Segist hafa reynt að koma í veg fyrir að Epstein gengi laus Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2019 22:55 Acosta vildi ekki svara því beint hvort hann sæi eftir ákvörðuninni um að fella ákæruna á hendur Epstein niður. AP/Alex Brandon Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna reyndi að verja ákvarðanir sínar í máli Jeffrey Epstein sem sakaður er um mansal á táningsstúlkum þegar hann var saksóknari á Flórída fyrir áratug á blaðamannafundi í dag. Ráðherrann segist hafa náð ítrustu refsingu yfir Epstein sem möguleg var á þeim tíma. Epstein, fyrrverandi vogunarsjóðsstjóri, var handtekinn á laugardag og ákærður fyrir mansal og misnotkun á stúlkum undir lögaldri í New York og á Flórída. Sakirnar sem eru bornar upp á hann eru sambærilegar við þær sem til stóð að ákæra hann fyrir á Flórída fyrir rúmum tíu árum. Alexander Acosta, núverandi atvinnumálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, var þá alríkissaksóknari og það var hann sem ákvað að semja við Epstein um að falla frá ítarlegri ákæru vegna mansals gegn því að hann játaði á sig vægara brot árið 2008. Epstein hefði að öðrum kosti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Epstein játaði í staðinn að hafa falast eftir vændi frá stúlkum undir lögaldri og fékk að afplána þrettán mánaða fangelsisdóm í sýslufangelsi frekar en alríkisfangelsi. Þar fékk hann meðal annars leyfi til að vinna á skrifstofu utan fangelsisins. Ásakanir hafa verið uppi um að auðævi og áhrif Epstein hafi komið honum undan frekari afleiðingum brota sinna.Epstein er sakaður um að hafa tælt til sín unglingsstúlkur sem hann misnotaði síðan. Hann greiddi stúlkunum til að finna fleiri ung fórnarlömb.Vísir/GettyBað fórnarlömbin ekki afsökunar „Við vildum sjá Epstein fara í fangelsi. Hann þurfti að fara í fangelsi,“ sagði Acosta á blaðamannafundi í Washington-borg í dag þar sem hann reyndi að bera hönd fyrir höfuð sér vegna gagnrýninnar sem hann hefur sætt. „Við teljum að við höfum farið fram á viðeigandi hátt,“ sagði ráðherrann sem fullyrti að hann hafi reynt að gera það rétta fyrir fórnarlömb Epstein. Bandarískir fjölmiðlar hafa engu að síður greint frá því að Acosta hafi gert samkomulagið við Epstein án þess að tilkynna fórnarlömbum hans sem kærðu brotin um það áður eins og lög kváðu á um. Þau fengu þannig ekki tækifæri til að mótmæla samkomulaginu fyrir dómi. Dómari á Flórída úrskurðaði fyrr á þessu ári að samkomulagið hafi brotið réttindi fórnarlambanna. Samkomulagið fríaði einnig mögulega samverkamenn Epstein frá saksókn. Acosta bað fórnarlömbin ekki afsökunar á blaðamannafundinum í dag og gaf í skyn að viðhorf í samfélaginu hafi breyst eftir metoo-byltinguna, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við höfum nú tólf ár af þekkingu og eftirhyggju og við búum í mjög breyttum heimi. Í dag kemur heimurinn fram við fórnarlömb á mjög, mjög ólíkan hátt,“ fullyrti Acosta. Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur boðað Acosta til að bera vitni um samkomulagið við Epstein síðar í þessum mánuði. Bandaríkin Jeffrey Epstein MeToo Tengdar fréttir Krefjast afsagnar atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna Háværar raddir eru nú uppi um að Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, segi af sér vegna aðkomu hans að máli Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður er um mansal á ungum stúlkum. 9. júlí 2019 23:48 Epstein kveðst saklaus Bandaríski milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein sem hefur verið ákærður fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann misnotaði auk fleiri brota, kveðst saklaus og lýsti því fyrir dómstólum í dag. 8. júlí 2019 22:23 Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Jennifer Araoz var fjórtán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein. 10. júlí 2019 16:32 Bandarískur milljarðamæringur ákærður fyrir barnamansal Epstein, sem er 66 ára gamall, hefur áður verið sakaður um misnotkun á stúlkum. 7. júlí 2019 13:08 Greiddi fórnarlömbum sínum til að finna fleiri Ákæra gegn Jeffrey Epstein, milljarðamæringi og vini tveggja Bandaríkjaforseta, var opinberuð í New York í dag. 8. júlí 2019 14:16 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna reyndi að verja ákvarðanir sínar í máli Jeffrey Epstein sem sakaður er um mansal á táningsstúlkum þegar hann var saksóknari á Flórída fyrir áratug á blaðamannafundi í dag. Ráðherrann segist hafa náð ítrustu refsingu yfir Epstein sem möguleg var á þeim tíma. Epstein, fyrrverandi vogunarsjóðsstjóri, var handtekinn á laugardag og ákærður fyrir mansal og misnotkun á stúlkum undir lögaldri í New York og á Flórída. Sakirnar sem eru bornar upp á hann eru sambærilegar við þær sem til stóð að ákæra hann fyrir á Flórída fyrir rúmum tíu árum. Alexander Acosta, núverandi atvinnumálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, var þá alríkissaksóknari og það var hann sem ákvað að semja við Epstein um að falla frá ítarlegri ákæru vegna mansals gegn því að hann játaði á sig vægara brot árið 2008. Epstein hefði að öðrum kosti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Epstein játaði í staðinn að hafa falast eftir vændi frá stúlkum undir lögaldri og fékk að afplána þrettán mánaða fangelsisdóm í sýslufangelsi frekar en alríkisfangelsi. Þar fékk hann meðal annars leyfi til að vinna á skrifstofu utan fangelsisins. Ásakanir hafa verið uppi um að auðævi og áhrif Epstein hafi komið honum undan frekari afleiðingum brota sinna.Epstein er sakaður um að hafa tælt til sín unglingsstúlkur sem hann misnotaði síðan. Hann greiddi stúlkunum til að finna fleiri ung fórnarlömb.Vísir/GettyBað fórnarlömbin ekki afsökunar „Við vildum sjá Epstein fara í fangelsi. Hann þurfti að fara í fangelsi,“ sagði Acosta á blaðamannafundi í Washington-borg í dag þar sem hann reyndi að bera hönd fyrir höfuð sér vegna gagnrýninnar sem hann hefur sætt. „Við teljum að við höfum farið fram á viðeigandi hátt,“ sagði ráðherrann sem fullyrti að hann hafi reynt að gera það rétta fyrir fórnarlömb Epstein. Bandarískir fjölmiðlar hafa engu að síður greint frá því að Acosta hafi gert samkomulagið við Epstein án þess að tilkynna fórnarlömbum hans sem kærðu brotin um það áður eins og lög kváðu á um. Þau fengu þannig ekki tækifæri til að mótmæla samkomulaginu fyrir dómi. Dómari á Flórída úrskurðaði fyrr á þessu ári að samkomulagið hafi brotið réttindi fórnarlambanna. Samkomulagið fríaði einnig mögulega samverkamenn Epstein frá saksókn. Acosta bað fórnarlömbin ekki afsökunar á blaðamannafundinum í dag og gaf í skyn að viðhorf í samfélaginu hafi breyst eftir metoo-byltinguna, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við höfum nú tólf ár af þekkingu og eftirhyggju og við búum í mjög breyttum heimi. Í dag kemur heimurinn fram við fórnarlömb á mjög, mjög ólíkan hátt,“ fullyrti Acosta. Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur boðað Acosta til að bera vitni um samkomulagið við Epstein síðar í þessum mánuði.
Bandaríkin Jeffrey Epstein MeToo Tengdar fréttir Krefjast afsagnar atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna Háværar raddir eru nú uppi um að Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, segi af sér vegna aðkomu hans að máli Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður er um mansal á ungum stúlkum. 9. júlí 2019 23:48 Epstein kveðst saklaus Bandaríski milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein sem hefur verið ákærður fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann misnotaði auk fleiri brota, kveðst saklaus og lýsti því fyrir dómstólum í dag. 8. júlí 2019 22:23 Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Jennifer Araoz var fjórtán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein. 10. júlí 2019 16:32 Bandarískur milljarðamæringur ákærður fyrir barnamansal Epstein, sem er 66 ára gamall, hefur áður verið sakaður um misnotkun á stúlkum. 7. júlí 2019 13:08 Greiddi fórnarlömbum sínum til að finna fleiri Ákæra gegn Jeffrey Epstein, milljarðamæringi og vini tveggja Bandaríkjaforseta, var opinberuð í New York í dag. 8. júlí 2019 14:16 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Krefjast afsagnar atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna Háværar raddir eru nú uppi um að Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, segi af sér vegna aðkomu hans að máli Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður er um mansal á ungum stúlkum. 9. júlí 2019 23:48
Epstein kveðst saklaus Bandaríski milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein sem hefur verið ákærður fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann misnotaði auk fleiri brota, kveðst saklaus og lýsti því fyrir dómstólum í dag. 8. júlí 2019 22:23
Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Jennifer Araoz var fjórtán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein. 10. júlí 2019 16:32
Bandarískur milljarðamæringur ákærður fyrir barnamansal Epstein, sem er 66 ára gamall, hefur áður verið sakaður um misnotkun á stúlkum. 7. júlí 2019 13:08
Greiddi fórnarlömbum sínum til að finna fleiri Ákæra gegn Jeffrey Epstein, milljarðamæringi og vini tveggja Bandaríkjaforseta, var opinberuð í New York í dag. 8. júlí 2019 14:16