Hver er Boris? Sif Sigmarsdóttir skrifar 27. júlí 2019 10:45 Boris Johnson tók við embætti forsætisráðherra Bretlands í vikunni. En hver er Boris Johnson? Er hann góðlátlegur klaufabárður, trúður sem álpaðist í embætti forsætisráðherra? Er hann pólitískur bragðarefur, kaldrifjaður valdafíkill sem velur sér skoðanir eftir hentisemi? Breskir fjölmiðlar hafa undanfarið verið uppfullir af frásögnum fólks af kynnum þess við Boris. „Borisar saga“ fjölmiðlamannsins Jeremy Vine fangar sagna best hversu flókin spurningin er.Borisar saga Johnson Árið er 2006. Fjórar mínútur eru til stefnu þegar Boris Johnson kemur hlaupandi inn í hátíðarsal Hilton hótelsins við Park Lane í London. Hann er ræðumaður kvöldsins. Jeremy Vine situr við eitt kvöldverðarborðanna og á að veita verðlaun. Boris rýkur á Jeremy. „Jeremy. Hvar er ég staddur?“ „Þú ert á Alþjóðlegu verðbréfunarverðlaununum.“ „Hver er ræðumaðurinn?“ „Þú.“ „Jesús minn! Hvenær á ég að tala?“ „Umm … Núna.“ „Ein spurning: Hvað er verðbréfun?“ Viðstaddir reyna að útskýra. Boris biður um blað. Einn gestanna snýr við matseðli kvöldsins og réttir Boris. „Er einhver með penna?“ Jeremy fylgist með Boris hripa niður punkta. Boris rymur af áreynslu. Skipuleggjandi verðlaunanna horfir á þá uggandi. Jeremy greinir orðin „sauðfé“ og „hákarl“. Skyndilega glymur í hljóðkerfinu: „Bjóðið hjartanlega velkominn þingmanninn Boris Johnson.“ Boris er dreginn upp á svið. Jeremy tekur eftir því að Boris gleymdi blöðunum með ræðunni á borðinu. Hann sýpur hveljur. Ætti hann að hlaupa á eftir honum? En það er um seinan. Boris er byrjaður að tala. „Umm … verið velkomin á … umm …“ Boris er búinn að gleyma hvar hann er staddur. Jeremy sekkur ofan í sæti sitt. Hvílíkt klúður. Boris tvístígur á sviðinu. En skyndilega snýr hann sér við í púltinu með leikrænum tilburðum. Yfirskrift samkomunnar blasir við á veggnum fyrir aftan hann. „Velkomin á Alþjóðlegu verðbréfunarverðlaunin,“ hrópar Boris sigri hrósandi. Viðstaddir skellihlæja. Boris rótar í hárinu á sér. „Umm … Sauðfé.“ Boris segir sögu af frænda sínum sem er sauðfjárbóndi og má ekki urða dýr sem drepast heldur þarf að fá sláturhús í málið. „Kind drapst í dag. Út af reglugerð Evrópusambandsins þurfti frændi að hringja í náunga í sláturhúsi í fimmtíu mílna fjarlægð. Hann hét Mick – nei, Jim – nei, fyrirgefið, Margrét, það var Margrét.“ Salurinn veltist um af hlátri. „Þetta er ástæðan fyrir því að borgarstjórinn í myndinni Jaws er pólitísk hetja mín. Hann hélt ströndunum opnum. Hann afnam allar kjánalegar heilsu- og öryggisreglugerðir og sagði fólki bara að synda, synda, synda. Ég geri mér grein fyrir því að afleiðingar þess voru að hákarl át nokkur saklaus börn. En hugsið ykkur gleðina sem meirihlutinn fékk út úr ströndunum vegna áræðni borgarstjórans í Jaws.“ Fagnaðarlæti brjótast út. Boris hafði breytt klúðri í einlægan gamanleik. Eða hvað? Átján mánuðum síðar: Jeremy Vine er á ný staddur á samkomu til að veita verðlaun. Skipuleggjendur eru órólegir. Aðalræðumaðurinn er ókominn. Skyndilega þýtur Boris Johnson inn í salinn. „Jeremy. Hvar er ég?“ Jeremy þylur yfirskrift samkomunnar. „Hver á að tala? Ha, ég? Er einhver með penna?“ Boris hripar niður stikkorð á blað. „Sauðfé“. „Hákarl“. Hann er dreginn upp á svið. „Verið velkomin á … umm …“ Boris snýr sér við og les af veggnum. „En vandræðalegt. Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður.“ Salurinn hlær. Jeremy Vine gapir. Sauðféð; frændinn; Mick, Jim og Margrét; borgarstjórinn úr Jaws. Allt er á sínum stað. Er líf á öðrum hnöttum? Hvað varð um Ameliu Earhart? Hver er Boris Johnson? Spurningin bætist nú við fleiri óleystar ráðgátur veraldar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Boris Johnson tók við embætti forsætisráðherra Bretlands í vikunni. En hver er Boris Johnson? Er hann góðlátlegur klaufabárður, trúður sem álpaðist í embætti forsætisráðherra? Er hann pólitískur bragðarefur, kaldrifjaður valdafíkill sem velur sér skoðanir eftir hentisemi? Breskir fjölmiðlar hafa undanfarið verið uppfullir af frásögnum fólks af kynnum þess við Boris. „Borisar saga“ fjölmiðlamannsins Jeremy Vine fangar sagna best hversu flókin spurningin er.Borisar saga Johnson Árið er 2006. Fjórar mínútur eru til stefnu þegar Boris Johnson kemur hlaupandi inn í hátíðarsal Hilton hótelsins við Park Lane í London. Hann er ræðumaður kvöldsins. Jeremy Vine situr við eitt kvöldverðarborðanna og á að veita verðlaun. Boris rýkur á Jeremy. „Jeremy. Hvar er ég staddur?“ „Þú ert á Alþjóðlegu verðbréfunarverðlaununum.“ „Hver er ræðumaðurinn?“ „Þú.“ „Jesús minn! Hvenær á ég að tala?“ „Umm … Núna.“ „Ein spurning: Hvað er verðbréfun?“ Viðstaddir reyna að útskýra. Boris biður um blað. Einn gestanna snýr við matseðli kvöldsins og réttir Boris. „Er einhver með penna?“ Jeremy fylgist með Boris hripa niður punkta. Boris rymur af áreynslu. Skipuleggjandi verðlaunanna horfir á þá uggandi. Jeremy greinir orðin „sauðfé“ og „hákarl“. Skyndilega glymur í hljóðkerfinu: „Bjóðið hjartanlega velkominn þingmanninn Boris Johnson.“ Boris er dreginn upp á svið. Jeremy tekur eftir því að Boris gleymdi blöðunum með ræðunni á borðinu. Hann sýpur hveljur. Ætti hann að hlaupa á eftir honum? En það er um seinan. Boris er byrjaður að tala. „Umm … verið velkomin á … umm …“ Boris er búinn að gleyma hvar hann er staddur. Jeremy sekkur ofan í sæti sitt. Hvílíkt klúður. Boris tvístígur á sviðinu. En skyndilega snýr hann sér við í púltinu með leikrænum tilburðum. Yfirskrift samkomunnar blasir við á veggnum fyrir aftan hann. „Velkomin á Alþjóðlegu verðbréfunarverðlaunin,“ hrópar Boris sigri hrósandi. Viðstaddir skellihlæja. Boris rótar í hárinu á sér. „Umm … Sauðfé.“ Boris segir sögu af frænda sínum sem er sauðfjárbóndi og má ekki urða dýr sem drepast heldur þarf að fá sláturhús í málið. „Kind drapst í dag. Út af reglugerð Evrópusambandsins þurfti frændi að hringja í náunga í sláturhúsi í fimmtíu mílna fjarlægð. Hann hét Mick – nei, Jim – nei, fyrirgefið, Margrét, það var Margrét.“ Salurinn veltist um af hlátri. „Þetta er ástæðan fyrir því að borgarstjórinn í myndinni Jaws er pólitísk hetja mín. Hann hélt ströndunum opnum. Hann afnam allar kjánalegar heilsu- og öryggisreglugerðir og sagði fólki bara að synda, synda, synda. Ég geri mér grein fyrir því að afleiðingar þess voru að hákarl át nokkur saklaus börn. En hugsið ykkur gleðina sem meirihlutinn fékk út úr ströndunum vegna áræðni borgarstjórans í Jaws.“ Fagnaðarlæti brjótast út. Boris hafði breytt klúðri í einlægan gamanleik. Eða hvað? Átján mánuðum síðar: Jeremy Vine er á ný staddur á samkomu til að veita verðlaun. Skipuleggjendur eru órólegir. Aðalræðumaðurinn er ókominn. Skyndilega þýtur Boris Johnson inn í salinn. „Jeremy. Hvar er ég?“ Jeremy þylur yfirskrift samkomunnar. „Hver á að tala? Ha, ég? Er einhver með penna?“ Boris hripar niður stikkorð á blað. „Sauðfé“. „Hákarl“. Hann er dreginn upp á svið. „Verið velkomin á … umm …“ Boris snýr sér við og les af veggnum. „En vandræðalegt. Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður.“ Salurinn hlær. Jeremy Vine gapir. Sauðféð; frændinn; Mick, Jim og Margrét; borgarstjórinn úr Jaws. Allt er á sínum stað. Er líf á öðrum hnöttum? Hvað varð um Ameliu Earhart? Hver er Boris Johnson? Spurningin bætist nú við fleiri óleystar ráðgátur veraldar.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun