Telur að tillögur torveldi að lögin nái því markmiði að auka gagnsæi Eiður Þór Árnason skrifar 16. júlí 2019 16:42 Tillögurnar koma Hjálmari á óvart. Fréttablaðið/Stefán Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands telur að nýlegar tillögur um breytingar á upplýsingalögum séu óþarfa breytingar og torveldi það að lögin nái því markmiði sínu að auka gagnsæi og aðhald. Í breytingartillögunni sem birt var á Samráðsgátt stjórnvalda er lagt til að ákvæðum sé bætt við lögin sem bæti réttarstöðu þriðja aðila. Þar er meðal annars lagt til að stjórnvöldum sé gert skylt að leita afstöðu þriðja aðila til afhendingar á gögnum sem hann varðar, og að úrskurðarnefnd um upplýsingamál verði skylt að birta þriðja aðila úrskurð ef nefndin fellst á veita aðgang að upplýsingum sem hann varða. Einnig er lagt til að þriðja aðila sé veittur réttur til þess að krefjast að áhrifum úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál sé frestað svo hægt sé að bera ágreining um gildi hans undir dómstóla. Í áformum um lagasetningu kemur fram að tillögurnar, sem eru lagðar fram af forsætisráðuneytinu, séu viðbrögð við athugasemdum Samtaka atvinnulífsins við síðasta frumvarp til upplýsingalaga: „Tillögur Samtaka atvinnulífsins lúta að því að bæta réttarstöðu einkaaðila í málsmeðferð upplýsingabeiðna, meðal annars í því skyni að leggja traustari grunn undir niðurstöður stjórnvalda um aðgang að upplýsingum og veita hagsmunum einkaaðila frekari vernd.“ Hjálmar segir tillöguna koma sér á óvart þar sem stjórnvöld séu nýbúin að yfirfara upplýsingalögin ítarlega, meðal annars í samráði við Blaðamannafélagið, og voru þær breytingar samþykktar á síðasta þingi. Hann segir að þá hafi umrædd ákvæði um rétt þriðja aðila ekki verið rædd. Það kemur honum því á óvart að þessar tillögur séu komnar fram svo stuttu seinna. „Ég held að það eigi alls ekki að flækja upplýsingalögin meira heldur en nauðsyn krefur. Gagnsæi í íslensku samfélagi á ekki að flækja meira en brýnustu nauðsyn beri til.“ Einnig hefur Hjálmar áhyggjur af því að breytingin gæti tafið afgreiðslu mála hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál: „Mér sýnist að það liggi í augum uppi.“ Margir blaðamenn hafa kvartað undan því hve langan tíma tekur gjarnan að fá úrskurð frá nefndinni. Á móti komi að í því frumvarpi sem varð að lögum er mælt fyrir um að skipaður sé sérstakur ráðgjafi um upplýsingarétt almennings sem starfi af hálfu stjórnvalda. Eitt að markmiðunum með þeirri breytingu var að flýta fyrir og auðvelda afgreiðslu á upplýsingabeiðnum innan stofnanna. „En þetta eitt og sér sýnist mér geta valdið enn frekari töfum á afgreiðslu upplýsingabeiðna.“ Slíkt telur Hjálmar vera mjög slæmt og komi í veg fyrir að upplýsingalögin nái markmiði sínu sem sé að auka gagnsæi og flýta fyrir aðgengi fjölmiðla og almennings að upplýsingum. Hann segir að Blaðamannafélagið ætli sér að fara betur yfir tillögurnar og senda inn umsögn á næstunni eða þegar málið fer fyrir nefnd Alþingis. Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Stórefla tjáningfrelsi og vernda uppljóstrara í nýjum frumvarpsdrögum Tjáningarfrelsi verður stóraukið hér á landi verði fjögur frumvarpsdrög sem kynnt voru í dag að lögum. Þau fela í sér vernd uppljóstrara, nýja meðferð lögbannsmála, rýmri upplýsingalög og bætta réttastöðu blaðamanna. Opinberum starfsmönnum verður skylt að láta vita af brotum í starfsemi hins opinbera og fjölmiðlar geta leitað til dómstóla áður en lögbann kemur til framkvæmda. 7. mars 2019 21:00 Frumvarpið festi í sessi of langa bið almennings eftir upplýsingum Frumvarp forsætisráðherra leysir ekki of langan málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar um upplýsingamál heldur festir vandamálið í sessi, að mati blaðamanns. Meðalbiðtími eftir úrskurði var 212 dagar á síðasta ári. 11. júní 2019 07:15 Breyta upplýsingalögum að tillögu atvinnulífsins Forsætisráðherra kynnir nú á samráðsgátt stjórnvalda áform um breytingar á upplýsingalögum sem koma til móts við tillögur Samtaka atvinnulífsins í þágu einkahagsmuna fyrirtækja. 4. júlí 2019 08:00 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands telur að nýlegar tillögur um breytingar á upplýsingalögum séu óþarfa breytingar og torveldi það að lögin nái því markmiði sínu að auka gagnsæi og aðhald. Í breytingartillögunni sem birt var á Samráðsgátt stjórnvalda er lagt til að ákvæðum sé bætt við lögin sem bæti réttarstöðu þriðja aðila. Þar er meðal annars lagt til að stjórnvöldum sé gert skylt að leita afstöðu þriðja aðila til afhendingar á gögnum sem hann varðar, og að úrskurðarnefnd um upplýsingamál verði skylt að birta þriðja aðila úrskurð ef nefndin fellst á veita aðgang að upplýsingum sem hann varða. Einnig er lagt til að þriðja aðila sé veittur réttur til þess að krefjast að áhrifum úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál sé frestað svo hægt sé að bera ágreining um gildi hans undir dómstóla. Í áformum um lagasetningu kemur fram að tillögurnar, sem eru lagðar fram af forsætisráðuneytinu, séu viðbrögð við athugasemdum Samtaka atvinnulífsins við síðasta frumvarp til upplýsingalaga: „Tillögur Samtaka atvinnulífsins lúta að því að bæta réttarstöðu einkaaðila í málsmeðferð upplýsingabeiðna, meðal annars í því skyni að leggja traustari grunn undir niðurstöður stjórnvalda um aðgang að upplýsingum og veita hagsmunum einkaaðila frekari vernd.“ Hjálmar segir tillöguna koma sér á óvart þar sem stjórnvöld séu nýbúin að yfirfara upplýsingalögin ítarlega, meðal annars í samráði við Blaðamannafélagið, og voru þær breytingar samþykktar á síðasta þingi. Hann segir að þá hafi umrædd ákvæði um rétt þriðja aðila ekki verið rædd. Það kemur honum því á óvart að þessar tillögur séu komnar fram svo stuttu seinna. „Ég held að það eigi alls ekki að flækja upplýsingalögin meira heldur en nauðsyn krefur. Gagnsæi í íslensku samfélagi á ekki að flækja meira en brýnustu nauðsyn beri til.“ Einnig hefur Hjálmar áhyggjur af því að breytingin gæti tafið afgreiðslu mála hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál: „Mér sýnist að það liggi í augum uppi.“ Margir blaðamenn hafa kvartað undan því hve langan tíma tekur gjarnan að fá úrskurð frá nefndinni. Á móti komi að í því frumvarpi sem varð að lögum er mælt fyrir um að skipaður sé sérstakur ráðgjafi um upplýsingarétt almennings sem starfi af hálfu stjórnvalda. Eitt að markmiðunum með þeirri breytingu var að flýta fyrir og auðvelda afgreiðslu á upplýsingabeiðnum innan stofnanna. „En þetta eitt og sér sýnist mér geta valdið enn frekari töfum á afgreiðslu upplýsingabeiðna.“ Slíkt telur Hjálmar vera mjög slæmt og komi í veg fyrir að upplýsingalögin nái markmiði sínu sem sé að auka gagnsæi og flýta fyrir aðgengi fjölmiðla og almennings að upplýsingum. Hann segir að Blaðamannafélagið ætli sér að fara betur yfir tillögurnar og senda inn umsögn á næstunni eða þegar málið fer fyrir nefnd Alþingis.
Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Stórefla tjáningfrelsi og vernda uppljóstrara í nýjum frumvarpsdrögum Tjáningarfrelsi verður stóraukið hér á landi verði fjögur frumvarpsdrög sem kynnt voru í dag að lögum. Þau fela í sér vernd uppljóstrara, nýja meðferð lögbannsmála, rýmri upplýsingalög og bætta réttastöðu blaðamanna. Opinberum starfsmönnum verður skylt að láta vita af brotum í starfsemi hins opinbera og fjölmiðlar geta leitað til dómstóla áður en lögbann kemur til framkvæmda. 7. mars 2019 21:00 Frumvarpið festi í sessi of langa bið almennings eftir upplýsingum Frumvarp forsætisráðherra leysir ekki of langan málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar um upplýsingamál heldur festir vandamálið í sessi, að mati blaðamanns. Meðalbiðtími eftir úrskurði var 212 dagar á síðasta ári. 11. júní 2019 07:15 Breyta upplýsingalögum að tillögu atvinnulífsins Forsætisráðherra kynnir nú á samráðsgátt stjórnvalda áform um breytingar á upplýsingalögum sem koma til móts við tillögur Samtaka atvinnulífsins í þágu einkahagsmuna fyrirtækja. 4. júlí 2019 08:00 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Stórefla tjáningfrelsi og vernda uppljóstrara í nýjum frumvarpsdrögum Tjáningarfrelsi verður stóraukið hér á landi verði fjögur frumvarpsdrög sem kynnt voru í dag að lögum. Þau fela í sér vernd uppljóstrara, nýja meðferð lögbannsmála, rýmri upplýsingalög og bætta réttastöðu blaðamanna. Opinberum starfsmönnum verður skylt að láta vita af brotum í starfsemi hins opinbera og fjölmiðlar geta leitað til dómstóla áður en lögbann kemur til framkvæmda. 7. mars 2019 21:00
Frumvarpið festi í sessi of langa bið almennings eftir upplýsingum Frumvarp forsætisráðherra leysir ekki of langan málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar um upplýsingamál heldur festir vandamálið í sessi, að mati blaðamanns. Meðalbiðtími eftir úrskurði var 212 dagar á síðasta ári. 11. júní 2019 07:15
Breyta upplýsingalögum að tillögu atvinnulífsins Forsætisráðherra kynnir nú á samráðsgátt stjórnvalda áform um breytingar á upplýsingalögum sem koma til móts við tillögur Samtaka atvinnulífsins í þágu einkahagsmuna fyrirtækja. 4. júlí 2019 08:00