Fimm æfingar kvennalandsliðsins fara fram í fjórum mismunandi íþróttahúsum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2019 17:00 Helena Sverrisdóttir og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir eru í íslenska landsliðinu sem er byrjað að æfa undir stjórn nýs landsliðsþjálfara. vísir/vilhelm Það hefur verið mikið púsluspil fyrir kvennalandsliðið í körfubolta að hefja æfingar fyrir Smáþjóðaleikana sem fara fram í lok mánaðarins. Aðstöðuleysi gerir liðinu erfitt fyrir og þurfa bestu körfuboltakonur landsins að treysta á velvilja frá félögum. Benedikt Guðmundsson tók við kvennalandsliðinu í körfubolta á dögunum og þetta er hans fyrsta verkefni. Hann valdi stóran hóp í byrjun og ætlar að gefa mörgum leikmönnum tækifæri til að sýna sig og sanna. Það kallar á margar æfingar. Staðreynd málsins er aftur á móti sú að kvennalandsliðið hefur engan samastað eins og formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, bendir á í stuttum pistli á fésbókinni í dag. Hannes þakkar Fjölni, ÍR, Stjörnunni og Haukum fyrir að redda húsi fyrir þessar fimm æfingar liðsins í þessari viku. Hann treystir líka á það að fleiri félög hjálpi til í næstu viku. „Stelpurnar okkar munu æfa fimm sinnum i þessari viku í fjórum íþróttahúsum. Miklar þakkir til félaganna: Fjölnis, ÍR, Stjörnunnar og Hauka, fleiri félög munu örugglega bætast við i næstu viku. Án þessarar mikilvægu aðstoðar félaganna okkar þá væru engar æfingar. Kiddi afreksstjóri er enn að reyna að púsla þessu saman svo stelpurnar geti vitað dagskrána sína en þetta er nú ekki fyrr en i næstu viku,“ skrifar Hannes. Hannes er nýkominn af Íþróttaþingi ÍSÍ þar sem samþykkt var áskorun til stjórnvalda um að byggja nýjan þjóðarleikvang þar sem landsliðin og afreksfólkið hefði aðstöðu til að æfa og keppa. Ráðherra íþróttamála Lilja Alfreðsdóttir lýsti yfir ánægju með tillöguna við upphaf þings og sagðist styðja hana. Stjórn ÍSÍ þarf að skipa vinnuhóp um málið fyrir 20.maí. „Aðstöðuleysi landsliðanna okkar sést þarna svona kristaltært. Landsliðunum okkar vantar heimili. Viljum við Íslendingar búa svona að afreksfólkinu okkar,“ skrifar Hannes eins og sjá má hér fyrir neðan. Körfubolti Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Það hefur verið mikið púsluspil fyrir kvennalandsliðið í körfubolta að hefja æfingar fyrir Smáþjóðaleikana sem fara fram í lok mánaðarins. Aðstöðuleysi gerir liðinu erfitt fyrir og þurfa bestu körfuboltakonur landsins að treysta á velvilja frá félögum. Benedikt Guðmundsson tók við kvennalandsliðinu í körfubolta á dögunum og þetta er hans fyrsta verkefni. Hann valdi stóran hóp í byrjun og ætlar að gefa mörgum leikmönnum tækifæri til að sýna sig og sanna. Það kallar á margar æfingar. Staðreynd málsins er aftur á móti sú að kvennalandsliðið hefur engan samastað eins og formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, bendir á í stuttum pistli á fésbókinni í dag. Hannes þakkar Fjölni, ÍR, Stjörnunni og Haukum fyrir að redda húsi fyrir þessar fimm æfingar liðsins í þessari viku. Hann treystir líka á það að fleiri félög hjálpi til í næstu viku. „Stelpurnar okkar munu æfa fimm sinnum i þessari viku í fjórum íþróttahúsum. Miklar þakkir til félaganna: Fjölnis, ÍR, Stjörnunnar og Hauka, fleiri félög munu örugglega bætast við i næstu viku. Án þessarar mikilvægu aðstoðar félaganna okkar þá væru engar æfingar. Kiddi afreksstjóri er enn að reyna að púsla þessu saman svo stelpurnar geti vitað dagskrána sína en þetta er nú ekki fyrr en i næstu viku,“ skrifar Hannes. Hannes er nýkominn af Íþróttaþingi ÍSÍ þar sem samþykkt var áskorun til stjórnvalda um að byggja nýjan þjóðarleikvang þar sem landsliðin og afreksfólkið hefði aðstöðu til að æfa og keppa. Ráðherra íþróttamála Lilja Alfreðsdóttir lýsti yfir ánægju með tillöguna við upphaf þings og sagðist styðja hana. Stjórn ÍSÍ þarf að skipa vinnuhóp um málið fyrir 20.maí. „Aðstöðuleysi landsliðanna okkar sést þarna svona kristaltært. Landsliðunum okkar vantar heimili. Viljum við Íslendingar búa svona að afreksfólkinu okkar,“ skrifar Hannes eins og sjá má hér fyrir neðan.
Körfubolti Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira