Rihanna stofnar nýtt tískuhús Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 10. maí 2019 21:01 Rihanna á afmælishátíð Fenty Beauty. Getty/Caroline McCredie Rihanna hefur gengið til liðs við frönsku gæðavöru samsteypuna Moët Hennessy Louis Vuitton (LVMH) og stofnar tískuhús í samstarfi við hana. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Merkið mun vera kallað Fenty, í höfuð á söngkonunni, en hennar fulla nafn er Robyn Rihanna Fenty og mun fyrsta lína merkisins koma út í vor. Rihanna mun vera fyrst kvenna til að stofna fyrirtæki undir LVMH samsteypunni og fyrst rómanskra-amerískra kvenna til að leiða tískuhús LVMH. Merkið mun framleiða föt, skó og fylgihluti en síðast var nýtt merki LVMH stofnað 1987. Meðal merkja sem LVMH á eru Louis Vuitton, Christian Dior og Givenchy. Í tilkynningu frá söngkonunni segir hún sig hafa hlotið „einstakt tækifæri til að þróa tískuvörumerki í gæðaflokki án nokkurra listrænna takmarkana.“ „Ég gæti ekki ímyndað mér betri samstarfsfélaga [LVMH] bæði þegar kemur að sköpun og viðskiptalega séð og ég er tilbúin til að sjá hverju við getum áorkað saman,“ bætti hún við. Þrátt fyrir að Rihanna sé þekktust fyrir tónlistarferil sinn hefur hún einnig mikla reynslu í tískuheiminum, en hún stofnaði snyrtivörumerkið Fenty Beauty árið 2017, sem hefur hlotið mikil lof fyrir að taka tillit til allra hópa þjóðfélagsins, sem og undirfatalínuna Savage x Fenty haustið 2018. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Rihanna hefur gengið til liðs við frönsku gæðavöru samsteypuna Moët Hennessy Louis Vuitton (LVMH) og stofnar tískuhús í samstarfi við hana. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Merkið mun vera kallað Fenty, í höfuð á söngkonunni, en hennar fulla nafn er Robyn Rihanna Fenty og mun fyrsta lína merkisins koma út í vor. Rihanna mun vera fyrst kvenna til að stofna fyrirtæki undir LVMH samsteypunni og fyrst rómanskra-amerískra kvenna til að leiða tískuhús LVMH. Merkið mun framleiða föt, skó og fylgihluti en síðast var nýtt merki LVMH stofnað 1987. Meðal merkja sem LVMH á eru Louis Vuitton, Christian Dior og Givenchy. Í tilkynningu frá söngkonunni segir hún sig hafa hlotið „einstakt tækifæri til að þróa tískuvörumerki í gæðaflokki án nokkurra listrænna takmarkana.“ „Ég gæti ekki ímyndað mér betri samstarfsfélaga [LVMH] bæði þegar kemur að sköpun og viðskiptalega séð og ég er tilbúin til að sjá hverju við getum áorkað saman,“ bætti hún við. Þrátt fyrir að Rihanna sé þekktust fyrir tónlistarferil sinn hefur hún einnig mikla reynslu í tískuheiminum, en hún stofnaði snyrtivörumerkið Fenty Beauty árið 2017, sem hefur hlotið mikil lof fyrir að taka tillit til allra hópa þjóðfélagsins, sem og undirfatalínuna Savage x Fenty haustið 2018.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira