Allir leikmenn Perú vildu greinilega kossinn frá leikkonunni og hún er búin að velja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2019 09:00 Leikmenn Peru fagna og til vinstri er umrædd Stephanie Cayo. Mynd/Samsett/AP og Getty Perú hefur sjaldan spilað betur en í nótt þegar liðið rúllaði 3-0 yfir Síle í undanúrslitaleik Suðurameríkubikarsins. Liðið sem skoraði aðeins þrjú mörk í fyrstu fjórum leikjum keppninnar og tapaði meðal annars 5-0 fyrir Brasilíu í riðlakeppninni er nú komið alla leið í úrslitaleikinn. Það er allt sem bendir til þess að loforð leikkonunnar fallegu Stephanie Cayo hafi heldur betur kveikt í perúsku landsliðsmönnunum. Frammistaða þeirra sá líka til þess að Perú mætir Brasilíu í úrslitaleiknum á sunnudaginn.Y ahora BRASIL... pic.twitter.com/pRcx3MA0Y7 — Stephanie Cayo (@Stephanie_Cayo) July 4, 2019Stephanie Cayo er mikil fótboltaáhugakona og lofaði þeim leikmanni landsliðsins kossi sem tryggði liðinu sæti í úrslitaleiknum. Hin gullfallega Stephanie er leikkona, söngkona og fyrirsæta. Hún vakti mikla athygli fyrir leik sinn í Netflix-þáttunum Club de Cuervos sem eru um ríka fjölskyldu sem á fótboltalið. Perúska liðið spilaði sinn langbesta leik í keppninni í nótt, skoraði þrjú mörk og hélt marki sínu hreinu. Það voru því margar hetjur hjá liðinu. Enginn skoraði tvö mörk og ekki fær einn af markaskorurum liðsins kossinn. Stephanie Cayo birti val sitt á Twitter. Hún valdi markvörðinn Pedro Gallese. Pedro Gallese varði nokkrum sinnum vel frá Sílemönnum í seinni hálfleiknum og endaði síðan leikinn á því að verja víti. Hér fyrir neðan má sjá val Stephanie Cayo.Gallese — Stephanie Cayo (@Stephanie_Cayo) July 4, 2019Hún hrósaði líka öllu liðinu og að þeir hafi spilað eins og eitt lið í þessum leik. Þeir ættu í raun allir skilið koss. Það verður erfitt fyrir Stephanie Cayo að lofa einhverju meiru í úrslitaleiknum á móti Brasilíu á sunnudaginn. Það eru örugglega fáir utan Perú sem hafa trú á liðinu á móti gríðarlega sterku liði heimamanna. Önnur eins frammistaða og í nótt og þá er aldrei að vita.PARTIDAZO! Han jugado como un verdadero equipo. Un besazo se merecen! a mi selección a mi Perú. Que bárbaros. — Stephanie Cayo (@Stephanie_Cayo) July 4, 2019 Copa América Perú Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Sjá meira
Perú hefur sjaldan spilað betur en í nótt þegar liðið rúllaði 3-0 yfir Síle í undanúrslitaleik Suðurameríkubikarsins. Liðið sem skoraði aðeins þrjú mörk í fyrstu fjórum leikjum keppninnar og tapaði meðal annars 5-0 fyrir Brasilíu í riðlakeppninni er nú komið alla leið í úrslitaleikinn. Það er allt sem bendir til þess að loforð leikkonunnar fallegu Stephanie Cayo hafi heldur betur kveikt í perúsku landsliðsmönnunum. Frammistaða þeirra sá líka til þess að Perú mætir Brasilíu í úrslitaleiknum á sunnudaginn.Y ahora BRASIL... pic.twitter.com/pRcx3MA0Y7 — Stephanie Cayo (@Stephanie_Cayo) July 4, 2019Stephanie Cayo er mikil fótboltaáhugakona og lofaði þeim leikmanni landsliðsins kossi sem tryggði liðinu sæti í úrslitaleiknum. Hin gullfallega Stephanie er leikkona, söngkona og fyrirsæta. Hún vakti mikla athygli fyrir leik sinn í Netflix-þáttunum Club de Cuervos sem eru um ríka fjölskyldu sem á fótboltalið. Perúska liðið spilaði sinn langbesta leik í keppninni í nótt, skoraði þrjú mörk og hélt marki sínu hreinu. Það voru því margar hetjur hjá liðinu. Enginn skoraði tvö mörk og ekki fær einn af markaskorurum liðsins kossinn. Stephanie Cayo birti val sitt á Twitter. Hún valdi markvörðinn Pedro Gallese. Pedro Gallese varði nokkrum sinnum vel frá Sílemönnum í seinni hálfleiknum og endaði síðan leikinn á því að verja víti. Hér fyrir neðan má sjá val Stephanie Cayo.Gallese — Stephanie Cayo (@Stephanie_Cayo) July 4, 2019Hún hrósaði líka öllu liðinu og að þeir hafi spilað eins og eitt lið í þessum leik. Þeir ættu í raun allir skilið koss. Það verður erfitt fyrir Stephanie Cayo að lofa einhverju meiru í úrslitaleiknum á móti Brasilíu á sunnudaginn. Það eru örugglega fáir utan Perú sem hafa trú á liðinu á móti gríðarlega sterku liði heimamanna. Önnur eins frammistaða og í nótt og þá er aldrei að vita.PARTIDAZO! Han jugado como un verdadero equipo. Un besazo se merecen! a mi selección a mi Perú. Que bárbaros. — Stephanie Cayo (@Stephanie_Cayo) July 4, 2019
Copa América Perú Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Sjá meira