Markmiðið er að fara á HM í haust Hjörvar Ólafsson skrifar 24. apríl 2019 11:00 Sindri Hrafn stefnir á að bæta sig um tvo metra á árinu. Fréttablaðið/getty Sindri Hrafn Guðmundsson spjótkastari hefur verið að glíma við eymsli í baki undanfarnar vikur en stefnir á að snúa aftur á kastbrautina um miðjan maí. Þar ætlar hann að kasta á innanskólamóti þar sem hann stefnir að því að komast inn á NCAA-meistaramótið sem er sterkasta spjótkastskeppni bandarísku háskólanna. Sindri Hrafn lenti í þriðja sæti á NCAA í fyrrasumar en mótið er haldið í byrjun júní. Hann segir bakeymslin hafi haldið honum frá því að kasta síðustu vikur en meiðslin séu þó ekki alvarleg og muni ekki verða honum til trafala í sumar og í haust þegar heimsmeistaramótið fer fram. Sindri Hrafn er með það sem langtímamarkmið að ná lágmarki inn á heimsmeistaramótið. Til þess þarf hann að kasta 83 metra en hann á best 80,91 metra. Hann telur raunhæft að kasta yfir 83 metra á þessu ári. „Þessi meiðsli hafa verið að plaga mig og ég ákvað að taka mér hvíld til þess að vera ferskur fyrir NCAA. Ég ætti að eiga auðvelt með að kasta mig inn á það mót og mig langar mjög að gera betur þar en í fyrra. Bakmeiðslin eru bólgumyndun sem hefur gengið til baka og ég stefni á að kasta á innanskólamóti eftir tvær vikur,“ segir Sindri Hrafn í samtali við Fréttablaðið. „Þegar skólanum er lokið og eftir NCAA mun ég koma heim og æfa undir stjórn Einars Vilhjálmssonar og taka þátt í Meistaramóti Íslands og þeim mótum sem eru heima í sumar. Þá er ég að pæla í að taka þátt í móti í Gautaborg. Á þessum mótum er ég með það að markmiði að kasta yfir 83 metra og tryggja mig inn á heimsmeistaramótið sem haldið er næsta haust,“ segir hann enn fremur um framhaldið. „Ég á best 80,91 metra og ég tel það klárlega vel mögulegt að fara yfir 83 metrana á þessu ári. Mitt besta kast kom á síðasta ári og mér finnst ég alveg klárlega eiga nokkra metra inni. Bakið ætti ekki að koma í veg fyrir að ég nái því markmiði að keppa á heimsmeistaramótinu. Nú verð ég bara að æfa vel þegar bakið er komið í lag og halda áfram að bæta mig,“ segir Sindri um væntingar sínar fyrir það sem eftir er árs. Sindri stundar nám og æfir í Utah í Bandaríkjunum en hann á eitt ár eftir af skólanum. Hann segist ekki vera farinn að pæla í því hvað hann gerir eftir það. „Það eru fínar aðstæður hér til þess að æfa og keppa þrátt fyrir að það sé snjóþungt á veturna. Það er orðið hlýtt núna og aðstæður eins og best verður á kosið. Mér líður vel hérna úti og ég hef bætt mig jafnt og þétt meðan á dvöl minni hefur staðið. Ég er ekki farinn að pæla í því hvað ég geri næsta vor enda nægur tími til þess að pæla í því,“ segir hann um framtíðina. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Sindri Hrafn Guðmundsson spjótkastari hefur verið að glíma við eymsli í baki undanfarnar vikur en stefnir á að snúa aftur á kastbrautina um miðjan maí. Þar ætlar hann að kasta á innanskólamóti þar sem hann stefnir að því að komast inn á NCAA-meistaramótið sem er sterkasta spjótkastskeppni bandarísku háskólanna. Sindri Hrafn lenti í þriðja sæti á NCAA í fyrrasumar en mótið er haldið í byrjun júní. Hann segir bakeymslin hafi haldið honum frá því að kasta síðustu vikur en meiðslin séu þó ekki alvarleg og muni ekki verða honum til trafala í sumar og í haust þegar heimsmeistaramótið fer fram. Sindri Hrafn er með það sem langtímamarkmið að ná lágmarki inn á heimsmeistaramótið. Til þess þarf hann að kasta 83 metra en hann á best 80,91 metra. Hann telur raunhæft að kasta yfir 83 metra á þessu ári. „Þessi meiðsli hafa verið að plaga mig og ég ákvað að taka mér hvíld til þess að vera ferskur fyrir NCAA. Ég ætti að eiga auðvelt með að kasta mig inn á það mót og mig langar mjög að gera betur þar en í fyrra. Bakmeiðslin eru bólgumyndun sem hefur gengið til baka og ég stefni á að kasta á innanskólamóti eftir tvær vikur,“ segir Sindri Hrafn í samtali við Fréttablaðið. „Þegar skólanum er lokið og eftir NCAA mun ég koma heim og æfa undir stjórn Einars Vilhjálmssonar og taka þátt í Meistaramóti Íslands og þeim mótum sem eru heima í sumar. Þá er ég að pæla í að taka þátt í móti í Gautaborg. Á þessum mótum er ég með það að markmiði að kasta yfir 83 metra og tryggja mig inn á heimsmeistaramótið sem haldið er næsta haust,“ segir hann enn fremur um framhaldið. „Ég á best 80,91 metra og ég tel það klárlega vel mögulegt að fara yfir 83 metrana á þessu ári. Mitt besta kast kom á síðasta ári og mér finnst ég alveg klárlega eiga nokkra metra inni. Bakið ætti ekki að koma í veg fyrir að ég nái því markmiði að keppa á heimsmeistaramótinu. Nú verð ég bara að æfa vel þegar bakið er komið í lag og halda áfram að bæta mig,“ segir Sindri um væntingar sínar fyrir það sem eftir er árs. Sindri stundar nám og æfir í Utah í Bandaríkjunum en hann á eitt ár eftir af skólanum. Hann segist ekki vera farinn að pæla í því hvað hann gerir eftir það. „Það eru fínar aðstæður hér til þess að æfa og keppa þrátt fyrir að það sé snjóþungt á veturna. Það er orðið hlýtt núna og aðstæður eins og best verður á kosið. Mér líður vel hérna úti og ég hef bætt mig jafnt og þétt meðan á dvöl minni hefur staðið. Ég er ekki farinn að pæla í því hvað ég geri næsta vor enda nægur tími til þess að pæla í því,“ segir hann um framtíðina.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira