Umfjöllun og viðtöl: Valur - Keflavík 75-63│Valskonur tóku forystuna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. apríl 2019 21:15 vísir/bára Valur er komið með yfirhöndina í úrslitaeinvígi Domino‘s deildar kvenna í körfubolta eftir sigur á Keflavík í fyrsta leik liðanna í Origo höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn byrjaði mjög hægt og voru bæði lið að gera mikið af mistökum. Skotin vildu ekki ofan í körfuna, hvorki einföld skot né erfið, og eftir fimm mínútna leik var staðan 2-2. Undir lok leikhlutans fóru skotin loks að detta, þá sérstaklega hjá heimakonum og Valur leiddi 14-6 eftir fyrsta leikhluta. Liðin fundu loks körfuna í öðrum leikhluta en þó var mikið um klaufaleg mistök. Keflavíkurkonur sofnuðu á verðinum um miðjan leikhlutann og Valur náði að byggja sér upp þægilegt forskot. Gestirnir tóku þó áhlaup undir lok leikhlutans og náðu að minnka muninn aftur. Það munaði 11 stigum í hálfleik, 39-28. Bláklæddir gestirnir komu af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn og unnu fljótt á forskot Vals. Þær náðu að jafna leikinn í 47-47 þegar um þrjár mínútur voru eftir af þriðja leikhluta. Þá tók Darri Freyr Atlason leikhlé sem heldur betur hafði áhrif. Eftir leikhléið féll allt með Valskonum sem fóru á áhlaup og flautuþristur Hallveigar Jónsdóttur tryggði Val tíu stiga forystu fyrir loka fjórðunginn. Keflavík gafst ekki upp í loka fjórðungnum en náði ekki að jafna leikinn aftur. Undir lokinn var sóknarleikurinn þeirra ekki að skila þeim árangri sem þurfti og Valur fór að lokum með tólf stiga sigur, 75-63.vísir/báraAf hverju vann Valur? Valur átti áhlaup sem skiluðu forystu í leiknum, áhlaup Keflavíkur náðu í raun ekki að skila þeim neinu. Slæmur kafli Keflavíkur í öðrum leikhluta þar sem Valur komst í hátt í tuttugu stiga forskot hafði stór áhrif. Keflvíkingar svöruðu þessum slæma kafla vissulega vel, þær gerðu góð áhlaup og náðu að jafna leikinn, en það vantaði herslumuninn. Keflavík var aldrei yfir í leiknum, það er erfitt að elta og sérstaklega þegar þú þarft að vinna upp mikinn mun gegn jafn sterku liði og Valur er.Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða var langt undir pari í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik hann skánaði aðeins í þeim síðari. Lokatölurnar benda til þess að það hafi lítið verið skorað en það var ekki vegna þess að varnarleikurinn hafi verið framúrskarandi, þó hann hafi ekki verið slakur heldur. Sóknarleikurinn var hins vegar einfaldlega ekki nógu góður. Bæði lið voru að fara illa með opin skot og dauðafæri, sem og það voru margir klaufalega tapaðir boltar.Hverjar stóðu upp úr? Helena Sverrisdóttir og Heather Butler voru báðar með 23 stig í liði Vals og stigahæstar. Butler var mjög sterk í því að taka af skarið og leiða sóknarleikinn áfram. Í liði Keflavíkur átti Þóranna Kika Hodge-Carr frábærar innkomur á bekknum og var sérlega mikilvæg í áhlaupum Keflvíkinga.Hvað gerist næst? Liðin mætast öðru sinni í Keflavík eftir aðeins tvo daga, á miðvikudaginn 24. apríl.vísir/báraJón: Hefðum hæglega getað unnið „Tölfræðin segir allt. 23 sóknarfráköst hjá þeim og 20 tapaðir boltar hjá okkur. Það er útilokað að vinna jafn gott lið og Valur er með þessa tölfræði,“ sagði Jón Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, í leikslok. „Við þurfum að fara betur í fráköstin og setja smá skrokk í þær.“ Keflavíkurliðið kom ekki af almennilegum krafti inn í leikinn í upphafi en komu sterkar inn í seinni hálfleikinn. Jón sagði það hafa verið honum að kenna. „Kannski náði ég ekki að stilla spennustigið rétt, ég tek það á mig hvernig við komum inn í leikinn.“ „En við komum inn í seinni hálfleikinn og hefðum hæglega getað unnið leikinn ef ekki hefði verið fyrir of marga tæknifeila í fjórða leikhluta,“ sagði Jón Guðmundsson.vísir/báraDarri: Mikilvægt að geta tekið höggum Þjálfari Vals, Darri Freyr Atlason, var ánægðastur með það hvernig hans lið brást við áhlaupi Keflavíkur í þriðja leikhluta. „Það koma stór skot og það er mikilvægt að geta tekið höggum og haldið sterkri höku og komið til baka,“ sagði Darri í leikslok. „Mér fannst dómararnir frábærir, þeir leyfðu svipað báðu megin og meira heldur en í deildarkeppninni. Við töluðum um það eftir KR seríuna að við þyrftum að hætta að væla og mæta línunni sem þeir settu.“ Valsliðið náði að halda vel aftur af Brittanny Dinkins og Söru Rún Hinriksdóttur í dag. „Við leggjum lang mesta áherslu á Brittanny og svo Söru einn á einn. Mér fannst allar sem snertu á þeim í dag standa sig vel.“ „Þá þurfa aðrar stelpur í Keflavíkurliðinu að stíga upp og hafa áhrif og það er veðmálið sem við erum að taka,“ sagði Darri Freyr. Dominos-deild kvenna
Valur er komið með yfirhöndina í úrslitaeinvígi Domino‘s deildar kvenna í körfubolta eftir sigur á Keflavík í fyrsta leik liðanna í Origo höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn byrjaði mjög hægt og voru bæði lið að gera mikið af mistökum. Skotin vildu ekki ofan í körfuna, hvorki einföld skot né erfið, og eftir fimm mínútna leik var staðan 2-2. Undir lok leikhlutans fóru skotin loks að detta, þá sérstaklega hjá heimakonum og Valur leiddi 14-6 eftir fyrsta leikhluta. Liðin fundu loks körfuna í öðrum leikhluta en þó var mikið um klaufaleg mistök. Keflavíkurkonur sofnuðu á verðinum um miðjan leikhlutann og Valur náði að byggja sér upp þægilegt forskot. Gestirnir tóku þó áhlaup undir lok leikhlutans og náðu að minnka muninn aftur. Það munaði 11 stigum í hálfleik, 39-28. Bláklæddir gestirnir komu af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn og unnu fljótt á forskot Vals. Þær náðu að jafna leikinn í 47-47 þegar um þrjár mínútur voru eftir af þriðja leikhluta. Þá tók Darri Freyr Atlason leikhlé sem heldur betur hafði áhrif. Eftir leikhléið féll allt með Valskonum sem fóru á áhlaup og flautuþristur Hallveigar Jónsdóttur tryggði Val tíu stiga forystu fyrir loka fjórðunginn. Keflavík gafst ekki upp í loka fjórðungnum en náði ekki að jafna leikinn aftur. Undir lokinn var sóknarleikurinn þeirra ekki að skila þeim árangri sem þurfti og Valur fór að lokum með tólf stiga sigur, 75-63.vísir/báraAf hverju vann Valur? Valur átti áhlaup sem skiluðu forystu í leiknum, áhlaup Keflavíkur náðu í raun ekki að skila þeim neinu. Slæmur kafli Keflavíkur í öðrum leikhluta þar sem Valur komst í hátt í tuttugu stiga forskot hafði stór áhrif. Keflvíkingar svöruðu þessum slæma kafla vissulega vel, þær gerðu góð áhlaup og náðu að jafna leikinn, en það vantaði herslumuninn. Keflavík var aldrei yfir í leiknum, það er erfitt að elta og sérstaklega þegar þú þarft að vinna upp mikinn mun gegn jafn sterku liði og Valur er.Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða var langt undir pari í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik hann skánaði aðeins í þeim síðari. Lokatölurnar benda til þess að það hafi lítið verið skorað en það var ekki vegna þess að varnarleikurinn hafi verið framúrskarandi, þó hann hafi ekki verið slakur heldur. Sóknarleikurinn var hins vegar einfaldlega ekki nógu góður. Bæði lið voru að fara illa með opin skot og dauðafæri, sem og það voru margir klaufalega tapaðir boltar.Hverjar stóðu upp úr? Helena Sverrisdóttir og Heather Butler voru báðar með 23 stig í liði Vals og stigahæstar. Butler var mjög sterk í því að taka af skarið og leiða sóknarleikinn áfram. Í liði Keflavíkur átti Þóranna Kika Hodge-Carr frábærar innkomur á bekknum og var sérlega mikilvæg í áhlaupum Keflvíkinga.Hvað gerist næst? Liðin mætast öðru sinni í Keflavík eftir aðeins tvo daga, á miðvikudaginn 24. apríl.vísir/báraJón: Hefðum hæglega getað unnið „Tölfræðin segir allt. 23 sóknarfráköst hjá þeim og 20 tapaðir boltar hjá okkur. Það er útilokað að vinna jafn gott lið og Valur er með þessa tölfræði,“ sagði Jón Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, í leikslok. „Við þurfum að fara betur í fráköstin og setja smá skrokk í þær.“ Keflavíkurliðið kom ekki af almennilegum krafti inn í leikinn í upphafi en komu sterkar inn í seinni hálfleikinn. Jón sagði það hafa verið honum að kenna. „Kannski náði ég ekki að stilla spennustigið rétt, ég tek það á mig hvernig við komum inn í leikinn.“ „En við komum inn í seinni hálfleikinn og hefðum hæglega getað unnið leikinn ef ekki hefði verið fyrir of marga tæknifeila í fjórða leikhluta,“ sagði Jón Guðmundsson.vísir/báraDarri: Mikilvægt að geta tekið höggum Þjálfari Vals, Darri Freyr Atlason, var ánægðastur með það hvernig hans lið brást við áhlaupi Keflavíkur í þriðja leikhluta. „Það koma stór skot og það er mikilvægt að geta tekið höggum og haldið sterkri höku og komið til baka,“ sagði Darri í leikslok. „Mér fannst dómararnir frábærir, þeir leyfðu svipað báðu megin og meira heldur en í deildarkeppninni. Við töluðum um það eftir KR seríuna að við þyrftum að hætta að væla og mæta línunni sem þeir settu.“ Valsliðið náði að halda vel aftur af Brittanny Dinkins og Söru Rún Hinriksdóttur í dag. „Við leggjum lang mesta áherslu á Brittanny og svo Söru einn á einn. Mér fannst allar sem snertu á þeim í dag standa sig vel.“ „Þá þurfa aðrar stelpur í Keflavíkurliðinu að stíga upp og hafa áhrif og það er veðmálið sem við erum að taka,“ sagði Darri Freyr.