Instagram prófar að fela „lækfjölda“ Sylvía Hall skrifar 18. júlí 2019 07:34 Yfirmaður hjá Facebook vonar að breytingarnar verði til þess að fólk deili frekar því sem það hefur áhuga á í stað þess að sækjast eftir "likes“. Vísir/Getty Samfélagsmiðillinn Instagram mun hefja nýja tilraun í því skyni að sporna við félagslegri pressu sem margir notendur segjast finna fyrir á miðlinum. Tilraunin gengur út á það að fela þau „like“ sem einstaklingar fá á færslurnar sínar og mun hefjast í nokkrum löndum í dag, þar á meðal í Ástralíu og Japan. Á vef BBC kemur fram að í stað fjölda munu notendur nú einungis sjá ákveðið notendanafn og „aðrir“ þegar kemur fram hverjum líkar við færslur. Þeir sem birta færsluna geta þó sjálfir geta séð hversu mörgum líkar við hana en aðrir notendur munu ekki sjá þann fjölda nema þeir ýti sérstaklega á yfirlit yfir hverjum hefur líkað við færsluna. Ákveðið var að ráðast í tilraunina eftir að umræða um vanlíðan notenda fór að verða meira áberandi. Notendur, þá sérstaklega ungir notendur, töluðu um aukna félagslega pressu sem fylgdi samfélagsmiðlinum og hversu miklu máli það skipti þau að fá tiltekinn fjölda „likes“ á færslur sínar. Var þetta talið ýta undir verra sjálfstraust og oft brotna sjálfsmynd. Mia Garlick, yfirmaður hjá Facebook í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, segir vonir bundnar við að tilraunin muni skila sér í betri upplifun notenda og að markmiðið sé að fólk geti farið að einblína meira á að „segja sína sögu“ en að fá tiltekin fjölda til þess að líka við færslurnar sínar. „Við vonum að þessi tilraun muni fjarlægja þá pressu sem fylgir því að fylgjast með fjölda „likes“ á færslur,“ sagði hún. Samfélagsmiðlar Tækni Tengdar fréttir Forstjóri Instagram segir upplifun Selenu Gomez af forritinu ekki sambærilega upplifun annarra Neikvæð áhrif Instagram hafa verið mikið í umræðunni, sérstaklega eftir að stórstjarnan Selena Gomez tilkynnti að hún hefði eytt forritinu úr símanum sínum. 19. júní 2019 14:46 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samfélagsmiðillinn Instagram mun hefja nýja tilraun í því skyni að sporna við félagslegri pressu sem margir notendur segjast finna fyrir á miðlinum. Tilraunin gengur út á það að fela þau „like“ sem einstaklingar fá á færslurnar sínar og mun hefjast í nokkrum löndum í dag, þar á meðal í Ástralíu og Japan. Á vef BBC kemur fram að í stað fjölda munu notendur nú einungis sjá ákveðið notendanafn og „aðrir“ þegar kemur fram hverjum líkar við færslur. Þeir sem birta færsluna geta þó sjálfir geta séð hversu mörgum líkar við hana en aðrir notendur munu ekki sjá þann fjölda nema þeir ýti sérstaklega á yfirlit yfir hverjum hefur líkað við færsluna. Ákveðið var að ráðast í tilraunina eftir að umræða um vanlíðan notenda fór að verða meira áberandi. Notendur, þá sérstaklega ungir notendur, töluðu um aukna félagslega pressu sem fylgdi samfélagsmiðlinum og hversu miklu máli það skipti þau að fá tiltekinn fjölda „likes“ á færslur sínar. Var þetta talið ýta undir verra sjálfstraust og oft brotna sjálfsmynd. Mia Garlick, yfirmaður hjá Facebook í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, segir vonir bundnar við að tilraunin muni skila sér í betri upplifun notenda og að markmiðið sé að fólk geti farið að einblína meira á að „segja sína sögu“ en að fá tiltekin fjölda til þess að líka við færslurnar sínar. „Við vonum að þessi tilraun muni fjarlægja þá pressu sem fylgir því að fylgjast með fjölda „likes“ á færslur,“ sagði hún.
Samfélagsmiðlar Tækni Tengdar fréttir Forstjóri Instagram segir upplifun Selenu Gomez af forritinu ekki sambærilega upplifun annarra Neikvæð áhrif Instagram hafa verið mikið í umræðunni, sérstaklega eftir að stórstjarnan Selena Gomez tilkynnti að hún hefði eytt forritinu úr símanum sínum. 19. júní 2019 14:46 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Forstjóri Instagram segir upplifun Selenu Gomez af forritinu ekki sambærilega upplifun annarra Neikvæð áhrif Instagram hafa verið mikið í umræðunni, sérstaklega eftir að stórstjarnan Selena Gomez tilkynnti að hún hefði eytt forritinu úr símanum sínum. 19. júní 2019 14:46