Þunguð kona og barn á meðal fórnarlamba í gagnárás Ísraelshers Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. maí 2019 07:57 Að sögn Ísraelshers skutu Hamasliðar 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. Vísir/ap Fjórir palestínskir borgarar fórust í gagnárás ísraelska hersins í gærkvöld en þeirra á meðal var þunguð kona og ársgamalt barn hennar. Að sögn Ísraelshers hafa Hamasliðar skotið 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. Hinn látni var 58 ára Ísraeli í borginni Ashkelon skammt frá landamærum Gaza. Ísraelsher svaraði eldflaugaárás Hamasliða með loftárásum og stórskotahríð frá skriðdrekum en fréttastofa AP greinir frá því að árásirnar hafi hafist að nýju í nótt eftir stutt hlé.Árás á tyrkneska fjölmiðilinn Anadolu Agency Á meðal skotmarka Ísraelshers voru ritstjórnarskrifstofur tyrkneska fjölmiðilsins Anadolu Agency á Gaza-ströndinni. Recep Tayyp Erdogan, forseti Tyrklands, fordæmir árásina harðlega í yfirlýsingu og segir að Ísraelsher geti ekki þaggað niður umfjöllun tyrkneskra blaðamanna.We strongly condemn Israel’s attack against Anadolu Agency’s office in Gaza. Turkey and Anadolu Agency will continue to tell the world about Israeli terrorism and atrocities in Gaza and other parts of Palestine despite such attacks. — Recep Tayyip Erdoğan (@RTErdogan) May 4, 2019 „Tyrkir og Anadolu Agency halda áfram að segja heiminum frá hryðjuverkum Ísraels og grimmdarverkum þeirra á Gaza og annars staðar í Palestínu þrátt fyrir þessa árás.“Senol Kazanci sagði fyrir hönd miðilsins að það væri alveg ljóst að Anadolu Agency hefði verið skotmark Ísraelshers. Hann segir að samstarfsfólk sitt í Palestínu hefði yfirgefið ritstjórnarskrifstofur fjölmiðilsins rétt áður en árásin hófst og því hafi ekki orðið neitt manntjón. Hann segir árásina á Anadolu Agency og starfsfólk fjölmiðilsins vera árás á frjálsa fjölmiðlun rétt fólks til upplýsinga. „Þetta er ekki fyrsta árásin á blaðamenn og ritstjórnarskrifstofur í Palestínu. Við viljum að gjörvöll heimsbyggðin viti að þessar árásir draga ekki úr okkur kjarkinn“. Gasa Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10 Yfir 150 flugskeytum skotið yfir landamæri Ísrael og Palestínu 150 flugskeytum hefur verið skotið frá Gaza-ströndinni yfir landamærin til Ísrael í dag, samkvæmt ísraelska hersins. Árásunum var svarað með mótárásum á Gaza-svæðið 4. maí 2019 17:09 Ár síðan vikuleg mótmæli hófust við landamæri Gasa og Ísrael Tugir þúsunda Palestínumanna komu saman á Gasaströndinni í gær og mótmæltu í vikulegum mótmælum við landamærin að Ísrael. 30. mars 2019 20:17 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Fjórir palestínskir borgarar fórust í gagnárás ísraelska hersins í gærkvöld en þeirra á meðal var þunguð kona og ársgamalt barn hennar. Að sögn Ísraelshers hafa Hamasliðar skotið 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. Hinn látni var 58 ára Ísraeli í borginni Ashkelon skammt frá landamærum Gaza. Ísraelsher svaraði eldflaugaárás Hamasliða með loftárásum og stórskotahríð frá skriðdrekum en fréttastofa AP greinir frá því að árásirnar hafi hafist að nýju í nótt eftir stutt hlé.Árás á tyrkneska fjölmiðilinn Anadolu Agency Á meðal skotmarka Ísraelshers voru ritstjórnarskrifstofur tyrkneska fjölmiðilsins Anadolu Agency á Gaza-ströndinni. Recep Tayyp Erdogan, forseti Tyrklands, fordæmir árásina harðlega í yfirlýsingu og segir að Ísraelsher geti ekki þaggað niður umfjöllun tyrkneskra blaðamanna.We strongly condemn Israel’s attack against Anadolu Agency’s office in Gaza. Turkey and Anadolu Agency will continue to tell the world about Israeli terrorism and atrocities in Gaza and other parts of Palestine despite such attacks. — Recep Tayyip Erdoğan (@RTErdogan) May 4, 2019 „Tyrkir og Anadolu Agency halda áfram að segja heiminum frá hryðjuverkum Ísraels og grimmdarverkum þeirra á Gaza og annars staðar í Palestínu þrátt fyrir þessa árás.“Senol Kazanci sagði fyrir hönd miðilsins að það væri alveg ljóst að Anadolu Agency hefði verið skotmark Ísraelshers. Hann segir að samstarfsfólk sitt í Palestínu hefði yfirgefið ritstjórnarskrifstofur fjölmiðilsins rétt áður en árásin hófst og því hafi ekki orðið neitt manntjón. Hann segir árásina á Anadolu Agency og starfsfólk fjölmiðilsins vera árás á frjálsa fjölmiðlun rétt fólks til upplýsinga. „Þetta er ekki fyrsta árásin á blaðamenn og ritstjórnarskrifstofur í Palestínu. Við viljum að gjörvöll heimsbyggðin viti að þessar árásir draga ekki úr okkur kjarkinn“.
Gasa Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10 Yfir 150 flugskeytum skotið yfir landamæri Ísrael og Palestínu 150 flugskeytum hefur verið skotið frá Gaza-ströndinni yfir landamærin til Ísrael í dag, samkvæmt ísraelska hersins. Árásunum var svarað með mótárásum á Gaza-svæðið 4. maí 2019 17:09 Ár síðan vikuleg mótmæli hófust við landamæri Gasa og Ísrael Tugir þúsunda Palestínumanna komu saman á Gasaströndinni í gær og mótmæltu í vikulegum mótmælum við landamærin að Ísrael. 30. mars 2019 20:17 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10
Yfir 150 flugskeytum skotið yfir landamæri Ísrael og Palestínu 150 flugskeytum hefur verið skotið frá Gaza-ströndinni yfir landamærin til Ísrael í dag, samkvæmt ísraelska hersins. Árásunum var svarað með mótárásum á Gaza-svæðið 4. maí 2019 17:09
Ár síðan vikuleg mótmæli hófust við landamæri Gasa og Ísrael Tugir þúsunda Palestínumanna komu saman á Gasaströndinni í gær og mótmæltu í vikulegum mótmælum við landamærin að Ísrael. 30. mars 2019 20:17