Áratugalangri deilu The Rolling Stones og The Verve lokið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2019 20:30 Richard Ashcroft fékk sínu framgengt eftir 22 ár. Vísir/Getty Í 22 ár hefur Richard Ashcroft, söngvari The Verve, mátt þola það að sjá allar tekjur vegna Bittersweet Symphony, vinsælasta lags hljómsveitarinnar, renna í aðra vasa en hans eigin. Nú verður hins vegar breyting á eftir að Mick Jagger og Keith Richards samþykktu að binda enda á deiluna.Þetta tilkynnti söngvari Ashcroft, söngvari The Verve, er hann tók heiðursverðlanum á Ivor Novello-verðlaunahátíðinni í Bretlandi í dag. Jagger og Richards hafa samþykkt að framvegis renni allar höfundargreiðslur vegna lagsins til hljómsveitarmeðlima The Verve. Forsagan er þessi. Árið 1997 fóru meðlimir The Verve fram á það við The Rolling Stones að fá að nota stuttan hljóðbút úr sinfóníuútgáfu af laginu The Last Time, sem Jagger og Richards sömdu árið 1965. Vildu Ashcroft og félagar nota hljóðbútinn í lagið sem varð að The Bittersweet Symphony. Stuttu eftir að lagið kom út hófust hins vegar deilurnar. Allen Klein, framkvæmdastjóri Rolling Stones hélt því fram að The Verve hefði brotið samkomulagið með því að nota mun lengri bút en samið var um. Fyrirtæki hans átti réttinn að öllum lögum sem Rolling Stones samdi fyrir árið 1970, þar á meðal The Last Time. Fór hann því í mál við The Verve.Sárnaði að sjá Jagger og Richards skráða fyrir laginu á Grammy-verðlaununum Hljómsveitarmeðlimir The Verve neyddust til þess að gefa frá sér höfundarréttargreiðslur vegna lagsins, eitthvað sem þeir hafa verið bitrir yfir alla tíð síðan. Eftir dómsmálið voru Richards og Jagger einnig skráðir sem höfundar lagsins, ásamt Ashcroft.Áttu hljómsveitarmeðlimir sérstaklega erfitt með að sætta sig við að þegar lagið var tilnefnt sem besta lag ársins á Grammy-verðlaununum, var lagið skráð á Jagger og Richards.„Þetta er besta lag sem Jagger og Richards hafa samið í tuttugu ár,“ sagði Ashcroft eftir að niðurstaða komst í dómsmálið. En nú virðist hins vegar búið að leysa úr deilunni og höfundarrétturinn kominn aftur heim, ef svo má að orði komast.„Frá og með síðasta mánuði hafa Mick Jagger og Keith Richards gefið frá sér höfundarréttargreiðslur vegna Bittersweet Symphony,“ sagði Ashcroft er hann tók við verðlaununum. Sagðist hann í raun aldrei hafa verið reiðir út í þá félaga, mun frekar út í Klein sem höfðaði málið til að byrja með.Þá þakkaði hann Jagger og Richards fyrir að viðurkenna loks að hann væri ábyrgur fyrir því að semja þetta „andskotans meistarastykki“. Bretland Menning Tengdar fréttir Íslandsvinurinn Richard Ashcroft lætur internettröllin heyra það Rokkarinn og Íslandsvinurinn Richard Ashcroft úr The Verve fór mikinn á myndbandi (sem nú er búið að eyða) á Instagram-reikningi sínum þar sem hann húðskammaði internettröll. 25. september 2018 06:15 Mick Jagger á batavegi eftir hjartaaðgerð Rokkstjarnan Mick Jagger, söngvari Rolling Stones, er á batavegi eftir að hafa undirgengist hjartaaðgerð þar sem skipt var um hjartaloku. 5. apríl 2019 23:03 Mest lesið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Í 22 ár hefur Richard Ashcroft, söngvari The Verve, mátt þola það að sjá allar tekjur vegna Bittersweet Symphony, vinsælasta lags hljómsveitarinnar, renna í aðra vasa en hans eigin. Nú verður hins vegar breyting á eftir að Mick Jagger og Keith Richards samþykktu að binda enda á deiluna.Þetta tilkynnti söngvari Ashcroft, söngvari The Verve, er hann tók heiðursverðlanum á Ivor Novello-verðlaunahátíðinni í Bretlandi í dag. Jagger og Richards hafa samþykkt að framvegis renni allar höfundargreiðslur vegna lagsins til hljómsveitarmeðlima The Verve. Forsagan er þessi. Árið 1997 fóru meðlimir The Verve fram á það við The Rolling Stones að fá að nota stuttan hljóðbút úr sinfóníuútgáfu af laginu The Last Time, sem Jagger og Richards sömdu árið 1965. Vildu Ashcroft og félagar nota hljóðbútinn í lagið sem varð að The Bittersweet Symphony. Stuttu eftir að lagið kom út hófust hins vegar deilurnar. Allen Klein, framkvæmdastjóri Rolling Stones hélt því fram að The Verve hefði brotið samkomulagið með því að nota mun lengri bút en samið var um. Fyrirtæki hans átti réttinn að öllum lögum sem Rolling Stones samdi fyrir árið 1970, þar á meðal The Last Time. Fór hann því í mál við The Verve.Sárnaði að sjá Jagger og Richards skráða fyrir laginu á Grammy-verðlaununum Hljómsveitarmeðlimir The Verve neyddust til þess að gefa frá sér höfundarréttargreiðslur vegna lagsins, eitthvað sem þeir hafa verið bitrir yfir alla tíð síðan. Eftir dómsmálið voru Richards og Jagger einnig skráðir sem höfundar lagsins, ásamt Ashcroft.Áttu hljómsveitarmeðlimir sérstaklega erfitt með að sætta sig við að þegar lagið var tilnefnt sem besta lag ársins á Grammy-verðlaununum, var lagið skráð á Jagger og Richards.„Þetta er besta lag sem Jagger og Richards hafa samið í tuttugu ár,“ sagði Ashcroft eftir að niðurstaða komst í dómsmálið. En nú virðist hins vegar búið að leysa úr deilunni og höfundarrétturinn kominn aftur heim, ef svo má að orði komast.„Frá og með síðasta mánuði hafa Mick Jagger og Keith Richards gefið frá sér höfundarréttargreiðslur vegna Bittersweet Symphony,“ sagði Ashcroft er hann tók við verðlaununum. Sagðist hann í raun aldrei hafa verið reiðir út í þá félaga, mun frekar út í Klein sem höfðaði málið til að byrja með.Þá þakkaði hann Jagger og Richards fyrir að viðurkenna loks að hann væri ábyrgur fyrir því að semja þetta „andskotans meistarastykki“.
Bretland Menning Tengdar fréttir Íslandsvinurinn Richard Ashcroft lætur internettröllin heyra það Rokkarinn og Íslandsvinurinn Richard Ashcroft úr The Verve fór mikinn á myndbandi (sem nú er búið að eyða) á Instagram-reikningi sínum þar sem hann húðskammaði internettröll. 25. september 2018 06:15 Mick Jagger á batavegi eftir hjartaaðgerð Rokkstjarnan Mick Jagger, söngvari Rolling Stones, er á batavegi eftir að hafa undirgengist hjartaaðgerð þar sem skipt var um hjartaloku. 5. apríl 2019 23:03 Mest lesið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Íslandsvinurinn Richard Ashcroft lætur internettröllin heyra það Rokkarinn og Íslandsvinurinn Richard Ashcroft úr The Verve fór mikinn á myndbandi (sem nú er búið að eyða) á Instagram-reikningi sínum þar sem hann húðskammaði internettröll. 25. september 2018 06:15
Mick Jagger á batavegi eftir hjartaaðgerð Rokkstjarnan Mick Jagger, söngvari Rolling Stones, er á batavegi eftir að hafa undirgengist hjartaaðgerð þar sem skipt var um hjartaloku. 5. apríl 2019 23:03