Coutinho með tvö mörk í upphafsleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júní 2019 09:00 Coutinho skoraði tvívegis í upphafsleik Suður-Ameríkukeppninnar 2019. vísir/getty Philippe Coutinho skoraði tvö mörk þegar Brasilía vann 3-0 sigur á Bólivíu í fyrsta leik Suður-Ameríkukeppninnar 2019. Staðan í hálfleik var markalaus og áhorfendur í Sao Paulo púuðu á heimamenn þegar þeir gengu til búningsherbergja. Brassar léku mun betur í seinni hálfleiknum en þeim fyrri, skoruðu þrjú mörk og unnu á endanum öruggan sigur. Coutinho kom Brasilíu yfir með marki úr vítaspyrnu á 50. mínútu. Þremur mínútum síðar bætti hann öðru marki við með skalla eftir fyrirgjöf Robertos Firmino. Varamaðurinn Everton gulltryggði svo sigur Brassa með laglegu marki þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Lokatölur 3-0, Brasilíu í vil. Næsti leikur liðsins er gegn Venesúela á aðfaranótt miðvikudags. Copa América Fótbolti
Philippe Coutinho skoraði tvö mörk þegar Brasilía vann 3-0 sigur á Bólivíu í fyrsta leik Suður-Ameríkukeppninnar 2019. Staðan í hálfleik var markalaus og áhorfendur í Sao Paulo púuðu á heimamenn þegar þeir gengu til búningsherbergja. Brassar léku mun betur í seinni hálfleiknum en þeim fyrri, skoruðu þrjú mörk og unnu á endanum öruggan sigur. Coutinho kom Brasilíu yfir með marki úr vítaspyrnu á 50. mínútu. Þremur mínútum síðar bætti hann öðru marki við með skalla eftir fyrirgjöf Robertos Firmino. Varamaðurinn Everton gulltryggði svo sigur Brassa með laglegu marki þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Lokatölur 3-0, Brasilíu í vil. Næsti leikur liðsins er gegn Venesúela á aðfaranótt miðvikudags.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti