Áhyggjur af stöðu geðheilbrigðismála í HÍ Freydís Þóra Þorsteinsdóttir skrifar 30. júlí 2019 13:45 Mikil vitundarvakning um geðheilbrigði hefur orðið á síðustu árum og fordómar gagnvart geðrænum vanda minnkað í samræmi við það. Þetta má til dæmis rekja til meiri umræðu í samfélaginu um kulnun í starfi, þunglyndi og aðra algenga, en áður lítið rædda kvilla. Því fyrr sem hægt er að grípa inn í og vinna úr geðrænum vanda því betra, og því er þessi vitundarvakning gríðarlega mikilvæg. Við upphaf háskólanáms taka á móti stúdentum margar nýjar áskoranir. Nýir kennarar, aðrir staðlar og aukið álag auk þess sem aðrar áhyggjur, svo sem af húsnæðis-, lánasjóðs- og fjárhagsmálum. Í nýlegri könnun Eurostudent kemur fram að 34% íslenskra stúdenta metur fjárhagsstöðu sína annað hvort alvarlega eða mjög alvarlega, en það er mun hærra en meðaltalið í Evrópu, sem er 26%. Ljóst er að þessi fjölþættu vandamál sem blasa við íslenskum stúdentum í dag geta haft gífurleg áhrif á geðheilsu þeirra. Sálfræðiþjónusta er því miður bæði kostnaðarsöm og bið eftir úrræðum löng, og þar með ekki á færi allra stúdenta. Við Háskóla Íslands starfa nú tveir sálfræðingar í 50% starfshlutfalli hvor og þjónusta þeir þrettánþúsund nemendur skólans. Síðastliðin tvö ár hafa stúdentar við HÍ barist fyrir bættri geðheilbrigðisþjónustu fyrir nemendur skólans, en fyrir rúmu ári síðan starfaði aðeins einn sálfræðingur við skólann. Barátta stúdenta skilaði sér í því að Háskólinn jók fjármagn til geðheilbrigðismála og hefur nú ráðið inn annan þeirra tveggja sálfræðinga sem lofað var, en ekkert bólar enn á þeim þriðja. En betur má ef duga skal og jafnvel þó Háskólinn standi við loforð sitt um ráðningu, getum við sætt okkur við það að hafa einungis þrjá sálfræðinga í samtals einu og hálfu stöðugildi fyrir þann fjölda stúdenta sem stundar nám við Háskóla Íslands? Við í Röskvu förum fram á áframhaldandi úrbætur geðheilbrigðisþjónustu við stúdenta og að Háskóli Íslands standi við gefin loforð. Í dag er úrval meðferða ennþá takmarkað, en auk þeirra meðferðarúrræða sem í boði eru bjóða klínískir sálfræðinemar einnig upp á sálfræðiþjónustu. Þar fer fram mikið og gott starf en nemendur sem stunda nám við skólann eiga ekki að bera þungann af skorti af sálfræðiþjónustu innan skólans. Við viljum fjölga sálfræðingum við skólann enn frekar og fjölga meðferðarúrræðum, svo sem flestir stúdentar njóti góðs af.Höfundur er stúdentaráðsliði Röskvu á Heilbrigðisvísindasviði og sálfræðinemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Mikil vitundarvakning um geðheilbrigði hefur orðið á síðustu árum og fordómar gagnvart geðrænum vanda minnkað í samræmi við það. Þetta má til dæmis rekja til meiri umræðu í samfélaginu um kulnun í starfi, þunglyndi og aðra algenga, en áður lítið rædda kvilla. Því fyrr sem hægt er að grípa inn í og vinna úr geðrænum vanda því betra, og því er þessi vitundarvakning gríðarlega mikilvæg. Við upphaf háskólanáms taka á móti stúdentum margar nýjar áskoranir. Nýir kennarar, aðrir staðlar og aukið álag auk þess sem aðrar áhyggjur, svo sem af húsnæðis-, lánasjóðs- og fjárhagsmálum. Í nýlegri könnun Eurostudent kemur fram að 34% íslenskra stúdenta metur fjárhagsstöðu sína annað hvort alvarlega eða mjög alvarlega, en það er mun hærra en meðaltalið í Evrópu, sem er 26%. Ljóst er að þessi fjölþættu vandamál sem blasa við íslenskum stúdentum í dag geta haft gífurleg áhrif á geðheilsu þeirra. Sálfræðiþjónusta er því miður bæði kostnaðarsöm og bið eftir úrræðum löng, og þar með ekki á færi allra stúdenta. Við Háskóla Íslands starfa nú tveir sálfræðingar í 50% starfshlutfalli hvor og þjónusta þeir þrettánþúsund nemendur skólans. Síðastliðin tvö ár hafa stúdentar við HÍ barist fyrir bættri geðheilbrigðisþjónustu fyrir nemendur skólans, en fyrir rúmu ári síðan starfaði aðeins einn sálfræðingur við skólann. Barátta stúdenta skilaði sér í því að Háskólinn jók fjármagn til geðheilbrigðismála og hefur nú ráðið inn annan þeirra tveggja sálfræðinga sem lofað var, en ekkert bólar enn á þeim þriðja. En betur má ef duga skal og jafnvel þó Háskólinn standi við loforð sitt um ráðningu, getum við sætt okkur við það að hafa einungis þrjá sálfræðinga í samtals einu og hálfu stöðugildi fyrir þann fjölda stúdenta sem stundar nám við Háskóla Íslands? Við í Röskvu förum fram á áframhaldandi úrbætur geðheilbrigðisþjónustu við stúdenta og að Háskóli Íslands standi við gefin loforð. Í dag er úrval meðferða ennþá takmarkað, en auk þeirra meðferðarúrræða sem í boði eru bjóða klínískir sálfræðinemar einnig upp á sálfræðiþjónustu. Þar fer fram mikið og gott starf en nemendur sem stunda nám við skólann eiga ekki að bera þungann af skorti af sálfræðiþjónustu innan skólans. Við viljum fjölga sálfræðingum við skólann enn frekar og fjölga meðferðarúrræðum, svo sem flestir stúdentar njóti góðs af.Höfundur er stúdentaráðsliði Röskvu á Heilbrigðisvísindasviði og sálfræðinemi
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun