Byltingin olnbogar sig inn í lífeyrissjóð Helgi Vífill Júlíusson skrifar 25. júní 2019 08:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á það til að snöggreiðast eins og er háttur margra öflugra og litríkra baráttumanna. Stundum tekst honum þó ekki að beina reiðinni í rétta átt, á réttum tíma, í réttum mæli, fyrir réttar sakir og á réttan máta, svo gripið sé í siðfræði Aristótelesar. Það geta allir látið skapið hlaupa með sig í gönur í hita leiksins. Það er mannlegt. Þegar reiðin sjatnar þarf að hafa hugrekki til að líta í eigin barm. Því miður hefur Ragnar Þór ekki axlað ábyrgð á framferði sínu gagnvart stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Viðurkennt að hann hafi brugðist of harkalega við þegar sjóðurinn hækkaði húsnæðislánavexti á tilteknu láni – því stjórnin gætti hagsmuna sjóðfélaga – og einfaldlega beðist afsökunar á því að hafa róið að því öllum árum að draga til baka umboð fjögurra stjórnarmanna sem VR skipar í sjóðinn. Þarna hafði Ragnar Þór ekki hagsmuni sjóðfélaga í fyrirrúmi. Það má einfaldlega ekki líta á sjö hundruð milljarða lífeyrissjóð sem vopn í pólitískri stéttabaráttu. Hlutverk hans er að greiða launþegum ellilífeyri og þarf hann því að skila ásættanlegri ávöxtun. Flestir gera sér grein fyrir því. Þetta er ekki eilífðar gullkista. Jafnvel þótt íslenska lífeyrissjóðakerfið sé í fremstu röð glímir það við tvenns konar áskoranir. Annars vegar fer vaxtastig lækkandi á heimsvísu. Það verður því æ erfiðara að ná ásættanlegri ávöxtun. Hins vegar er óvíst hve lengi unga fólkið í dag mun lifa en gera má ráð fyrir að margt verði það enn eldra en fyrri kynslóðir. Langlífið krefst hærri lífeyrisgreiðslna. Það er hættulegt að Ragnar Þór og samstarfsmenn geti skipt út hálfri stjórn lífeyrissjóðsins þegar þeim hentar. Stjórnarmenn eiga einungis að fara eftir eigin samvisku og hafa hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi. Rétt er að bera ekki fullt trausts til þeirra stjórnarmanna sem VR hefur skipað í LIVE. Þeir sitja einungis í stjórninni svo lengi sem Ragnar Þór og samstarfsmenn eru ánægðir með þeirra störf. Og VR virðist ekki leggja höfuðáherslu á arðsemi. Fulltrúi launþegahreyfingarinnar verður stjórnarformaður LIVE næstu þrjú árin. Hann fékk 340 þúsund krónur á mánuði í laun og stjórnarmenn 170 þúsund krónur árið 2018. Það borgar sig að halda VR-félögum sáttum. Það er því rökrétt að sjóðfélagar LIVE hafi þungar áhyggjur af stöðunni. Byltingin hefur hreiðrað um sig í ellilífeyri þeirra. Það er hættuspil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, á það til að snöggreiðast eins og er háttur margra öflugra og litríkra baráttumanna. Stundum tekst honum þó ekki að beina reiðinni í rétta átt, á réttum tíma, í réttum mæli, fyrir réttar sakir og á réttan máta, svo gripið sé í siðfræði Aristótelesar. Það geta allir látið skapið hlaupa með sig í gönur í hita leiksins. Það er mannlegt. Þegar reiðin sjatnar þarf að hafa hugrekki til að líta í eigin barm. Því miður hefur Ragnar Þór ekki axlað ábyrgð á framferði sínu gagnvart stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Viðurkennt að hann hafi brugðist of harkalega við þegar sjóðurinn hækkaði húsnæðislánavexti á tilteknu láni – því stjórnin gætti hagsmuna sjóðfélaga – og einfaldlega beðist afsökunar á því að hafa róið að því öllum árum að draga til baka umboð fjögurra stjórnarmanna sem VR skipar í sjóðinn. Þarna hafði Ragnar Þór ekki hagsmuni sjóðfélaga í fyrirrúmi. Það má einfaldlega ekki líta á sjö hundruð milljarða lífeyrissjóð sem vopn í pólitískri stéttabaráttu. Hlutverk hans er að greiða launþegum ellilífeyri og þarf hann því að skila ásættanlegri ávöxtun. Flestir gera sér grein fyrir því. Þetta er ekki eilífðar gullkista. Jafnvel þótt íslenska lífeyrissjóðakerfið sé í fremstu röð glímir það við tvenns konar áskoranir. Annars vegar fer vaxtastig lækkandi á heimsvísu. Það verður því æ erfiðara að ná ásættanlegri ávöxtun. Hins vegar er óvíst hve lengi unga fólkið í dag mun lifa en gera má ráð fyrir að margt verði það enn eldra en fyrri kynslóðir. Langlífið krefst hærri lífeyrisgreiðslna. Það er hættulegt að Ragnar Þór og samstarfsmenn geti skipt út hálfri stjórn lífeyrissjóðsins þegar þeim hentar. Stjórnarmenn eiga einungis að fara eftir eigin samvisku og hafa hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi. Rétt er að bera ekki fullt trausts til þeirra stjórnarmanna sem VR hefur skipað í LIVE. Þeir sitja einungis í stjórninni svo lengi sem Ragnar Þór og samstarfsmenn eru ánægðir með þeirra störf. Og VR virðist ekki leggja höfuðáherslu á arðsemi. Fulltrúi launþegahreyfingarinnar verður stjórnarformaður LIVE næstu þrjú árin. Hann fékk 340 þúsund krónur á mánuði í laun og stjórnarmenn 170 þúsund krónur árið 2018. Það borgar sig að halda VR-félögum sáttum. Það er því rökrétt að sjóðfélagar LIVE hafi þungar áhyggjur af stöðunni. Byltingin hefur hreiðrað um sig í ellilífeyri þeirra. Það er hættuspil.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun