Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. maí 2019 11:00 Julian Assange áður en hann kom fyrir dóm í dag. vísir/epa Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. Braut hann gegn skilyrðunum með því að sækja um pólitískt hæli í sendiráði Ekvador í Lundúnum en hann sótti um hæli til þess að forðast framsal til Svíþjóðar þar sem hann var grunaður um kynferðisbrot. Þau mál hafa verið felld niður en Assange dvaldi áfram í sendiráðinu til þess að forðast framsal til Bandaríkjanna. Stjórnvöld í Ekvador sviptu Assange hæli um miðjan apríl og var hann í kjölfarið handtekinn af breskum lögregluyfirvöldum í sendiráðinu. Bandaríkjamenn hafa farið fram á að Assange verði framseldur þar sem þeir saka hann um samráð við Chelsea Manning, en hún hlóð niður öllum upplýsingum úr fjórum, leynilegum bandarískum gagnagrunnum. „Ég taldi mig vera að gera það besta og það eina sem ég gat gert“ Assange beið allt að 12 mánaða langur fangelsisdómur í Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess að hann var látinn laus á sínum tíma en dómurinn í dag nær ekki alveg upp í þann refsiramma. Mark Summers, verjandi Assange, sagði að skjólstæðingur hans hefði brotið gegn skilyrðunum fyrir sjö árum vegna þess að hann hafði raunverulega ástæðu til að óttast það að hann yrði framseldur til Svíþjóðar. Þá óttaðist hann að hann yrði svo framseldur til Bandaríkjanna og færi þaðan í fangabúðirnar í Guantanamo Bay á Kúbu. Summers las jafnframt upp úr bréfi frá Assange þar sem hann baðst einlægrar afsökunar á því að hafa sótt um hæli í sendiráðinu. „Ég var í hræðilegum aðstæðum. Ég taldi mig vera að gera það besta og það eina sem ég gat gert í stöðunni,“ sagði í bréfi Assange. Eins og áður segir hafði rannsókn yfirvalda í Svíþjóð á hendur Assange vegna gruns um kynferðisbrot verið felld niður. Saksóknarar hafa hins vegar sagt að nú komi til greina að taka rannsóknina upp að nýju þar sem hinn grunaði hafi verið handtekinn. Þá fara Bandaríkin enn fram á það að hann verði framseldur þangað svo hægt verði að sækja hann til saka fyrir þá glæpi sem hann er grunaður um þar í landi. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52 Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Forseti Ekvadors segir að það hafi verið nægileg ástæða til að afturkalla hæli stofnanda Wikileaks. 16. apríl 2019 23:27 Manning neitað um lausn gegn tryggingu Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir ákærudómstól 23. apríl 2019 12:31 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. Braut hann gegn skilyrðunum með því að sækja um pólitískt hæli í sendiráði Ekvador í Lundúnum en hann sótti um hæli til þess að forðast framsal til Svíþjóðar þar sem hann var grunaður um kynferðisbrot. Þau mál hafa verið felld niður en Assange dvaldi áfram í sendiráðinu til þess að forðast framsal til Bandaríkjanna. Stjórnvöld í Ekvador sviptu Assange hæli um miðjan apríl og var hann í kjölfarið handtekinn af breskum lögregluyfirvöldum í sendiráðinu. Bandaríkjamenn hafa farið fram á að Assange verði framseldur þar sem þeir saka hann um samráð við Chelsea Manning, en hún hlóð niður öllum upplýsingum úr fjórum, leynilegum bandarískum gagnagrunnum. „Ég taldi mig vera að gera það besta og það eina sem ég gat gert“ Assange beið allt að 12 mánaða langur fangelsisdómur í Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess að hann var látinn laus á sínum tíma en dómurinn í dag nær ekki alveg upp í þann refsiramma. Mark Summers, verjandi Assange, sagði að skjólstæðingur hans hefði brotið gegn skilyrðunum fyrir sjö árum vegna þess að hann hafði raunverulega ástæðu til að óttast það að hann yrði framseldur til Svíþjóðar. Þá óttaðist hann að hann yrði svo framseldur til Bandaríkjanna og færi þaðan í fangabúðirnar í Guantanamo Bay á Kúbu. Summers las jafnframt upp úr bréfi frá Assange þar sem hann baðst einlægrar afsökunar á því að hafa sótt um hæli í sendiráðinu. „Ég var í hræðilegum aðstæðum. Ég taldi mig vera að gera það besta og það eina sem ég gat gert í stöðunni,“ sagði í bréfi Assange. Eins og áður segir hafði rannsókn yfirvalda í Svíþjóð á hendur Assange vegna gruns um kynferðisbrot verið felld niður. Saksóknarar hafa hins vegar sagt að nú komi til greina að taka rannsóknina upp að nýju þar sem hinn grunaði hafi verið handtekinn. Þá fara Bandaríkin enn fram á það að hann verði framseldur þangað svo hægt verði að sækja hann til saka fyrir þá glæpi sem hann er grunaður um þar í landi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52 Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Forseti Ekvadors segir að það hafi verið nægileg ástæða til að afturkalla hæli stofnanda Wikileaks. 16. apríl 2019 23:27 Manning neitað um lausn gegn tryggingu Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir ákærudómstól 23. apríl 2019 12:31 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52
Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Forseti Ekvadors segir að það hafi verið nægileg ástæða til að afturkalla hæli stofnanda Wikileaks. 16. apríl 2019 23:27
Manning neitað um lausn gegn tryggingu Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir ákærudómstól 23. apríl 2019 12:31