RÚV og Google Ólöf Skaftadóttir skrifar 3. júlí 2019 07:00 Úrræðaleysi stjórnmálamanna í málefnum einkarekinn fjölmiðla er algjört. Á meðan vex Ríkisútvarpið og dafnar með margra milljarða meðgjöf frá almenningi auk þess sem stofnunin er í bullandi samkeppni við einkamiðla um auglýsingatekjur í ójöfnum leik. Nýjasta dæmið um skilningsleysi stjórnmálamannanna er svar ráðuneyta við fyrirspurn frá Píratanum Birni Leví Gunnarssyni sem spurði um kaup stofnana ríkisins á auglýsingum á erlendum samfélagsmiðlum. Fréttablaðið tók tölurnar saman og í ljós kom að dæmi eru um að útgjöld til slíks hafi ríflega tífaldast á árunum 2015-2018. „Stefnan var að efla íslenska fjölmiðla og þarna er sérstaklega verið að taka ákvörðun um að auglýsa annars staðar. Tekjur flestra fjölmiðla eru í auglýsingasölu og þarna er verið að beina auglýsingatekjum annað,“ sagði Björn Leví. Í fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra þar sem gert er ráð fyrir að skipta 350 milljóna framlagi frá ríkinu milli einkamiðla er tækniþróun fjölmiðlamarkaðarins tekin fyrir. Þar segir að Ísland hafi ekki farið varhluta af þeim breytingum á rekstrarumhverfi sem átt hafa sér stað síðustu ár með aukinni tækniþróun og alþjóðavæðingu. Þar er einnig tekið fram að æ stærri hluti auglýsingatekna renni til erlendra samfélagsmiðla og leitarvéla sem sé sjálfstætt vandamál. Það skýtur því skökku við að á meðan ráðherrann þykist skilja þann bráðavanda sem að íslenskum fjölmiðlum steðjar snýr hún sér við og kaupir auglýsingar af þeim sömu og hún segir vera við það að ganga af íslenskum fjölmiðlamarkaði dauðum. Samkeppni íslenskra einkamiðla við erlend fyrirtæki á borð við Google og Facebook er staðreynd. Henni væri hægt að taka fagnandi ef stjórnmálamenn löguðu lagaumhverfið að nútímanum, í stað þess að bjóða upp á miðjumoð á borð við það frumvarp sem nú liggur á borðinu. Af mörgu er að taka. Ein hugmynd er að leyfa auglýsingar á áfengi í íslenskum miðlum. Rökin fyrir banninu eru löngu fallin um sjálf sig. Áfengisauglýsingar er að finna úti um allt. Netið hefur orðið til þess að áfengisauglýsingar sjá allir, þótt þær séu bannaðar í dagblöðum. Þær eru í erlendum tímaritum sem flutt eru til landsins og seld í íslenskum bókabúðum. Þær eru á samfélagsmiðlum sem heyra ekki undir íslenska lögsögu en allir hafa aðgang að og svo í beinum sjónvarpsútsendingum, aðallega frá íþróttaleikjum. Á meðan stjórnmálamenn tala um mikilvægi fjölmiðla á tyllidögum er beint framlag ríkisins til Ríkisútvarpsins um 4,7 milljarðar á ári. RÚV sækir svo um 2,3 milljarða til viðbótar með auglýsingasölu í samkeppni við einkareknu miðlana. Draumsýn menntamálaráðherra með fjölmiðlafrumvarpi sínu er sú að eitthvað lagist á rammskökkum fjölmiðlamarkaði með því að ríkið leggi fram til einkamiðlanna það sem nemur um 5 prósentum af árlegri forgjöf Ríkisútvarpsins. Og svo auglýsir hún draumsýnina á Facebook. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Úrræðaleysi stjórnmálamanna í málefnum einkarekinn fjölmiðla er algjört. Á meðan vex Ríkisútvarpið og dafnar með margra milljarða meðgjöf frá almenningi auk þess sem stofnunin er í bullandi samkeppni við einkamiðla um auglýsingatekjur í ójöfnum leik. Nýjasta dæmið um skilningsleysi stjórnmálamannanna er svar ráðuneyta við fyrirspurn frá Píratanum Birni Leví Gunnarssyni sem spurði um kaup stofnana ríkisins á auglýsingum á erlendum samfélagsmiðlum. Fréttablaðið tók tölurnar saman og í ljós kom að dæmi eru um að útgjöld til slíks hafi ríflega tífaldast á árunum 2015-2018. „Stefnan var að efla íslenska fjölmiðla og þarna er sérstaklega verið að taka ákvörðun um að auglýsa annars staðar. Tekjur flestra fjölmiðla eru í auglýsingasölu og þarna er verið að beina auglýsingatekjum annað,“ sagði Björn Leví. Í fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra þar sem gert er ráð fyrir að skipta 350 milljóna framlagi frá ríkinu milli einkamiðla er tækniþróun fjölmiðlamarkaðarins tekin fyrir. Þar segir að Ísland hafi ekki farið varhluta af þeim breytingum á rekstrarumhverfi sem átt hafa sér stað síðustu ár með aukinni tækniþróun og alþjóðavæðingu. Þar er einnig tekið fram að æ stærri hluti auglýsingatekna renni til erlendra samfélagsmiðla og leitarvéla sem sé sjálfstætt vandamál. Það skýtur því skökku við að á meðan ráðherrann þykist skilja þann bráðavanda sem að íslenskum fjölmiðlum steðjar snýr hún sér við og kaupir auglýsingar af þeim sömu og hún segir vera við það að ganga af íslenskum fjölmiðlamarkaði dauðum. Samkeppni íslenskra einkamiðla við erlend fyrirtæki á borð við Google og Facebook er staðreynd. Henni væri hægt að taka fagnandi ef stjórnmálamenn löguðu lagaumhverfið að nútímanum, í stað þess að bjóða upp á miðjumoð á borð við það frumvarp sem nú liggur á borðinu. Af mörgu er að taka. Ein hugmynd er að leyfa auglýsingar á áfengi í íslenskum miðlum. Rökin fyrir banninu eru löngu fallin um sjálf sig. Áfengisauglýsingar er að finna úti um allt. Netið hefur orðið til þess að áfengisauglýsingar sjá allir, þótt þær séu bannaðar í dagblöðum. Þær eru í erlendum tímaritum sem flutt eru til landsins og seld í íslenskum bókabúðum. Þær eru á samfélagsmiðlum sem heyra ekki undir íslenska lögsögu en allir hafa aðgang að og svo í beinum sjónvarpsútsendingum, aðallega frá íþróttaleikjum. Á meðan stjórnmálamenn tala um mikilvægi fjölmiðla á tyllidögum er beint framlag ríkisins til Ríkisútvarpsins um 4,7 milljarðar á ári. RÚV sækir svo um 2,3 milljarða til viðbótar með auglýsingasölu í samkeppni við einkareknu miðlana. Draumsýn menntamálaráðherra með fjölmiðlafrumvarpi sínu er sú að eitthvað lagist á rammskökkum fjölmiðlamarkaði með því að ríkið leggi fram til einkamiðlanna það sem nemur um 5 prósentum af árlegri forgjöf Ríkisútvarpsins. Og svo auglýsir hún draumsýnina á Facebook.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun