Móðir kennir umdeildu sjónvarpsatriði um sjálfsvíg dóttur sinnar Sylvía Hall skrifar 18. júlí 2019 11:09 Ástralska leikkonan Katherine Langford fer með hlutverk unglingsstúlkunnar Hönnuh Baker, aðalpersónu þáttanna 13 Reasons Why. Netflix Joyce Deithorn, móðir nítján ára stúlku sem svipti sig lífi sumarið 2017, segir lokaatriði fyrstu seríu sjónvarpsþáttanna 13 Reasons Why hafa orðið til þess að dóttir sín tók þessa afdrifaríku ákvörðun. Mæðgurnar byrjuðu að horfa á þættina saman en hún hafi fljótlega séð að þættirnir hefðu slæm áhrif á dóttur sína. Netflix tilkynnti nú á dögunum að atriðið umdeilda yrði fjarlægt úr þáttunum en það sýnir eina aðalpersónu þáttanna, Hönnuh Baker, svipta sig lífi. Atriðið var harðlega gagnrýnt af mörgum og voru þættirnir sagðir upphefja sjálfsvíg sem lausn við vanlíðan.Sjá einnig: Netflix fjarlægir umdeilt atriði úr 13 Reasons Why Emily Bragg var 19 ára gömul þegar þær mæðgur byrjuðu að horfa á þættina árið 2017. Emily hafði verið að glíma við geðhvarfasýki og aðra geðræna kvilla en hélt áfram að horfa á þættina þrátt fyrir aðvörunarorð móður sinnar. Nokkrum vikum eftir að hún horfði á lokaþáttinn framdi hún sjálfsvíg á sama hátt og aðalpersóna þáttanna. „Ég trúi því innilega að [þátturinn] hafi verið það síðasta sem þurfti til að ýta henni yfir brúnina,“ sagði móðir hennar í samtali við Buzzfeed. Hún segist enn glíma við áfallastreituröskun eftir að hafa komið að dóttur sinni.Fagaðilar höfðu varað við atriðinu Líkt og áður sagði fjalla þættirnir um hina ungu Hönnuh Baker sem fremur sjálfsvíg og skilur eftir sig kassa af upptökum sem eru stílaðar á bekkjarfélaga hennar. Þar gerir hún upp ástæður þess að hún tók ákvörðunina og vöruðu margir við því að þetta fengi ungt fólk til þess að halda að sjálfsvíg væri einhvers konar hefndaraðgerð. Atriðið var harðlega gagnrýnt, bæði af áhorfendum og fagaðilum, og var kallað eftir því að það yrði tekið út á sínum tíma. Joyce segir ákvörðun streymisveitunnar að fjarlægja atriðið vera skýra staðfestingu á því að þeir viðurkenni mistök. Hins vegar sé þetta of lítið og alltof seint. „Ég hugsaði með mér, hversu mikið ætla þeir að gangast við því að þeir beri ábyrgð á fleiri sjálfsvígum?“ Framleiðandi þáttanna svaraði fyrir atriðið þegar þættirnir voru frumsýndir og sagði sína tilfinningu vera þá að það væri mikilvægt að ungt fólk sæi að það sem þau væru að upplifa væri ekki einsdæmi. Þau væru ekki ein í því að líða illa. Einn handritshöfunda þáttanna steig einnig fram og sagði þættina vera tækifæri til þess að afsanna þær mýtur að sjálfsvíg væru friðsæl endalok og sýna áhorfendum hvernig þau litu í raun og veru út. „Þetta eyðilagði fjölskyldu mína og við erum enn að púsla lífi okkar saman. Þau höfðu heyrt frá læknum sem höfðu heyrt af hættunum og voru varaðir við áður en þættirnir voru sýndir, hvers vegna myndu þeira sýna þetta?“ spyr Joyce.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Geðheilbrigðissamtök vara við 13 Reasons Why Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda á Netflix undanfarin misseri. Headspace, áströlsk samtök um geðheilbrigði, hafa varað við þáttaröðinni á grundvelli þess að umfjöllunarefnið sé "hættulegt.“ Leikkona úr Stranger Things, annarri vinsælli Netflix-seríu, er á sama máli. 18. apríl 2017 23:42 Netflix fjarlægir umdeilt atriði úr 13 Reasons Why Streymisveitan Netflix hefur ákveðið að fjarlæga atriði úr unglinga-dramaþáttunum 13 Reasons Why, tveimur árum eftir að þættirnir rötuðu fyrst inn á Netflix. 16. júlí 2019 14:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
Joyce Deithorn, móðir nítján ára stúlku sem svipti sig lífi sumarið 2017, segir lokaatriði fyrstu seríu sjónvarpsþáttanna 13 Reasons Why hafa orðið til þess að dóttir sín tók þessa afdrifaríku ákvörðun. Mæðgurnar byrjuðu að horfa á þættina saman en hún hafi fljótlega séð að þættirnir hefðu slæm áhrif á dóttur sína. Netflix tilkynnti nú á dögunum að atriðið umdeilda yrði fjarlægt úr þáttunum en það sýnir eina aðalpersónu þáttanna, Hönnuh Baker, svipta sig lífi. Atriðið var harðlega gagnrýnt af mörgum og voru þættirnir sagðir upphefja sjálfsvíg sem lausn við vanlíðan.Sjá einnig: Netflix fjarlægir umdeilt atriði úr 13 Reasons Why Emily Bragg var 19 ára gömul þegar þær mæðgur byrjuðu að horfa á þættina árið 2017. Emily hafði verið að glíma við geðhvarfasýki og aðra geðræna kvilla en hélt áfram að horfa á þættina þrátt fyrir aðvörunarorð móður sinnar. Nokkrum vikum eftir að hún horfði á lokaþáttinn framdi hún sjálfsvíg á sama hátt og aðalpersóna þáttanna. „Ég trúi því innilega að [þátturinn] hafi verið það síðasta sem þurfti til að ýta henni yfir brúnina,“ sagði móðir hennar í samtali við Buzzfeed. Hún segist enn glíma við áfallastreituröskun eftir að hafa komið að dóttur sinni.Fagaðilar höfðu varað við atriðinu Líkt og áður sagði fjalla þættirnir um hina ungu Hönnuh Baker sem fremur sjálfsvíg og skilur eftir sig kassa af upptökum sem eru stílaðar á bekkjarfélaga hennar. Þar gerir hún upp ástæður þess að hún tók ákvörðunina og vöruðu margir við því að þetta fengi ungt fólk til þess að halda að sjálfsvíg væri einhvers konar hefndaraðgerð. Atriðið var harðlega gagnrýnt, bæði af áhorfendum og fagaðilum, og var kallað eftir því að það yrði tekið út á sínum tíma. Joyce segir ákvörðun streymisveitunnar að fjarlægja atriðið vera skýra staðfestingu á því að þeir viðurkenni mistök. Hins vegar sé þetta of lítið og alltof seint. „Ég hugsaði með mér, hversu mikið ætla þeir að gangast við því að þeir beri ábyrgð á fleiri sjálfsvígum?“ Framleiðandi þáttanna svaraði fyrir atriðið þegar þættirnir voru frumsýndir og sagði sína tilfinningu vera þá að það væri mikilvægt að ungt fólk sæi að það sem þau væru að upplifa væri ekki einsdæmi. Þau væru ekki ein í því að líða illa. Einn handritshöfunda þáttanna steig einnig fram og sagði þættina vera tækifæri til þess að afsanna þær mýtur að sjálfsvíg væru friðsæl endalok og sýna áhorfendum hvernig þau litu í raun og veru út. „Þetta eyðilagði fjölskyldu mína og við erum enn að púsla lífi okkar saman. Þau höfðu heyrt frá læknum sem höfðu heyrt af hættunum og voru varaðir við áður en þættirnir voru sýndir, hvers vegna myndu þeira sýna þetta?“ spyr Joyce.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér.
Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Geðheilbrigðissamtök vara við 13 Reasons Why Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda á Netflix undanfarin misseri. Headspace, áströlsk samtök um geðheilbrigði, hafa varað við þáttaröðinni á grundvelli þess að umfjöllunarefnið sé "hættulegt.“ Leikkona úr Stranger Things, annarri vinsælli Netflix-seríu, er á sama máli. 18. apríl 2017 23:42 Netflix fjarlægir umdeilt atriði úr 13 Reasons Why Streymisveitan Netflix hefur ákveðið að fjarlæga atriði úr unglinga-dramaþáttunum 13 Reasons Why, tveimur árum eftir að þættirnir rötuðu fyrst inn á Netflix. 16. júlí 2019 14:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
Geðheilbrigðissamtök vara við 13 Reasons Why Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda á Netflix undanfarin misseri. Headspace, áströlsk samtök um geðheilbrigði, hafa varað við þáttaröðinni á grundvelli þess að umfjöllunarefnið sé "hættulegt.“ Leikkona úr Stranger Things, annarri vinsælli Netflix-seríu, er á sama máli. 18. apríl 2017 23:42
Netflix fjarlægir umdeilt atriði úr 13 Reasons Why Streymisveitan Netflix hefur ákveðið að fjarlæga atriði úr unglinga-dramaþáttunum 13 Reasons Why, tveimur árum eftir að þættirnir rötuðu fyrst inn á Netflix. 16. júlí 2019 14:30