Franskir íhaldsmenn ætla að hunsa Gretu Thunberg Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2019 13:43 Thunberg var boðið á ráðstefnu ungra aðgerðasinna í loftslagsmálum í franska þinginu í dag. Vísir/EPA Hópur hægriöfga- og íhaldsþingmanna á franska þinginu ætla að sniðganga fund þingnefndar með Gretu Thunberg, sænsku unglingsstúlkunni sem hefur staðið fyrir skólaverkföllum til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Þingmennirnir hafa hæðst að Thunberg á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Þverpólitískur hópur þingmanna bauð Thunberg að koma fyrir þingnefnd í dag. Hún ætlar jafnframt að fylgjast með þingfundi á þingpöllum. Heimsókn Thunberg hugnast ekki þingmönnum úr íhaldsflokkinum Repúblikönunum og hægriöfgaflokknum Þjóðfylkingunni. Að sögn Reuters-fréttastofunnar ætla þeir að sniðganga táninginn þegar hún heimsækir þingið. „Ég bið félaga mína um að sniðganga Gretu Thunberg. Við þurfum ekki á heimsendaspámönnum að halda,“ tísti Guillaume Larrive sem er framboði til formanns Repúblikananna. „Þið getið ekki fengið Jóhönnu af Örk loftslagsbreytingar í salinn þegar þingið greiðir atkvæði um viðskiptasamning Evrópusambandsins og Kanada,“ sagði Jordan Bardella, Evrópuþingmaður Þjóðfylkingarinnar. Brune Poirson, aðstoðarumhverfisráðherra Frakklands, gaf lítið fyrir gagnrýni hægrimannanna. „Að sniðganga ræðu sextán ára gamallar stúlku, hvað eru þeir hræddir við?“ spurði hann.Skotspónn íhaldsmanna á Íslandi og víðar Thunberg vakti heimsathygli þegar hún fór í svonefnt skólaverkfall fyrir loftslagið, vikuleg mótmæli til að krefjast loftslagsaðgerða, í fyrra. Milljónir barna og ungmenna um allan heim hafa síðan fylgt fordæmi hennar, þar á meðal íslensk börn. Boðskapur Thunberg hefur farið fyrir brjóstið á íhaldsmönnum víða um heim sem eru andsnúnir aðgerðum til að stöðva loftslagsbreytingar af völdum manna. Hefur hún sætt árásum úr þeim ranni sem hafa stundum beinst að þeirri staðreynd að hún er á einhverfurófi. Íslenskir íhaldsmenn hafa tekið þátt í þeim árásum. Í nafnlausum dálki í Viðskiptablaðinu í maí var Thunberg uppnefnd „heilög Greta“ og hún sökuð um að leiða nýja „barnakrossferð“. Útvarp Saga hafði þá áður birt grein þar sem Thunberg var sögð handbendi George Soros, bandarísk-ungverska auðkýfingsins, sem hefur verið grýla hægriöfgaafla. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Miðflokksins, vísaði til Thunberg í grein sem hann skrifaði Morgunblaðið í gær. Þar sagði hann kröfur hennar og barna í skólaverkföllum „fullkomlega óraunhæfar“. „Það þora bara fáir að segja það. Það er auðveldara að lofa börnin fyrir framtakið og það að skrópa í skóla,“ skrifaði hann. Frakkland Loftslagsmál Tengdar fréttir Fjöldi nemenda skellti sér í enn eitt verkfallið fyrir loftslagið Fjöldi ungmenna kom saman á Austurvelli í hádeginu til að minna stjornmálamenn á að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar séu til að staðið verði við ákvæði Parísarsamkomulagsins. 24. maí 2019 13:35 Fer frá eftir Downs-ummæli um Gretu Thunberg Á Facebook-síðu sænsk forstjóra stóð um Thunberg að hún væri eins nálægt því að vera með Downs-heilkennið og hægt væri að komast. Forstjórinn hefur nú látið af störfum. 24. maí 2019 16:26 Hafa fengið mikla gagnrýni og hótanir Greta er með Asperger sem hún segir gera það að verkum að hún sjái í gegnum lygar. 24. apríl 2019 11:21 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Hópur hægriöfga- og íhaldsþingmanna á franska þinginu ætla að sniðganga fund þingnefndar með Gretu Thunberg, sænsku unglingsstúlkunni sem hefur staðið fyrir skólaverkföllum til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Þingmennirnir hafa hæðst að Thunberg á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Þverpólitískur hópur þingmanna bauð Thunberg að koma fyrir þingnefnd í dag. Hún ætlar jafnframt að fylgjast með þingfundi á þingpöllum. Heimsókn Thunberg hugnast ekki þingmönnum úr íhaldsflokkinum Repúblikönunum og hægriöfgaflokknum Þjóðfylkingunni. Að sögn Reuters-fréttastofunnar ætla þeir að sniðganga táninginn þegar hún heimsækir þingið. „Ég bið félaga mína um að sniðganga Gretu Thunberg. Við þurfum ekki á heimsendaspámönnum að halda,“ tísti Guillaume Larrive sem er framboði til formanns Repúblikananna. „Þið getið ekki fengið Jóhönnu af Örk loftslagsbreytingar í salinn þegar þingið greiðir atkvæði um viðskiptasamning Evrópusambandsins og Kanada,“ sagði Jordan Bardella, Evrópuþingmaður Þjóðfylkingarinnar. Brune Poirson, aðstoðarumhverfisráðherra Frakklands, gaf lítið fyrir gagnrýni hægrimannanna. „Að sniðganga ræðu sextán ára gamallar stúlku, hvað eru þeir hræddir við?“ spurði hann.Skotspónn íhaldsmanna á Íslandi og víðar Thunberg vakti heimsathygli þegar hún fór í svonefnt skólaverkfall fyrir loftslagið, vikuleg mótmæli til að krefjast loftslagsaðgerða, í fyrra. Milljónir barna og ungmenna um allan heim hafa síðan fylgt fordæmi hennar, þar á meðal íslensk börn. Boðskapur Thunberg hefur farið fyrir brjóstið á íhaldsmönnum víða um heim sem eru andsnúnir aðgerðum til að stöðva loftslagsbreytingar af völdum manna. Hefur hún sætt árásum úr þeim ranni sem hafa stundum beinst að þeirri staðreynd að hún er á einhverfurófi. Íslenskir íhaldsmenn hafa tekið þátt í þeim árásum. Í nafnlausum dálki í Viðskiptablaðinu í maí var Thunberg uppnefnd „heilög Greta“ og hún sökuð um að leiða nýja „barnakrossferð“. Útvarp Saga hafði þá áður birt grein þar sem Thunberg var sögð handbendi George Soros, bandarísk-ungverska auðkýfingsins, sem hefur verið grýla hægriöfgaafla. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Miðflokksins, vísaði til Thunberg í grein sem hann skrifaði Morgunblaðið í gær. Þar sagði hann kröfur hennar og barna í skólaverkföllum „fullkomlega óraunhæfar“. „Það þora bara fáir að segja það. Það er auðveldara að lofa börnin fyrir framtakið og það að skrópa í skóla,“ skrifaði hann.
Frakkland Loftslagsmál Tengdar fréttir Fjöldi nemenda skellti sér í enn eitt verkfallið fyrir loftslagið Fjöldi ungmenna kom saman á Austurvelli í hádeginu til að minna stjornmálamenn á að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar séu til að staðið verði við ákvæði Parísarsamkomulagsins. 24. maí 2019 13:35 Fer frá eftir Downs-ummæli um Gretu Thunberg Á Facebook-síðu sænsk forstjóra stóð um Thunberg að hún væri eins nálægt því að vera með Downs-heilkennið og hægt væri að komast. Forstjórinn hefur nú látið af störfum. 24. maí 2019 16:26 Hafa fengið mikla gagnrýni og hótanir Greta er með Asperger sem hún segir gera það að verkum að hún sjái í gegnum lygar. 24. apríl 2019 11:21 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Fjöldi nemenda skellti sér í enn eitt verkfallið fyrir loftslagið Fjöldi ungmenna kom saman á Austurvelli í hádeginu til að minna stjornmálamenn á að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar séu til að staðið verði við ákvæði Parísarsamkomulagsins. 24. maí 2019 13:35
Fer frá eftir Downs-ummæli um Gretu Thunberg Á Facebook-síðu sænsk forstjóra stóð um Thunberg að hún væri eins nálægt því að vera með Downs-heilkennið og hægt væri að komast. Forstjórinn hefur nú látið af störfum. 24. maí 2019 16:26
Hafa fengið mikla gagnrýni og hótanir Greta er með Asperger sem hún segir gera það að verkum að hún sjái í gegnum lygar. 24. apríl 2019 11:21