Rúnar Páll: Hrikalega stoltur af liðinu Anton Ingi Leifsson skrifar 25. júlí 2019 21:43 Jóhann Laxdal í baráttunni í kvöld. vísir/getty Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var stoltur af lærisveinum sínum í kvöld eftir 4-0 tap gegn spænska stórliðinu Espanyol. Leikurinn var fyrri leikur liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en liðin mætast á Samsung-vellinum í Garðabæ í næstu viku. Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleik sýndu Spánverjarnir hvers þeir væru megnugir og skoruðu fjögur falleg mörk. Rúnar var hins vegar stoltur í leikslok. „Ég er hrikalega stoltur af liðinu. Það lögðu sig allir þvílíkt fram við frábærar aðstæður og að spila á stóra sviðinu. Þeir stóðu sig hrikalega vel,“ sagði Rúnar Páll í samtali við Vísi í leikslok. „Það er á fimmtán mínútna kafla sem þeir skora þessi mörk og þar sýna þeir bara gæði sín. Þar áttum við ekki breik í þá og við vorum ekkert að gera neitt vitlaust. Þeir sýndu bara gæðin sín í mörkunum.“ „Mér fannst við spila stórkostlegan fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var frábær. Við spiluðum hálfgerða handboltavörn á þá og það var frábærlega gert. Við ætluðum að fara þannig inn í síðari hálfleikinn líka en allt kom fyrir ekki.“ Staðan var markalaus í hálfleik eins og fyrr segir og varnarleikur Stjörnunnar var til mikillar fyrirmyndar í fyrri hálfleiknum. „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær og svo fengum við tvö upphlaup sem við hefðum getað nýtt aðeins betur. Við hefðum svo getað verið örlítið rólegri á boltann þegar við unnum hann en við lærum af þessu. Þetta er geggjuð reynsla.“ Hver voru skilaboð Rúnars fyrir leikinn gegn eins frábæru liði og Espanyol? „Hafa trú á verkefninu. Það er það sem skiptir máli. Það er allt hægt í þessum fótbolta. Við höfðum trú á þessu en svo kemur þessi gæðamunur á einstaklingum. Þeir fóru að dæla inn fyrirgjöfum sem við vorum í erfiðleikum með en heilt yfir góð frammistaða þrátt fyrir tap,“ sagði Rúnar Páll. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: Espanyol - Stjarnan 4-0│Stjörnumenn slegnir í rot í upphafi seinni hálfleiks Eftir markalausan fyrri hálfleik fékk Stjarnan á sig þrjú mörk á ellefu mínútna kafla í upphafi þess seinni gegn Espanyol í kvöld. 25. júlí 2019 21:15 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var stoltur af lærisveinum sínum í kvöld eftir 4-0 tap gegn spænska stórliðinu Espanyol. Leikurinn var fyrri leikur liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en liðin mætast á Samsung-vellinum í Garðabæ í næstu viku. Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleik sýndu Spánverjarnir hvers þeir væru megnugir og skoruðu fjögur falleg mörk. Rúnar var hins vegar stoltur í leikslok. „Ég er hrikalega stoltur af liðinu. Það lögðu sig allir þvílíkt fram við frábærar aðstæður og að spila á stóra sviðinu. Þeir stóðu sig hrikalega vel,“ sagði Rúnar Páll í samtali við Vísi í leikslok. „Það er á fimmtán mínútna kafla sem þeir skora þessi mörk og þar sýna þeir bara gæði sín. Þar áttum við ekki breik í þá og við vorum ekkert að gera neitt vitlaust. Þeir sýndu bara gæðin sín í mörkunum.“ „Mér fannst við spila stórkostlegan fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var frábær. Við spiluðum hálfgerða handboltavörn á þá og það var frábærlega gert. Við ætluðum að fara þannig inn í síðari hálfleikinn líka en allt kom fyrir ekki.“ Staðan var markalaus í hálfleik eins og fyrr segir og varnarleikur Stjörnunnar var til mikillar fyrirmyndar í fyrri hálfleiknum. „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær og svo fengum við tvö upphlaup sem við hefðum getað nýtt aðeins betur. Við hefðum svo getað verið örlítið rólegri á boltann þegar við unnum hann en við lærum af þessu. Þetta er geggjuð reynsla.“ Hver voru skilaboð Rúnars fyrir leikinn gegn eins frábæru liði og Espanyol? „Hafa trú á verkefninu. Það er það sem skiptir máli. Það er allt hægt í þessum fótbolta. Við höfðum trú á þessu en svo kemur þessi gæðamunur á einstaklingum. Þeir fóru að dæla inn fyrirgjöfum sem við vorum í erfiðleikum með en heilt yfir góð frammistaða þrátt fyrir tap,“ sagði Rúnar Páll.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: Espanyol - Stjarnan 4-0│Stjörnumenn slegnir í rot í upphafi seinni hálfleiks Eftir markalausan fyrri hálfleik fékk Stjarnan á sig þrjú mörk á ellefu mínútna kafla í upphafi þess seinni gegn Espanyol í kvöld. 25. júlí 2019 21:15 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Umfjöllun: Espanyol - Stjarnan 4-0│Stjörnumenn slegnir í rot í upphafi seinni hálfleiks Eftir markalausan fyrri hálfleik fékk Stjarnan á sig þrjú mörk á ellefu mínútna kafla í upphafi þess seinni gegn Espanyol í kvöld. 25. júlí 2019 21:15