Sjálfstæður og persónulegur stíll Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 14. maí 2019 08:15 Darren útskrifaðist árið 2017 úr fatahönnun frá Listaháskóla Íslands og sinnir hönnuninni í stúdíói sínu úti á Granda. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Darren Mark Donguiz Trinidad lauk námi í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2017. Hann hefur vakið athygli undanfarið fyrir hönnun sína og persónulegan stíl. Darren hannar mest fyrir karla en hefur einnig hannað uni-sex fatnað, flíkur sem ganga upp fyrir bæði kyn. Hann lýsir eigin smekk og stíl sem blöndu af götustíl, nýklassík, fútúrisma og stílhreinum fatnaði þar sem áhersla er lögð á form og lögun flíkurinnar. Við fengum að spyrja hann nokkra spurninga um hönnun hans, eigið klæðaval og hvaðan hann fær innblástur.Hvaðan færð þú innblástur? Það er ekkert eitthvað eitt sérstakt, það er alltaf mismunandi og kemur til manns á óvæntan hátt. En kannski er rauði þráðurinn flæði fatnaðarins. Það veitir mér innblástur að taka eftir hvað fólk getur borið fatnaðinn á mismunandi hátt eða sett saman alklæðnað á mismunandi hátt. Mér finnst svo áhugavert þegar karaktereinkenni einstaklingsins birtast í fatavalinu.Hann segist kaupa mest vintage fatnað hérna á Íslandi.Uppáhalds íslenski fatahönnuðurinn og af hverju? Ég er búinn að vera að fylgjast mikið með Andra Hrafni og Karenu Briem, en þau eru búin að vera að hanna útlit og fatnað Hatara núna í kringum Eurovision. Ég er líka hrifinn af því sem vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir hefur verið að gera og það sem textíl- og fatahönnuðurinn Tanja Huld Levý hefur verið að gera finnst mér margt mjög flott. Svo veit ég að Gréta Þorkelsdóttir, grafískur hönnuður, er með verkefni í bígerð sem mér finnst mjög áhugavert. Hún er mjög hæfileikarík.Áttu einhvern uppáhalds fatahönnuð? Í augnablikinu held ég mikið upp á Thom Brown. Hann vinnur mikið með súrrealisma og húmor. Mér finnst heimurinn sem hann skapar og bara allt sem hann er að gera alveg ótrúlega áhugavert.Finnst þér rauði þráðurinn í þinni eigin hönnun hafa breyst mikið, til að mynda eftir að náminu lauk? Hann hefur ekki endilega breyst, en hann hefur fínpússast.Hver eru þín uppáhalds tískuhús eða fatamerki? Það er skómerkið Syro sem gerir einstaklega flott hæla, líka í karlmannsstærðum. Mér finnst áhugavert að leika sér með hvar línan er dregin með hvað sé karlmanns- og hvað sé kvenmannsfatnaður.Darren blandar fútúrisma og götustíl inn í eigin klæðaburð.Hvar verslar þú mest? Ég kaupi mest notuð föt, sem sagt vintage. Þá finnst mér Rauðakrossbúðin oft flott og líka ný búð í Ingólfsstræti sem heitir Wasteland.Hannar þú mesta hlutann af þínum eigin fötum eða því sem þú gengur í hversdags? Já, ég klæðist bæði eigin hönnun eða breyti því sem ég hef keypt. Þá kannski breyti ég lítillega vintage flík eftir mínu eigin höfði.Langaði þig alltaf til að verða fatahönnuður? Ég hef alltaf teiknað mikið en ég var samt ekki alltaf á því að ég myndi enda í fatahönnun. Þetta þróaðist svolítið með því að ég var að teikna upp teiknimyndapersónur. Boltinn byrjaði svolítið að rúlla þegar ég fór að velta meira fyrir mér smáatriðum fígúranna sem ég var að teikna.Hvað finnst þér óspennandi við tískuna í dag? Mér finnst bara mikilvægt að það skíni eitthvað persónulegt í gegn í klæðavali fólk. Mér finnst óspennandi að allir séu eins. Ég vil sjá eitthvert sjálfstæði í stíl fólks, þannig að það skíni einhver þarna í gegn.Safnar þú einhverju þegar það kemur að fötum? Ég gerði það einu sinni en er núna meira einbeittur í að vinna í minni eigin hönnun og skapa.Hvaða stjarna finnst þér hafa flottan eða áhugaverðan stíl? Solange. Stíllinn hennar, söngurinn, framkoma og allt við hana finnst mér áhugavert. Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Darren Mark Donguiz Trinidad lauk námi í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2017. Hann hefur vakið athygli undanfarið fyrir hönnun sína og persónulegan stíl. Darren hannar mest fyrir karla en hefur einnig hannað uni-sex fatnað, flíkur sem ganga upp fyrir bæði kyn. Hann lýsir eigin smekk og stíl sem blöndu af götustíl, nýklassík, fútúrisma og stílhreinum fatnaði þar sem áhersla er lögð á form og lögun flíkurinnar. Við fengum að spyrja hann nokkra spurninga um hönnun hans, eigið klæðaval og hvaðan hann fær innblástur.Hvaðan færð þú innblástur? Það er ekkert eitthvað eitt sérstakt, það er alltaf mismunandi og kemur til manns á óvæntan hátt. En kannski er rauði þráðurinn flæði fatnaðarins. Það veitir mér innblástur að taka eftir hvað fólk getur borið fatnaðinn á mismunandi hátt eða sett saman alklæðnað á mismunandi hátt. Mér finnst svo áhugavert þegar karaktereinkenni einstaklingsins birtast í fatavalinu.Hann segist kaupa mest vintage fatnað hérna á Íslandi.Uppáhalds íslenski fatahönnuðurinn og af hverju? Ég er búinn að vera að fylgjast mikið með Andra Hrafni og Karenu Briem, en þau eru búin að vera að hanna útlit og fatnað Hatara núna í kringum Eurovision. Ég er líka hrifinn af því sem vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir hefur verið að gera og það sem textíl- og fatahönnuðurinn Tanja Huld Levý hefur verið að gera finnst mér margt mjög flott. Svo veit ég að Gréta Þorkelsdóttir, grafískur hönnuður, er með verkefni í bígerð sem mér finnst mjög áhugavert. Hún er mjög hæfileikarík.Áttu einhvern uppáhalds fatahönnuð? Í augnablikinu held ég mikið upp á Thom Brown. Hann vinnur mikið með súrrealisma og húmor. Mér finnst heimurinn sem hann skapar og bara allt sem hann er að gera alveg ótrúlega áhugavert.Finnst þér rauði þráðurinn í þinni eigin hönnun hafa breyst mikið, til að mynda eftir að náminu lauk? Hann hefur ekki endilega breyst, en hann hefur fínpússast.Hver eru þín uppáhalds tískuhús eða fatamerki? Það er skómerkið Syro sem gerir einstaklega flott hæla, líka í karlmannsstærðum. Mér finnst áhugavert að leika sér með hvar línan er dregin með hvað sé karlmanns- og hvað sé kvenmannsfatnaður.Darren blandar fútúrisma og götustíl inn í eigin klæðaburð.Hvar verslar þú mest? Ég kaupi mest notuð föt, sem sagt vintage. Þá finnst mér Rauðakrossbúðin oft flott og líka ný búð í Ingólfsstræti sem heitir Wasteland.Hannar þú mesta hlutann af þínum eigin fötum eða því sem þú gengur í hversdags? Já, ég klæðist bæði eigin hönnun eða breyti því sem ég hef keypt. Þá kannski breyti ég lítillega vintage flík eftir mínu eigin höfði.Langaði þig alltaf til að verða fatahönnuður? Ég hef alltaf teiknað mikið en ég var samt ekki alltaf á því að ég myndi enda í fatahönnun. Þetta þróaðist svolítið með því að ég var að teikna upp teiknimyndapersónur. Boltinn byrjaði svolítið að rúlla þegar ég fór að velta meira fyrir mér smáatriðum fígúranna sem ég var að teikna.Hvað finnst þér óspennandi við tískuna í dag? Mér finnst bara mikilvægt að það skíni eitthvað persónulegt í gegn í klæðavali fólk. Mér finnst óspennandi að allir séu eins. Ég vil sjá eitthvert sjálfstæði í stíl fólks, þannig að það skíni einhver þarna í gegn.Safnar þú einhverju þegar það kemur að fötum? Ég gerði það einu sinni en er núna meira einbeittur í að vinna í minni eigin hönnun og skapa.Hvaða stjarna finnst þér hafa flottan eða áhugaverðan stíl? Solange. Stíllinn hennar, söngurinn, framkoma og allt við hana finnst mér áhugavert.
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira