Yfirburðir Modis raktir til þjóðernishyggju Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. júní 2019 08:30 Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. Nordicphotos/AFP Slæmt efnahagsástand, mikið atvinnuleysi og skattastefna sem stefndi litlum og meðalstórum fyrirtækjum í lífshættu – þættir sem þessir hefðu alla jafna komið í veg fyrir að Narendra Modi og BJP-flokkurinn ynnu stórsigur í nýafstöðnum kosningum á Indlandi. Þetta kom fram í umfjöllun Foreign Policy. Allt kom þó fyrir ekki, BJP fékk 303 þingsæti af 543, kosningabandalag flokksins heil 352 og Modi situr áfram sem fastast. Útskýra má þennan óvenjulega stórsigur Modis, samkvæmt Foreign Policy, með því að forsætisráðherrann hafi náð að ala á ótta gagnvart ólöglegum innflytjendum, þjóðaröryggishættum og hryðjuverkasamtökum. Hann hafi, með þjóðernishyggjuna að vopni, náð að fylkja hindúum að baki sér. Þetta mátti til að mynda sjá á sigurræðu Modis þar sem hann sagði veraldarhyggjuna og hugmyndina um aðskilnað ríkis og trúar hefðu borið skipbrot. Haft var eftir Mohan Bhagwat, einum hugmyndasmiða BJP, í þessu samhengi að íbúar Indlands væru hindúar. BJP hafi því komið því í gegn á síðasta ári að múslimar í ríkjum á borð við Assam, sem er á landamærunum við Bangladess og hýsir því nokkurn fjölda múslima, yrðu með í manntalinu. Þessir múslimar voru því ekki á kjörskrá en hefðu trúlega síður kosið BJP enda byggist flokkurinn á hindúaþjóðernishyggju. Í ljósi stefnumála má segja að Modi sé nokkurs konar indversk hliðstæða Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Áherslan liggur á þjóðaröryggi gagnvart utanaðkomandi ógn á borð við ólöglega innflytjendur og hryðjuverkasamtök. Þá fullyrða báðir að „hinn þögli meirihluti“ styðji sig. Hins vegar virðist staða Modis mun sterkari en Trumps, sé miðað við kosningarnar á Indlandi og skoðanakannanir í Bandaríkjunum. Birtist í Fréttablaðinu Indland Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Slæmt efnahagsástand, mikið atvinnuleysi og skattastefna sem stefndi litlum og meðalstórum fyrirtækjum í lífshættu – þættir sem þessir hefðu alla jafna komið í veg fyrir að Narendra Modi og BJP-flokkurinn ynnu stórsigur í nýafstöðnum kosningum á Indlandi. Þetta kom fram í umfjöllun Foreign Policy. Allt kom þó fyrir ekki, BJP fékk 303 þingsæti af 543, kosningabandalag flokksins heil 352 og Modi situr áfram sem fastast. Útskýra má þennan óvenjulega stórsigur Modis, samkvæmt Foreign Policy, með því að forsætisráðherrann hafi náð að ala á ótta gagnvart ólöglegum innflytjendum, þjóðaröryggishættum og hryðjuverkasamtökum. Hann hafi, með þjóðernishyggjuna að vopni, náð að fylkja hindúum að baki sér. Þetta mátti til að mynda sjá á sigurræðu Modis þar sem hann sagði veraldarhyggjuna og hugmyndina um aðskilnað ríkis og trúar hefðu borið skipbrot. Haft var eftir Mohan Bhagwat, einum hugmyndasmiða BJP, í þessu samhengi að íbúar Indlands væru hindúar. BJP hafi því komið því í gegn á síðasta ári að múslimar í ríkjum á borð við Assam, sem er á landamærunum við Bangladess og hýsir því nokkurn fjölda múslima, yrðu með í manntalinu. Þessir múslimar voru því ekki á kjörskrá en hefðu trúlega síður kosið BJP enda byggist flokkurinn á hindúaþjóðernishyggju. Í ljósi stefnumála má segja að Modi sé nokkurs konar indversk hliðstæða Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Áherslan liggur á þjóðaröryggi gagnvart utanaðkomandi ógn á borð við ólöglega innflytjendur og hryðjuverkasamtök. Þá fullyrða báðir að „hinn þögli meirihluti“ styðji sig. Hins vegar virðist staða Modis mun sterkari en Trumps, sé miðað við kosningarnar á Indlandi og skoðanakannanir í Bandaríkjunum.
Birtist í Fréttablaðinu Indland Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira