Fréttablaðið sektað um milljón vegna fylgirits Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2019 18:31 Torgi ehf. útgefanda Fréttablaðsins hefur verið gert að greiða milljón í stjórnvaldssekt vegna Brugghúss, kynningarrits sem fylgdi með Fréttablaðinu 1. mars síðastliðinn. FBL Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Torg efh. útgefandi Fréttablaðsins, hefði brotið í bága við 4 mgr. 37 laga um fjölmiðla með miðlun meintra viðskiptaboða fyrir áfengi í fylgiriti Fréttablaðsins, Brugghús, þann 1. mars. 2019 en Torgi er gert að greiða eina milljón króna í stjórnvaldssekt vegna málsins. Forsvarsmenn Torgs þvertóku fyrir að hafa þegið greiðslur fyrir kynningarnar en lögðu ekki fram staðfestingu á því þrátt fyrir beiðni fjölmiðlanefndar. Að mati Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, sem kvartaði til fjölmiðlanefndar, var að finna fjölda áfengisauglýsinga í kynningarblaðinu. Foreldrasamtökin óskuðu eftir því að fjölmiðlanefnd myndi grípa til viðeigandi ráðstafana. Eftir að hafa reifað sjónarmið Foreldrasamtakanna og Torgs á fundi sínum þann 5. mars síðastliðinn ákvað fjölmiðlanefnd að taka málið til efnislegrar meðferðar. Niðurstaða fjölmiðlanefndar er sú að áfengisauglýsing á bls. 8 og kynningarumfjöllun um bjór og brugghús á bls. 1,2,3, og 5 í kynningarblaðinu Brugghús, sem fylgdi Fréttablaðinu 1. mars 2019 hafi verið ætlað að þjóna auglýsingamarkmiðum fyrir áfengar vörutegundir með yfir 2,25% áfengisinnihaldi og teljist auglýsingin og kynningarumfjöllunin til viðskiptaboða fyrir áfengi í skilngi 37. greinar fjölmiðalalaga. Forsvarsmenn Torgs þvertaka fyrir að hafa gerst brotleg við fjölmiðlalög. Eitt af skilyrðum þess að um viðskiptaboð sé að ræða væri að þeim væri „miðlað gegn greiðslu eða öðru endurgjaldi eða til kynningar í eigin þágu“. Torg óskaði eftir því að fjölmiðlanefnd „legðist á árarnar með frelsinu og styddi að komið væri í veg fyrir áframhaldandi afturhald, sem felist í banni á sölu auglýsinga fyrir þessa vöru, þar sem þó væri tekið tillit til sjónarmiða um mögulega skaðsemi og að unglingar eigi ekki að neyta áfengis.“ Með því myndi fjölmiðlanefnd veita hjálparhönd til að reyna að „reyna að tryggja áframhaldandi rekstur einkarekinna fjölmiðla á landinu, sem allt er eins líklegt að lognist út af á komandi misserum vegna vonlauss rekstrarumhverfis, sem stjórnvöld skipta sér lítið sem ekkert af“.Kynningarritið ritstjórnarleg ákvörðun Í bréfi dagsettu 2. maí segjast forsvarsmenn Torgs ekki hafa þegið neinar greiðslur vegna útgáfu fylgiritsins. Umrætt efni hefði verið birt í sérriti Fréttablaðsins vegna þeirra tímamóta að þrjátíu ár voru liðin síðan bann við bjórsölu var aflétt. Ritið hefði verið að frumkvæði ritstjórnarinnar, lesendum til fróðleiks. Þrátt fyrir beiðni fjölmiðlanefndar lét torg hjá líða að senda nefndinni staðfestingu endurskoðanda á því að engin greiðsla eða annað endurgjald hefði fengist fyrir miðlun efnisins. „Við mat á fjárhæð sektar leit fjölmiðlanefnd til þess að Torg hafi við meðferð málsins hvorki veitt umbeðnar upplýsingar um tekjur útgáfufélagsins vegna viðskiptaboða í kynningarblaðinu Brugghús, né staðfestingu endurskoðanda á því að engin greiðsla eða annað endurgjald hafi komið fyrir miðlun kynninga í blaðinu,“ segir í niðurstöðu fjölmiðlanefndar.Hér er hægt að lesa niðurstöðu fjölmiðlanefndar í heild: Viðskiptaboð fyrir áfengi í kynningarblaðinu Brugghús Áfengi og tóbak Fjölmiðlar Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Torg efh. útgefandi Fréttablaðsins, hefði brotið í bága við 4 mgr. 37 laga um fjölmiðla með miðlun meintra viðskiptaboða fyrir áfengi í fylgiriti Fréttablaðsins, Brugghús, þann 1. mars. 2019 en Torgi er gert að greiða eina milljón króna í stjórnvaldssekt vegna málsins. Forsvarsmenn Torgs þvertóku fyrir að hafa þegið greiðslur fyrir kynningarnar en lögðu ekki fram staðfestingu á því þrátt fyrir beiðni fjölmiðlanefndar. Að mati Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, sem kvartaði til fjölmiðlanefndar, var að finna fjölda áfengisauglýsinga í kynningarblaðinu. Foreldrasamtökin óskuðu eftir því að fjölmiðlanefnd myndi grípa til viðeigandi ráðstafana. Eftir að hafa reifað sjónarmið Foreldrasamtakanna og Torgs á fundi sínum þann 5. mars síðastliðinn ákvað fjölmiðlanefnd að taka málið til efnislegrar meðferðar. Niðurstaða fjölmiðlanefndar er sú að áfengisauglýsing á bls. 8 og kynningarumfjöllun um bjór og brugghús á bls. 1,2,3, og 5 í kynningarblaðinu Brugghús, sem fylgdi Fréttablaðinu 1. mars 2019 hafi verið ætlað að þjóna auglýsingamarkmiðum fyrir áfengar vörutegundir með yfir 2,25% áfengisinnihaldi og teljist auglýsingin og kynningarumfjöllunin til viðskiptaboða fyrir áfengi í skilngi 37. greinar fjölmiðalalaga. Forsvarsmenn Torgs þvertaka fyrir að hafa gerst brotleg við fjölmiðlalög. Eitt af skilyrðum þess að um viðskiptaboð sé að ræða væri að þeim væri „miðlað gegn greiðslu eða öðru endurgjaldi eða til kynningar í eigin þágu“. Torg óskaði eftir því að fjölmiðlanefnd „legðist á árarnar með frelsinu og styddi að komið væri í veg fyrir áframhaldandi afturhald, sem felist í banni á sölu auglýsinga fyrir þessa vöru, þar sem þó væri tekið tillit til sjónarmiða um mögulega skaðsemi og að unglingar eigi ekki að neyta áfengis.“ Með því myndi fjölmiðlanefnd veita hjálparhönd til að reyna að „reyna að tryggja áframhaldandi rekstur einkarekinna fjölmiðla á landinu, sem allt er eins líklegt að lognist út af á komandi misserum vegna vonlauss rekstrarumhverfis, sem stjórnvöld skipta sér lítið sem ekkert af“.Kynningarritið ritstjórnarleg ákvörðun Í bréfi dagsettu 2. maí segjast forsvarsmenn Torgs ekki hafa þegið neinar greiðslur vegna útgáfu fylgiritsins. Umrætt efni hefði verið birt í sérriti Fréttablaðsins vegna þeirra tímamóta að þrjátíu ár voru liðin síðan bann við bjórsölu var aflétt. Ritið hefði verið að frumkvæði ritstjórnarinnar, lesendum til fróðleiks. Þrátt fyrir beiðni fjölmiðlanefndar lét torg hjá líða að senda nefndinni staðfestingu endurskoðanda á því að engin greiðsla eða annað endurgjald hefði fengist fyrir miðlun efnisins. „Við mat á fjárhæð sektar leit fjölmiðlanefnd til þess að Torg hafi við meðferð málsins hvorki veitt umbeðnar upplýsingar um tekjur útgáfufélagsins vegna viðskiptaboða í kynningarblaðinu Brugghús, né staðfestingu endurskoðanda á því að engin greiðsla eða annað endurgjald hafi komið fyrir miðlun kynninga í blaðinu,“ segir í niðurstöðu fjölmiðlanefndar.Hér er hægt að lesa niðurstöðu fjölmiðlanefndar í heild: Viðskiptaboð fyrir áfengi í kynningarblaðinu Brugghús
Áfengi og tóbak Fjölmiðlar Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira