Magnús Geir sækir um starf Þjóðleikhússtjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2019 10:36 Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri RÚV. Fréttablaðið/Stefán Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hefur ákveðið að sækja um starf Þjóðleikhússtjóra. Þetta tilkynnti Magnús Geir samstarfsfólki sínu í Efstaleitinu í morgun. Magnús Geir var á sínum tíma leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu og sömuleiðis hjá Leikfélagi Akureyrar fyrir norðan. „Ég hef ákveðið að sækja um þessa stöðu. Svo á eftir að koma í ljós hvað kemur út úr því. Ég hef verið í leikhúsi alla mína ævi þangað til ég fór í útvarpið fyrir rúmum fimm árum,“ segir Magnús Geir í samtali við Vísi. Hann segir starf sitt hjá RÚV afar skemmtilegt en það sem ráði för sé að hann sé leikhúsmaður af lífi og sál. „Ég hef brennandi löngun og áhuga á þessu,“ segir Magnús Geir en koma verði í ljós hvernig ráðningin fari. Hann bíði pollrólegur.Brynhildur Guðjónsdóttir vann verðlaun fyrir leikstjórn ársins en hún leikstýrði Ríkharði III.Fréttablaðið/EyþórAri Matthíasson hefur gegnt stöðu Þjóðleikhússtjóra undanfarin tæp fimm ár. Hann gefur áfram kost á sér til verksins. Hann staðfestir þetta í samtali við Vísi. Þá hefur Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona sömuleiðis lýst yfir áhuga sínum á starfinu. „Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur upp úr hattinum,“ segir Brynhildur í samtali við Vísi aðspurð hvort hún hafi ekki örugglega sótt um, eins og hún gaf í skyn fyrir nokkrum vikum. Hún segir ljóst að þungaviktarfólk muni bítast um stöðuna. Fleiri hafa verið orðaðir við starfið og meðal þeirra sem hafa verið nefndir eru Marta Nordal, leikhússtjóri á Akureyri, og Gísli Örn Garðarson hjá Vesturporti. Þau sögðu bæði í samtali við Vísi að þau hefðu ekki sótt um í þetta skiptið.Fyrsta verkefni nýs ÞjóðleikhúsráðsGreint var frá því um helgina að nýtt Þjóðleikhúsráð hefði verið skipað en það tekur formlega til starfa í dag. Frestur til að sækja um starf Þjóðleikhússtjóra rennur út samstundis. Fyrsta verkefni ráðsins er því mikilvægt, að ráða skipstjóra í brúna til næstu fimm ára. Nýskipaður formaður ráðsins er Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri og rithöfundur, varaformaður ráðsins verður Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri en bæði eru þau skipuð af ráðherra. Þá hafa einnig verið skipuð í ráðið þau Sigmundur Örn Arngrímsson leikari sem tilnefndur var af Félagi íslenskra leikara. Fulltrúi Félags leikstjóra á Íslandi verður Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor Listaháskóla Íslands. Síðasti fulltrúi ráðsins er Pétur Gunnarsson rithöfundur skipaður af ráðherra. Varamenn í ráðinu eru Jóna Finnsdóttir, Magnús Árni Skúlason og Baldur Þórir Guðmundsson skipuð án tilnefningar, Karen María Jónsdóttir tilnefnd af Félagi íslenskra leikara og Arnbjörg María Daníelsen tilnefnd af Félagi leikstjóra á Íslandi.Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri hefur áhuga á að stýra leikhúsinu áfram næstu fimm árin.Vísir/EgillAð neðan má sjá tölvuskeyti Magnúsar Geirs til samstarfsfólks á RÚV.„Eins og þið vitið sjálfsagt, þá hafði ég verið í leikhúsinu allt mitt líf, þegar mér bauðst að taka við stjórn RÚV fyrir rúmum fimm árum. Ég er ótrúlega stoltur af þeim árangri sem við höfum náð í sameiningu á síðustu misserum og ég er mjög ánægður í starfi mínu hér. Á hverjum degi finn ég hvað RÚV skiptir landsmenn miklu máli og hvað RÚV er mikilvægt og jákvætt hreyfiafl. Þrátt fyrir að vera ánægður í starfi og að allt gangi hér vel, þá á leikhúsið samt alltaf rosalega stóran sess í hjarta mínu. Mér finnst fátt magnaðra en að sitja í leikhúsi þar sem hópur fólks deilir upplifun og lætur hreyfa við sér með sögum sem skipta máli. Nú er mér ákveðinn vandi á höndum því staða þjóðleikhússtjóra er laus til umsóknar frá næstu áramótum. Ég vil tilkynna ykkur, fyrstum af öllum, að ég hef eftir nokkra umhugsun ákveðið að sækjast eftir starfinu. Ég trúi því að ég hafi heilmikið fram að færa í það starf og mig langar mikið að fá aftur að taka þátt í leikhústöfrunum. Þá hef ég að undanförnu fengið hvatningar frá leikhúsfólki sem ég tek mark á og þykir vænt um. Ég vona að þið skiljið og virðið þessa ákvörðun mína, kæru vinir. Ekkert er þó í hendi enn. Þótt ég leyfi mér að vera bjartsýnn, þá á að sjálfsögðu eftir að koma í ljós hvernig umsóknarferlið þróast og hver niðurstaðan verður. Ég þarf varla að taka fram að þótt ég hafi sótt um þessa stöðu nú, þá hefur það engin áhrif á öll þau skemmtilegu og mikilvægu verkefni sem við erum að vinna að saman. Sú góða sigling heldur áfram.“ Fjölmiðlar Leikhús Vistaskipti Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hefur ákveðið að sækja um starf Þjóðleikhússtjóra. Þetta tilkynnti Magnús Geir samstarfsfólki sínu í Efstaleitinu í morgun. Magnús Geir var á sínum tíma leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu og sömuleiðis hjá Leikfélagi Akureyrar fyrir norðan. „Ég hef ákveðið að sækja um þessa stöðu. Svo á eftir að koma í ljós hvað kemur út úr því. Ég hef verið í leikhúsi alla mína ævi þangað til ég fór í útvarpið fyrir rúmum fimm árum,“ segir Magnús Geir í samtali við Vísi. Hann segir starf sitt hjá RÚV afar skemmtilegt en það sem ráði för sé að hann sé leikhúsmaður af lífi og sál. „Ég hef brennandi löngun og áhuga á þessu,“ segir Magnús Geir en koma verði í ljós hvernig ráðningin fari. Hann bíði pollrólegur.Brynhildur Guðjónsdóttir vann verðlaun fyrir leikstjórn ársins en hún leikstýrði Ríkharði III.Fréttablaðið/EyþórAri Matthíasson hefur gegnt stöðu Þjóðleikhússtjóra undanfarin tæp fimm ár. Hann gefur áfram kost á sér til verksins. Hann staðfestir þetta í samtali við Vísi. Þá hefur Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona sömuleiðis lýst yfir áhuga sínum á starfinu. „Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur upp úr hattinum,“ segir Brynhildur í samtali við Vísi aðspurð hvort hún hafi ekki örugglega sótt um, eins og hún gaf í skyn fyrir nokkrum vikum. Hún segir ljóst að þungaviktarfólk muni bítast um stöðuna. Fleiri hafa verið orðaðir við starfið og meðal þeirra sem hafa verið nefndir eru Marta Nordal, leikhússtjóri á Akureyri, og Gísli Örn Garðarson hjá Vesturporti. Þau sögðu bæði í samtali við Vísi að þau hefðu ekki sótt um í þetta skiptið.Fyrsta verkefni nýs ÞjóðleikhúsráðsGreint var frá því um helgina að nýtt Þjóðleikhúsráð hefði verið skipað en það tekur formlega til starfa í dag. Frestur til að sækja um starf Þjóðleikhússtjóra rennur út samstundis. Fyrsta verkefni ráðsins er því mikilvægt, að ráða skipstjóra í brúna til næstu fimm ára. Nýskipaður formaður ráðsins er Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri og rithöfundur, varaformaður ráðsins verður Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri en bæði eru þau skipuð af ráðherra. Þá hafa einnig verið skipuð í ráðið þau Sigmundur Örn Arngrímsson leikari sem tilnefndur var af Félagi íslenskra leikara. Fulltrúi Félags leikstjóra á Íslandi verður Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor Listaháskóla Íslands. Síðasti fulltrúi ráðsins er Pétur Gunnarsson rithöfundur skipaður af ráðherra. Varamenn í ráðinu eru Jóna Finnsdóttir, Magnús Árni Skúlason og Baldur Þórir Guðmundsson skipuð án tilnefningar, Karen María Jónsdóttir tilnefnd af Félagi íslenskra leikara og Arnbjörg María Daníelsen tilnefnd af Félagi leikstjóra á Íslandi.Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri hefur áhuga á að stýra leikhúsinu áfram næstu fimm árin.Vísir/EgillAð neðan má sjá tölvuskeyti Magnúsar Geirs til samstarfsfólks á RÚV.„Eins og þið vitið sjálfsagt, þá hafði ég verið í leikhúsinu allt mitt líf, þegar mér bauðst að taka við stjórn RÚV fyrir rúmum fimm árum. Ég er ótrúlega stoltur af þeim árangri sem við höfum náð í sameiningu á síðustu misserum og ég er mjög ánægður í starfi mínu hér. Á hverjum degi finn ég hvað RÚV skiptir landsmenn miklu máli og hvað RÚV er mikilvægt og jákvætt hreyfiafl. Þrátt fyrir að vera ánægður í starfi og að allt gangi hér vel, þá á leikhúsið samt alltaf rosalega stóran sess í hjarta mínu. Mér finnst fátt magnaðra en að sitja í leikhúsi þar sem hópur fólks deilir upplifun og lætur hreyfa við sér með sögum sem skipta máli. Nú er mér ákveðinn vandi á höndum því staða þjóðleikhússtjóra er laus til umsóknar frá næstu áramótum. Ég vil tilkynna ykkur, fyrstum af öllum, að ég hef eftir nokkra umhugsun ákveðið að sækjast eftir starfinu. Ég trúi því að ég hafi heilmikið fram að færa í það starf og mig langar mikið að fá aftur að taka þátt í leikhústöfrunum. Þá hef ég að undanförnu fengið hvatningar frá leikhúsfólki sem ég tek mark á og þykir vænt um. Ég vona að þið skiljið og virðið þessa ákvörðun mína, kæru vinir. Ekkert er þó í hendi enn. Þótt ég leyfi mér að vera bjartsýnn, þá á að sjálfsögðu eftir að koma í ljós hvernig umsóknarferlið þróast og hver niðurstaðan verður. Ég þarf varla að taka fram að þótt ég hafi sótt um þessa stöðu nú, þá hefur það engin áhrif á öll þau skemmtilegu og mikilvægu verkefni sem við erum að vinna að saman. Sú góða sigling heldur áfram.“
Fjölmiðlar Leikhús Vistaskipti Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira