Ríkisþingmenn New York opna á afhendingu skattaskýrslna Trump Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2019 22:30 Skattaskýrslur Trump í New York myndu veita þingmönnum miklar upplýsingar um fjármál forsetans. Vísir/Getty Þingmenn New York ríkis hafa samþykkt lagafrumvarp sem mun gera þingmönnum Bandaríkjaþings kleift að koma höndum yfir skattskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, þarf að skrifa undir frumvarpið til að gera það að lögum og hefur hann þegar gefið út að hann muni gera það. Frumvarpið felur í sér lagabreytingar sem munu gera meðlimum nokkurra þingnefnda í bæði fulltrúa og öldungadeild Bandaríkjaþings að kalla eftir skattaskýrslum aðila frá New York ríki og fá þær afhentar. Nefndarmenn gætu þó einungis gert það eftir að Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur neitað að afhenda skattaskýrslur einhvers á alríkisstiginu, samkvæmt NBC News.New York gæti þó eingöngu afhent skattaskýrslur frá ríkinu sjálfu en ekki alríkisskattaskýrslur. Þingmenn Demókrataflokksins og Hvíta húsið berjast nú um þær skattaskýrslur Trump. Miklar upplýsingar um fjármál forsetans fengjust þó úr skattaskýrslunum frá New York þar sem höfuðstöðvar fyrirtækis Trump hafa ávallt verið og þar sem forsetinn hefur búið alla sína ævi. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, neitaði á mánudaginn að afhenda þinginu skattaskýrslur Trump. Ríkisþingmaðurinn Brad Hoylman sagði í dag að Trump hefði brotið gegn áratugagamalli hefð með því að opinbera ekki skattaskýrslur sínar og nú væri hann að koma í veg fyrir að þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gæti framfylgt eftirlitsstörfum sínum. Því þyrfti New York ríki að grípa inn í.Jerold Nadler, formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar, segir frumvarp þetta vera eins konar hliðarinngang að Hvíta húsinu sem berst með kjafti og klóm gegn öllu eftirliti. Skattagögn sem lekið var til New York Times sýna að á árunum 1985 til 1994 tapaði Trump um 1,2 milljörðum dala á fyrirtækjum sínum. Hann virðist hafa verið sá einstaklingur sem tapaði mestu í Bandaríkjunum þau ár, tvöfalt meira en sá næsti á eftir honum.Sjá einnig: Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskattFyrr í dag sagði Trump að það hefði verið jákvætt að sýna fram á tap á þessum tíma vegna „skatta mála“ og það hafi næstum því allir sem sýsluðu með fasteignir gert. Hann líkti þessu við einhverskonar íþrótt. Þetta hefur verið túlkað á þann veg að Trump sé að viðurkenna að hafa beitt bókhaldsbrellum til að komast hjá því að greiða skatta.Vilja einnig koma í veg fyrir náðanir Þingmennirnir samþykktu einnig frumvarp sem snýr að því að ef Trump skyldi náða einhvern í framtíðinni, væri þrátt fyrir það hægt að ákæra þann aðila fyrir mögulega glæpi í New York. Lögin yrðu ekki afturvirk. Það þýðir til dæmis að ef Michael Cohen, lögmaður Trump til langs tíma, yrði náðaður yrði ekki hægt að sækja hann aftur til saka. Hann hóf nýverið afplánun fyrir brot á kosningalögum þegar hann sá um að greiða tveimur konum sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump til að þegja um það og fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi.....you would get it by building, or even buying. You always wanted to show losses for tax purposes....almost all real estate developers did - and often re-negotiate with banks, it was sport. Additionally, the very old information put out is a highly inaccurate Fake News hit job!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 8, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkissaksóknarar segja hægt að ákæra Trump ef hann væri ekki forseti Tæplega fjögur hundruð fyrrverandi alríkissaksóknarar, sem hafa unnið undir ríkisstjórnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrata, segja það fullvíst að Donald Trump hefði verið ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar, á grundvelli Rússarannsóknarinnar svokölluðu, ef hann væri ekki forseti. 6. maí 2019 18:15 Lögmaður Bandaríkjaforseta hefur afplánun fangelsisdóms Áður en hann hélt í fangelsi hét Michael Cohen því að ýmislegt væri enn ósagt um málefni Trump forseta og sagðist hlakka til að segja allan sannleikann um þau. 6. maí 2019 15:06 Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskatt Gögn sem New York Times komst yfir benda til þess að fyrirtæki Bandaríkjaforseta hafi tapað rúmum 143 milljörðum íslenskra króna á 9. og 10. áratug síðustu aldar. 8. maí 2019 11:00 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Þingmenn New York ríkis hafa samþykkt lagafrumvarp sem mun gera þingmönnum Bandaríkjaþings kleift að koma höndum yfir skattskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, þarf að skrifa undir frumvarpið til að gera það að lögum og hefur hann þegar gefið út að hann muni gera það. Frumvarpið felur í sér lagabreytingar sem munu gera meðlimum nokkurra þingnefnda í bæði fulltrúa og öldungadeild Bandaríkjaþings að kalla eftir skattaskýrslum aðila frá New York ríki og fá þær afhentar. Nefndarmenn gætu þó einungis gert það eftir að Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur neitað að afhenda skattaskýrslur einhvers á alríkisstiginu, samkvæmt NBC News.New York gæti þó eingöngu afhent skattaskýrslur frá ríkinu sjálfu en ekki alríkisskattaskýrslur. Þingmenn Demókrataflokksins og Hvíta húsið berjast nú um þær skattaskýrslur Trump. Miklar upplýsingar um fjármál forsetans fengjust þó úr skattaskýrslunum frá New York þar sem höfuðstöðvar fyrirtækis Trump hafa ávallt verið og þar sem forsetinn hefur búið alla sína ævi. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, neitaði á mánudaginn að afhenda þinginu skattaskýrslur Trump. Ríkisþingmaðurinn Brad Hoylman sagði í dag að Trump hefði brotið gegn áratugagamalli hefð með því að opinbera ekki skattaskýrslur sínar og nú væri hann að koma í veg fyrir að þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gæti framfylgt eftirlitsstörfum sínum. Því þyrfti New York ríki að grípa inn í.Jerold Nadler, formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar, segir frumvarp þetta vera eins konar hliðarinngang að Hvíta húsinu sem berst með kjafti og klóm gegn öllu eftirliti. Skattagögn sem lekið var til New York Times sýna að á árunum 1985 til 1994 tapaði Trump um 1,2 milljörðum dala á fyrirtækjum sínum. Hann virðist hafa verið sá einstaklingur sem tapaði mestu í Bandaríkjunum þau ár, tvöfalt meira en sá næsti á eftir honum.Sjá einnig: Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskattFyrr í dag sagði Trump að það hefði verið jákvætt að sýna fram á tap á þessum tíma vegna „skatta mála“ og það hafi næstum því allir sem sýsluðu með fasteignir gert. Hann líkti þessu við einhverskonar íþrótt. Þetta hefur verið túlkað á þann veg að Trump sé að viðurkenna að hafa beitt bókhaldsbrellum til að komast hjá því að greiða skatta.Vilja einnig koma í veg fyrir náðanir Þingmennirnir samþykktu einnig frumvarp sem snýr að því að ef Trump skyldi náða einhvern í framtíðinni, væri þrátt fyrir það hægt að ákæra þann aðila fyrir mögulega glæpi í New York. Lögin yrðu ekki afturvirk. Það þýðir til dæmis að ef Michael Cohen, lögmaður Trump til langs tíma, yrði náðaður yrði ekki hægt að sækja hann aftur til saka. Hann hóf nýverið afplánun fyrir brot á kosningalögum þegar hann sá um að greiða tveimur konum sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump til að þegja um það og fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi.....you would get it by building, or even buying. You always wanted to show losses for tax purposes....almost all real estate developers did - and often re-negotiate with banks, it was sport. Additionally, the very old information put out is a highly inaccurate Fake News hit job!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 8, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkissaksóknarar segja hægt að ákæra Trump ef hann væri ekki forseti Tæplega fjögur hundruð fyrrverandi alríkissaksóknarar, sem hafa unnið undir ríkisstjórnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrata, segja það fullvíst að Donald Trump hefði verið ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar, á grundvelli Rússarannsóknarinnar svokölluðu, ef hann væri ekki forseti. 6. maí 2019 18:15 Lögmaður Bandaríkjaforseta hefur afplánun fangelsisdóms Áður en hann hélt í fangelsi hét Michael Cohen því að ýmislegt væri enn ósagt um málefni Trump forseta og sagðist hlakka til að segja allan sannleikann um þau. 6. maí 2019 15:06 Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskatt Gögn sem New York Times komst yfir benda til þess að fyrirtæki Bandaríkjaforseta hafi tapað rúmum 143 milljörðum íslenskra króna á 9. og 10. áratug síðustu aldar. 8. maí 2019 11:00 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Alríkissaksóknarar segja hægt að ákæra Trump ef hann væri ekki forseti Tæplega fjögur hundruð fyrrverandi alríkissaksóknarar, sem hafa unnið undir ríkisstjórnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrata, segja það fullvíst að Donald Trump hefði verið ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar, á grundvelli Rússarannsóknarinnar svokölluðu, ef hann væri ekki forseti. 6. maí 2019 18:15
Lögmaður Bandaríkjaforseta hefur afplánun fangelsisdóms Áður en hann hélt í fangelsi hét Michael Cohen því að ýmislegt væri enn ósagt um málefni Trump forseta og sagðist hlakka til að segja allan sannleikann um þau. 6. maí 2019 15:06
Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskatt Gögn sem New York Times komst yfir benda til þess að fyrirtæki Bandaríkjaforseta hafi tapað rúmum 143 milljörðum íslenskra króna á 9. og 10. áratug síðustu aldar. 8. maí 2019 11:00
Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10