Eru á því að portúgalska landsliðið sé miklu meira en bara Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2019 14:30 Cristiano Ronaldo á æfingu með portúgalska landsliðinu. Getty/Craig Mercer Í huga sumra er portúgalska landsliðið bara Cristiano Ronaldo og einhverjir tíu aðrir lítt leikmenn en þeir sem þekkja portúgalska boltann vita betur. Portúgal er ríkjandi Evrópumeistari og verður á heimavelli í fyrstu lokakeppni Þjóðadeildarinnar sem hefst einmitt með undanúrslitaleik Portúgal og Sviss í dag. Cristiano Ronaldo var nítján ára þegar Portúgal var á heimavelli á EM 2004 en núna eru margir aðrir ungir og efnilegir leikmenn í svipaðri stöðu. Þeir hafa Cristiano Ronaldo sér til halds og traust en Ronaldo hafði stjörnuleikmenn eins og Luis Figo og Rui Costa. Leikur Portúgal og Sviss á Drekavöllum í Porto í kvöld hefst klukkan 18.45 og verður í beinni á Stöð 2 Sport alveg eins og leikur Englands og Hollands á morgun sem og úrslitaleikurinn á sunnudaginn. Breska ríkisútvarpið fékk tvo Portúgala sem voru á sínum í ensku úrvalsdeildinni, Carlos Carvalhal og Luis Boa Morte, til að fara yfir stöðuna á portúgalska landsliðinu í dag og þeir eru bjartsýnir.Home advantage One of Europe's hottest young prospects "10 years of emerging talent" Things are looking good for Portugal, and it's not all about Cristiano Ronaldo. https://t.co/wgiQ3QFZOSpic.twitter.com/LLmMNR6Rgt — BBC Sport (@BBCSport) June 5, 2019„Við vitum að einhvern daginn mun Ronaldo hætta að spila en við höfum svo mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í næstu kynslóð hjá Portúgal,“ sagði Carlos Carvalhal, fyrrum stjóri Swansea og Sheffield Wednesday. „Nú verður meira af hæfileikum í kringum Ronaldo en áður og leikmenn sem geta hjálpað honum. Þegar við skoðum einstaklingshæfileika þá er Portúgal í betri stöðu en áður,“ sagði Carvalhal. Fernando Santos treystir enn á reynsluboltana Pepe, Joao Moutinho og auðvitað Ronaldo en menn eins og Nani, Ricardo Quaresma og Joao Mario voru ekki valdir að þessu sinni. Í stað þeirra er liðið fullt af framtíðarmönnum. Þrír leikmenn í portúgalska hópnum hafa ekki leikið landsleik áður og einn af þeim er hinn 19 ára gamli Joao Felix frá Benfica. Joao Felix er líklega á leiðinni til stórliðs í ensku úrvalsdeildinni en hann átti frábært tímabil með Benfica. Það eru fleiri ungir og öflugir leikmenn í hópnum. Það má má nefna tvo 22 ára stráka, Ruben Dias, miðvörð Benfica og Goncalo Guedes, framherja Valencia. Þá verða Bruno Fernandes, miðjumaður Sporting Lisbon og Bernardo Silva hjá Manchester City einnig í stórum hlutverkum. Þeir eru bara 24 ára gamlir.They return to #NationsLeague action tonight. Here's why Portugal are so much more than Cristiano Ronaldo.https://t.co/wgiQ3QFZOSpic.twitter.com/UfThyuuBNg — BBC Sport (@BBCSport) June 5, 2019„Við vitum að Bernardo Silva er næsta stórstjarna liðsins og leikmaður sem getur haldið í við Ronaldo. Felix mun síðan koma upp á næstu árum en hann er mjög hæfileikaríkur leikmaður,“ sagði Carvalhal. Carlos Carvalhal segir að egóið sé ekki eins mikið innan liðsins og hugarfarið sé öðruvísi og líklegra til afreka. „Allir þessir leikmenn fá okkur til að trúa því að við verðum með mjög gott landslið næstu tíu árin. Við höfum örugglega svipaða tilfinningu og Englendingar og Hollendingar sem eru líka með mikið af ungum framtíðarmönnum,“ sagði Carvalhal. Það má finna meira um vangaveltur þeirra um portúgalska landsliðið með því að smella hér.Portgual's front four for respective clubs in the league in 2018-19: Bruno: Bernardo: 20 goals 7 goals 13 assists 7 assists Cristiano: Félix: 21 goals 15 goals 8 assists 7 assists Fingers crossed they click. pic.twitter.com/5uRiqgCowb — Squawka Football (@Squawka) June 5, 2019 Evrópudeild UEFA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Í huga sumra er portúgalska landsliðið bara Cristiano Ronaldo og einhverjir tíu aðrir lítt leikmenn en þeir sem þekkja portúgalska boltann vita betur. Portúgal er ríkjandi Evrópumeistari og verður á heimavelli í fyrstu lokakeppni Þjóðadeildarinnar sem hefst einmitt með undanúrslitaleik Portúgal og Sviss í dag. Cristiano Ronaldo var nítján ára þegar Portúgal var á heimavelli á EM 2004 en núna eru margir aðrir ungir og efnilegir leikmenn í svipaðri stöðu. Þeir hafa Cristiano Ronaldo sér til halds og traust en Ronaldo hafði stjörnuleikmenn eins og Luis Figo og Rui Costa. Leikur Portúgal og Sviss á Drekavöllum í Porto í kvöld hefst klukkan 18.45 og verður í beinni á Stöð 2 Sport alveg eins og leikur Englands og Hollands á morgun sem og úrslitaleikurinn á sunnudaginn. Breska ríkisútvarpið fékk tvo Portúgala sem voru á sínum í ensku úrvalsdeildinni, Carlos Carvalhal og Luis Boa Morte, til að fara yfir stöðuna á portúgalska landsliðinu í dag og þeir eru bjartsýnir.Home advantage One of Europe's hottest young prospects "10 years of emerging talent" Things are looking good for Portugal, and it's not all about Cristiano Ronaldo. https://t.co/wgiQ3QFZOSpic.twitter.com/LLmMNR6Rgt — BBC Sport (@BBCSport) June 5, 2019„Við vitum að einhvern daginn mun Ronaldo hætta að spila en við höfum svo mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í næstu kynslóð hjá Portúgal,“ sagði Carlos Carvalhal, fyrrum stjóri Swansea og Sheffield Wednesday. „Nú verður meira af hæfileikum í kringum Ronaldo en áður og leikmenn sem geta hjálpað honum. Þegar við skoðum einstaklingshæfileika þá er Portúgal í betri stöðu en áður,“ sagði Carvalhal. Fernando Santos treystir enn á reynsluboltana Pepe, Joao Moutinho og auðvitað Ronaldo en menn eins og Nani, Ricardo Quaresma og Joao Mario voru ekki valdir að þessu sinni. Í stað þeirra er liðið fullt af framtíðarmönnum. Þrír leikmenn í portúgalska hópnum hafa ekki leikið landsleik áður og einn af þeim er hinn 19 ára gamli Joao Felix frá Benfica. Joao Felix er líklega á leiðinni til stórliðs í ensku úrvalsdeildinni en hann átti frábært tímabil með Benfica. Það eru fleiri ungir og öflugir leikmenn í hópnum. Það má má nefna tvo 22 ára stráka, Ruben Dias, miðvörð Benfica og Goncalo Guedes, framherja Valencia. Þá verða Bruno Fernandes, miðjumaður Sporting Lisbon og Bernardo Silva hjá Manchester City einnig í stórum hlutverkum. Þeir eru bara 24 ára gamlir.They return to #NationsLeague action tonight. Here's why Portugal are so much more than Cristiano Ronaldo.https://t.co/wgiQ3QFZOSpic.twitter.com/UfThyuuBNg — BBC Sport (@BBCSport) June 5, 2019„Við vitum að Bernardo Silva er næsta stórstjarna liðsins og leikmaður sem getur haldið í við Ronaldo. Felix mun síðan koma upp á næstu árum en hann er mjög hæfileikaríkur leikmaður,“ sagði Carvalhal. Carlos Carvalhal segir að egóið sé ekki eins mikið innan liðsins og hugarfarið sé öðruvísi og líklegra til afreka. „Allir þessir leikmenn fá okkur til að trúa því að við verðum með mjög gott landslið næstu tíu árin. Við höfum örugglega svipaða tilfinningu og Englendingar og Hollendingar sem eru líka með mikið af ungum framtíðarmönnum,“ sagði Carvalhal. Það má finna meira um vangaveltur þeirra um portúgalska landsliðið með því að smella hér.Portgual's front four for respective clubs in the league in 2018-19: Bruno: Bernardo: 20 goals 7 goals 13 assists 7 assists Cristiano: Félix: 21 goals 15 goals 8 assists 7 assists Fingers crossed they click. pic.twitter.com/5uRiqgCowb — Squawka Football (@Squawka) June 5, 2019
Evrópudeild UEFA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira