Afríkusambandið frysti aðild Súdans vegna aðgerða hersins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. júní 2019 07:45 Patrick Kapuwa, forseti friðar- og öryggissviðs Afríkusambandsins, á fundi þess um að frysta aðild Súdans að sambandinu í gær. Nordicphotos/AFP Afríkusambandið ákvað í gær að frysta aðild Súdans að sambandinu vegna þess ofbeldis sem súdanski herinn hefur beitt mótmælendur í vikunni. Friðar- og öryggissvið Afríkusambandsins greindi frá þessu í yfirlýsingu í gær. Súdan mun því ekki geta tekið þátt í samstarfinu þar til almennir borgarar fá að koma að stjórn landsins og deilan í ríkinu hefur verið leyst. Ákvörðunin var tekin á neyðarfundi Afríkusambandsríkja í eþíópísku borginni Addis Ababa. Moussa Faki Mahamat, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, hefur kallað eftir tafarlausri rannsókn á málinu svo þeir sem ábyrgir eru fyrir árásunum sleppi ekki. Nokkur óánægja ríkir með viðbrögðin og þykir ýmsum þau koma of seint, að því er Al Jazeera greinir frá. Joseph Ochieno stjórnmálagreinandi sagði í viðtali við katarska miðilinn að tilkynningin kæmi einfaldlega „fullseint“. Mótmælt hefur verið af krafti í Súdan frá því í desember síðastliðnum. Upphaflega snerust mótmælin um að koma Omar al-Bashir forseta frá völdum. Herinn steypti al-Bashir af stóli þann 11. apríl og við tók herforingjastjórn til bráðabirgða. Mótmælendur kröfðust þess þá að fá almennar kosningar um nýja ríkisstjórn og viðræður við herforingjastjórnina hófust. Mótmælendur sneru þó ekki til síns heima og héldu þess í stað áfram að mótmæla herforingjastjórninni. Á mánudag réðst herinn á mótmælendur í höfuðborginni Kartúm og Abdel Fattah al-Burhan, herstjóri og leiðtogi bráðabirgðastjórnarinnar, sagði viðræðum slitið. Al-Burhan skipti um skoðun nokkru seinna, sagði að kosið yrði innan níu mánaða og bauð leiðtogum mótmælahreyfingarinnar aftur til viðræðna en því boði hefur verið hafnað á þeim grundvelli að mótmælendur telja sig ekki geta treyst hernum eftir blóðbaðið. Rúmlega hundrað hafa farist í aðgerðum hersins að því er samtök súdanskra lækna, tengd stjórnarandstöðunni, segja frá. Þar af hefur jarðneskum leifum 40 mótmælenda verið bjargað úr ánni Níl. Herforingjastjórnin tjáði sig fyrst um tölu látinna í gær og hafnaði því að hún væri svo há. Talan væri „í mesta lagi“ 46. Mohammed Hamadan, einn leiðtoga herforingjastjórnarinnar, hefur komið hernum til varnar. Sagt að öfgamenn og eiturlyfjasalar hefðu komið sér inn í mótmælendahreyfinguna. Talsmenn mótmælendahreyfingarinnar eru hvergi nærri hættir þrátt fyrir mannfallið. Þeir fóru í gær fram á að íbúar landsins lokuðu vegum og brúm til þess að „lama daglegt líf“ víðs vegar um landið. Það væri andsvar við aðgerðum súdanska hersins. Í von um að það takist að leysa deiluna mun Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, ferðast til Súdans í dag. Reuters hafði eftir heimildarmönnum úr utanríkisþjónustu Eþíópíu að Ahmed ætlaði sér að reyna að miðla málum á milli hers og mótmælenda. Birtist í Fréttablaðinu Súdan Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Afríkusambandið ákvað í gær að frysta aðild Súdans að sambandinu vegna þess ofbeldis sem súdanski herinn hefur beitt mótmælendur í vikunni. Friðar- og öryggissvið Afríkusambandsins greindi frá þessu í yfirlýsingu í gær. Súdan mun því ekki geta tekið þátt í samstarfinu þar til almennir borgarar fá að koma að stjórn landsins og deilan í ríkinu hefur verið leyst. Ákvörðunin var tekin á neyðarfundi Afríkusambandsríkja í eþíópísku borginni Addis Ababa. Moussa Faki Mahamat, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, hefur kallað eftir tafarlausri rannsókn á málinu svo þeir sem ábyrgir eru fyrir árásunum sleppi ekki. Nokkur óánægja ríkir með viðbrögðin og þykir ýmsum þau koma of seint, að því er Al Jazeera greinir frá. Joseph Ochieno stjórnmálagreinandi sagði í viðtali við katarska miðilinn að tilkynningin kæmi einfaldlega „fullseint“. Mótmælt hefur verið af krafti í Súdan frá því í desember síðastliðnum. Upphaflega snerust mótmælin um að koma Omar al-Bashir forseta frá völdum. Herinn steypti al-Bashir af stóli þann 11. apríl og við tók herforingjastjórn til bráðabirgða. Mótmælendur kröfðust þess þá að fá almennar kosningar um nýja ríkisstjórn og viðræður við herforingjastjórnina hófust. Mótmælendur sneru þó ekki til síns heima og héldu þess í stað áfram að mótmæla herforingjastjórninni. Á mánudag réðst herinn á mótmælendur í höfuðborginni Kartúm og Abdel Fattah al-Burhan, herstjóri og leiðtogi bráðabirgðastjórnarinnar, sagði viðræðum slitið. Al-Burhan skipti um skoðun nokkru seinna, sagði að kosið yrði innan níu mánaða og bauð leiðtogum mótmælahreyfingarinnar aftur til viðræðna en því boði hefur verið hafnað á þeim grundvelli að mótmælendur telja sig ekki geta treyst hernum eftir blóðbaðið. Rúmlega hundrað hafa farist í aðgerðum hersins að því er samtök súdanskra lækna, tengd stjórnarandstöðunni, segja frá. Þar af hefur jarðneskum leifum 40 mótmælenda verið bjargað úr ánni Níl. Herforingjastjórnin tjáði sig fyrst um tölu látinna í gær og hafnaði því að hún væri svo há. Talan væri „í mesta lagi“ 46. Mohammed Hamadan, einn leiðtoga herforingjastjórnarinnar, hefur komið hernum til varnar. Sagt að öfgamenn og eiturlyfjasalar hefðu komið sér inn í mótmælendahreyfinguna. Talsmenn mótmælendahreyfingarinnar eru hvergi nærri hættir þrátt fyrir mannfallið. Þeir fóru í gær fram á að íbúar landsins lokuðu vegum og brúm til þess að „lama daglegt líf“ víðs vegar um landið. Það væri andsvar við aðgerðum súdanska hersins. Í von um að það takist að leysa deiluna mun Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, ferðast til Súdans í dag. Reuters hafði eftir heimildarmönnum úr utanríkisþjónustu Eþíópíu að Ahmed ætlaði sér að reyna að miðla málum á milli hers og mótmælenda.
Birtist í Fréttablaðinu Súdan Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira