstjóri, segir í samtali við danska ríkisútvarpið að það hefði verið gott að hitta starfsfólkið. Velferð starfsfólksins væri í algjörum forgangi. „Fólkið er áhyggjufullt og veltir því fyrir sér hvort það geti yfir höfuð snúið aftur til vinnu og fundið til öryggiskenndar.“ Vinnudagurinn hófst á fundi þar sem danska lögreglan greindi starfsfólkinu frá gangi rannsóknarinnar. Yfirmenn Skattstofunnar kölluðu til sálfræðinga sem starfsfólk getur leitað til. Þá verður lögreglan með eftirlit á svæðinu. Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Starfsfólk dönsku Skattstofunnar sneri aftur til starfa í morgun í fyrsta sinn síðan kraftmikil sprenging varð á ellefta tímanum á þriðjudagskvöld en tveir starfsmenn voru þá inni í byggingunni en varð ekki meint af. Sprengjuárásin hefur grafið undan öryggiskennd borgarbúa í Kaupmannahöfn. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur sagt það kraftaverki líkast að enginn hafi slasast alvarlega. Ein manneskja varð fyrir braki frá sprengingunni en hún stóð fyrir utan bygginguna og varð að leita á sjúkrahús til aðhlynningar. Sprengjuárásin á þriðjudagskvöld var sú áttunda á innan við hálfu ári í Kaupmannahöfn en athygli vekur að málin eru öll óupplýst og sprengjusérfræðingar segja afar líklegt að málin tengist. Lögreglan hefur ekki handtekið neinn í tengslum við tilræðið en hefur sagt að grunur leiki á að glæpahópar hafi verið að verki sem hafi aðgang að einskonar dínamít-efni sem meðal annars notað er í hernaði. Árásirnar hafa hingað til einkum beinst gegn byggingum og bifreiðum en ekki fólki. Ein tilgátan er sú að glæpahóparnir séu með sprengjuárásunum að hnykla vöðvana og sýna mátt gengjanna andspænis óvinagengjum og yfirvöldum.Danska ríkisútvarpið greinir frá því að starfsfólkið hefði orðið fyrir miklu áfalli þegar fréttir af sprengingunni tóku að spyrjast út. Það hafi verið starfsfólkinu þungbært að sjá ljósmyndir af vinnustaðnum sem sýndu framhliðina á aðalskrifstofu dönsku Skattstofunnar sem rústir einar auk þess sem glerbrotin lágu á víð og dreif. Það stórsér á anddyri byggingarinnar en skrifstofurnar eru í frekar góðu standi. Merete Agergaard, skattstjóri, segir í samtali við danska ríkisútvarpið að það hefði verið gott að hitta starfsfólkið. Velferð starfsfólksins væri í algjörum forgangi. „Fólkið er áhyggjufullt og veltir því fyrir sér hvort það geti yfir höfuð snúið aftur til vinnu og fundið til öryggiskenndar.“ Vinnudagurinn hófst á fundi þar sem danska lögreglan greindi starfsfólkinu frá gangi rannsóknarinnar. Yfirmenn Skattstofunnar kölluðu til sálfræðinga sem starfsfólk getur leitað til. Þá verður lögreglan með eftirlit á svæðinu.
Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01
Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16