Brassar sýndu klærnar og rústuðu Perúmönnum | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júní 2019 20:45 Brassar buðu upp á markaveislu í kvöld. vísir/getty Eftir að hafa verið púaðir af velli eftir markalausa jafnteflið við Venesúela sýndi Brasilía klærnar gegn Perú og vann 0-5 sigur í lokaleik sínum í A-riðli Suður-Ameríkukeppninnar í kvöld. Brassar fengu sjö stig í riðlinum og héldu hreinu í öllum þremur leikjunum sínum. Perúmenn þurfa hins vegar að bíða eftir úrslitum í hinum riðlunum til að vita hvort þeir komist í 8-liða úrslit. Casemiro kom Brasilíu yfir á 12. mínútu. Sjö mínútum síðar skoraði Roberto Firmino annað mark Brassa sem var í skrautlegri kantinum. Markvörður Perú, Pedro Gallese, skaut boltanum þá í Firmino og boltinn fór af honum og í slána. Liverpool-maðurinn fékk svo boltann aftur, lék á Gallese og skoraði af öryggi. Á 32. mínútu skoraði Everton þriðja mark Brassa og fyrirliðinn Dani Alves gerði það fjórða á 53. mínútu. Hann rak þá smiðshöggið á frábæra sókn Brasilíu. Á lokamínútunni bætti varamaðurinn Willian fimmta markinu við með frábæru skoti. Gabriel Jesus fékk gullið tækifæri til að skora sjötta mark Brassa í uppbótartíma en Gallese varði vítaspyrnu hans. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Copa América
Eftir að hafa verið púaðir af velli eftir markalausa jafnteflið við Venesúela sýndi Brasilía klærnar gegn Perú og vann 0-5 sigur í lokaleik sínum í A-riðli Suður-Ameríkukeppninnar í kvöld. Brassar fengu sjö stig í riðlinum og héldu hreinu í öllum þremur leikjunum sínum. Perúmenn þurfa hins vegar að bíða eftir úrslitum í hinum riðlunum til að vita hvort þeir komist í 8-liða úrslit. Casemiro kom Brasilíu yfir á 12. mínútu. Sjö mínútum síðar skoraði Roberto Firmino annað mark Brassa sem var í skrautlegri kantinum. Markvörður Perú, Pedro Gallese, skaut boltanum þá í Firmino og boltinn fór af honum og í slána. Liverpool-maðurinn fékk svo boltann aftur, lék á Gallese og skoraði af öryggi. Á 32. mínútu skoraði Everton þriðja mark Brassa og fyrirliðinn Dani Alves gerði það fjórða á 53. mínútu. Hann rak þá smiðshöggið á frábæra sókn Brasilíu. Á lokamínútunni bætti varamaðurinn Willian fimmta markinu við með frábæru skoti. Gabriel Jesus fékk gullið tækifæri til að skora sjötta mark Brassa í uppbótartíma en Gallese varði vítaspyrnu hans. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti