Trump segir að öllum árásum verði svarað af fullum krafti Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. júní 2019 07:30 Trump undirritaði tilskipun um nýjar þvinganir fyrr í vikunni. Nordicphotos/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á Twitter í gær að öllum írönskum árásum gegn bandarískum skotmörkum yrði svarað af fullum krafti. „Í sumum tilfellum verður um gjöreyðingu að ræða,“ tísti forsetinn. Sá bandaríski var að ræða um sjónvarpsávarp Hassans Rouhani, forseta Írans, sem birt var í gær. Þar svaraði Rouhani ákvörðun Trump-stjórnarinnar frá því á mánudag er Bandaríkjaforseti undirritaði enn frekari viðskiptaþvinganir gegn Íran. Þvinganirnar beinast einna helst gegn írönskum stjórnmálamönnum, meðal annars æðstaklerknum Ali Khamenei. „Gjörðir Hvíta hússins [bandaríska forsetaembættisins] sýna fram á að það stríðir við þroskahömlun,“ sagði Rouhani. Hann sagði aukinheldur að þvinganirnar væru tilgangslausar og að ákvörðunin þýddi að samningsvilji Bandaríkjanna væri einungis sýndarmennska. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, sagði um hinar nýju þvinganir að þær myndu gera það að verkum að annaðhvort áttuðu Íranar sig á stöðunni eða frekari þvingana væri þörf. „Það verður, held ég, samspil þvingana og annars konar aðgerða sem fær Íran að borðinu.“Hassan Rouhani, forseti Írans, sagði að bandaríska forsetaembættið stríddi við þroskahömlun.Nordicphotos/AFPAbbas Mousavi, upplýsingafulltrúi íranska utanríkisráðuneytisins, var á sama máli og forsetinn. Sagði þvinganirnar gegn Khamenei gagnslausar og að þær kæmu í veg fyrir viðræður. „Övæntingarfull ríkisstjórn Trumps eyðileggur nú viðurkennda öryggisventla alþjóðasamfélagsins.“ En aftur að tístum bandaríska forsetans. Auk þess að ræða um gjöreyðingu skotmarka í Íran sagði hann að yfirlýsing Rouhanis sýndi fram á að Íransstjórn væri úr öllu sambandi við raunveruleikann. „Stjórnvöld í Íran skilja ekki hugtök á borð við kurteisi eða samkennd og hafa aldrei gert. Því miður skilja þau styrk og mátt. Bandaríkin eru langöflugasta hernaðarveldi heims og hafa varið 1,5 billjónum dala í varnarmál undanfarin tvö ár,“ tísti forsetinn og bætti við: „Hin frábæra íranska þjóð þjáist nú að tilgangslausu. Leiðtogar hennar verja öllu sínu fé í hryðjuverkastarfsemi og fátt annað. Bandaríkin hafa ekki gleymt því að Íran hefur beitt sprengjum sem hafa deytt 2.000 Bandaríkjamenn og sært fjölda til viðbótar.“ Samband Írans og Bandaríkjanna hefur versnað stöðugt frá því að Trump tók við embætti og rifti kjarnorkusamningi Írans, Bandaríkjanna, Kína, Frakklands, Þýskalands, ESB, Rússlands og Bretlands (JCPOA). Samningurinn gekk út á afléttingu þvingana gegn því að Íran frysti kjarnorkuáætlun sína en eftir riftunina setti Trump-stjórnin á þvinganir á ný. Önnur aðildarríki hafa reynt að halda í samninginn en í maí sagði Rouhani að Íran myndi hætta að framfylgja plagginu nema hin ríkin vernduðu Íran gegn þeim bandarísku þvingunum sem hafa stórskaðað íranskt hagkerfi. Deilan hefur svo harðnað til muna í júnímánuði. Bandaríkin kenndu Íran um árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa nærri Hormuz-sundi en Íranar neita sök. Í síðustu viku skutu Íranar svo niður bandarískan dróna en ríkin deila um hvort hann hafi verið innan eða utan íranskrar lofthelgi. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Íran Tengdar fréttir Íranskur hershöfðingi varar við afleiðingum þess ef til stríðs kæmi Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti. 23. júní 2019 12:43 Íranir segja Hvíta húsið „andlega fatlað“ vegna refsiaðgerðanna Forseti Írans segir Bandaríkjastjórn loka varanlega á viðræður með því að beita utanríkisráðherrann persónulega refsiaðgerðum. 25. júní 2019 10:49 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á Twitter í gær að öllum írönskum árásum gegn bandarískum skotmörkum yrði svarað af fullum krafti. „Í sumum tilfellum verður um gjöreyðingu að ræða,“ tísti forsetinn. Sá bandaríski var að ræða um sjónvarpsávarp Hassans Rouhani, forseta Írans, sem birt var í gær. Þar svaraði Rouhani ákvörðun Trump-stjórnarinnar frá því á mánudag er Bandaríkjaforseti undirritaði enn frekari viðskiptaþvinganir gegn Íran. Þvinganirnar beinast einna helst gegn írönskum stjórnmálamönnum, meðal annars æðstaklerknum Ali Khamenei. „Gjörðir Hvíta hússins [bandaríska forsetaembættisins] sýna fram á að það stríðir við þroskahömlun,“ sagði Rouhani. Hann sagði aukinheldur að þvinganirnar væru tilgangslausar og að ákvörðunin þýddi að samningsvilji Bandaríkjanna væri einungis sýndarmennska. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, sagði um hinar nýju þvinganir að þær myndu gera það að verkum að annaðhvort áttuðu Íranar sig á stöðunni eða frekari þvingana væri þörf. „Það verður, held ég, samspil þvingana og annars konar aðgerða sem fær Íran að borðinu.“Hassan Rouhani, forseti Írans, sagði að bandaríska forsetaembættið stríddi við þroskahömlun.Nordicphotos/AFPAbbas Mousavi, upplýsingafulltrúi íranska utanríkisráðuneytisins, var á sama máli og forsetinn. Sagði þvinganirnar gegn Khamenei gagnslausar og að þær kæmu í veg fyrir viðræður. „Övæntingarfull ríkisstjórn Trumps eyðileggur nú viðurkennda öryggisventla alþjóðasamfélagsins.“ En aftur að tístum bandaríska forsetans. Auk þess að ræða um gjöreyðingu skotmarka í Íran sagði hann að yfirlýsing Rouhanis sýndi fram á að Íransstjórn væri úr öllu sambandi við raunveruleikann. „Stjórnvöld í Íran skilja ekki hugtök á borð við kurteisi eða samkennd og hafa aldrei gert. Því miður skilja þau styrk og mátt. Bandaríkin eru langöflugasta hernaðarveldi heims og hafa varið 1,5 billjónum dala í varnarmál undanfarin tvö ár,“ tísti forsetinn og bætti við: „Hin frábæra íranska þjóð þjáist nú að tilgangslausu. Leiðtogar hennar verja öllu sínu fé í hryðjuverkastarfsemi og fátt annað. Bandaríkin hafa ekki gleymt því að Íran hefur beitt sprengjum sem hafa deytt 2.000 Bandaríkjamenn og sært fjölda til viðbótar.“ Samband Írans og Bandaríkjanna hefur versnað stöðugt frá því að Trump tók við embætti og rifti kjarnorkusamningi Írans, Bandaríkjanna, Kína, Frakklands, Þýskalands, ESB, Rússlands og Bretlands (JCPOA). Samningurinn gekk út á afléttingu þvingana gegn því að Íran frysti kjarnorkuáætlun sína en eftir riftunina setti Trump-stjórnin á þvinganir á ný. Önnur aðildarríki hafa reynt að halda í samninginn en í maí sagði Rouhani að Íran myndi hætta að framfylgja plagginu nema hin ríkin vernduðu Íran gegn þeim bandarísku þvingunum sem hafa stórskaðað íranskt hagkerfi. Deilan hefur svo harðnað til muna í júnímánuði. Bandaríkin kenndu Íran um árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa nærri Hormuz-sundi en Íranar neita sök. Í síðustu viku skutu Íranar svo niður bandarískan dróna en ríkin deila um hvort hann hafi verið innan eða utan íranskrar lofthelgi.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Íran Tengdar fréttir Íranskur hershöfðingi varar við afleiðingum þess ef til stríðs kæmi Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti. 23. júní 2019 12:43 Íranir segja Hvíta húsið „andlega fatlað“ vegna refsiaðgerðanna Forseti Írans segir Bandaríkjastjórn loka varanlega á viðræður með því að beita utanríkisráðherrann persónulega refsiaðgerðum. 25. júní 2019 10:49 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Íranskur hershöfðingi varar við afleiðingum þess ef til stríðs kæmi Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti. 23. júní 2019 12:43
Íranir segja Hvíta húsið „andlega fatlað“ vegna refsiaðgerðanna Forseti Írans segir Bandaríkjastjórn loka varanlega á viðræður með því að beita utanríkisráðherrann persónulega refsiaðgerðum. 25. júní 2019 10:49