Forsetar Úkraínu foxillir út í Pútín Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. apríl 2019 08:45 Rússlandsforseti sagðist ekki ætla sér að klekkja á Selenskíj. Nordicphotos/AFP Hveitibrauðsdagar Volodíjmíjrs Selenskíj eftir að hann bar sigur úr býtum í forsetakosningunum í Úkraínu á sunnudag voru ekki margir. Vladímír Pútín Rússaforseti undirritaði í gær tilskipun um að einfalda skyldi íbúum þess svæðis í Austur-Úkraínu sem aðskilnaðarsinnar halda í Donbass að öðlast rússneskt vegabréf. Rússar hafa ítrekað verið sagðir aðstoða aðskilnaðarsinnana. Fram á það hafa rannsóknir Reuters til að mynda sýnt. Þá hafa myndir í gegnum tíðina birst á samfélagsmiðlum þar sem rússneskir hermenn virðast staddir í Úkraínu. Pútín sagði tilskipun sína ekki undirritaða með það í huga að valda verðandi leiðtoga Úkraínu vandræðum. „Frekar til þess að leysa úr þeim vanda að fólk í Donetsk og Lúhansk fær ekki að njóta mannréttinda sinna.“ Petro Porosjenko, fráfarandi forseti, og Selenskíj fordæmdu báðir ákvörðun rússneskra stjórnvalda. Porosjenko sagði að með þessu væri brotið gegn alþjóðalögum. „Rússar eru að skemma fyrir friðarumleitunum í Donbass,“ sagði Porosjenko. Forsetinn fráfarandi bætti því við að Rússar væru að reyna að réttlæta veru rússneska hersins í Austur-Úkraínu. Hann fór einnig fram á að viðskiptaþvinganir gegn Rússum yrðu hertar vegna málsins. Selenskíj, sem er algjör nýgræðingur á sviði stjórnmála fyrir utan að hafa leikið forseta Úkraínu í gamanþáttum, tók í sama streng. „Við treystum á aukinn pólitískan þrýsting og þvinganir gegn Rússlandi. Rússland hefur með þessu viðurkennt að það sé hernámsríki,“ sagði í yfirlýsingu frá verðandi forseta. Pavlo Klimkin, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði á Twitter að í ákvörðuninni fælist árásargirni gegn Úkraínu og afskipti af innanríkismálum. Hann hvatti því Úkraínumenn á svæðinu til þess að sækja ekki um rússneskt vegabréf. Samband Rússlands og Úkraínu hefur verið með versta móti allt frá því Viktor Janúkovítsj, forseti Úkraínu, hrökklaðist frá völdum árið 2014 eftir stíf mótmæli. Janúkovítsj naut stuðnings rússneskra stjórnvalda. Í kjölfar mótmælanna innlimuðu Rússar hinn úkraínska Krímskaga. Átök brutust út í Donbass á milli aðskilnaðarsinna sem vildu náið samband við Rússa og úkraínska herinn. Þessi átök og meint aðstoð rússneskra yfirvalda við aðskilnaðarsinna varð til þess að Vesturlönd komu á þvingunum gegn Rússlandi. Selenskíj hefur heitið því að Úkraína muni áfram stóla á samstarf við Vesturlönd. The New York Times metur stöðuna sem svo að hann sé þó ekki jafnmikill vesturlandasinni og fyrirrennarinn. Birtist í Fréttablaðinu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Yfirvöld Úkraínu segjast hafa gómað rússneska útsendara Einn hinna handteknu reyndi að koma sprengju fyrir undir bíl starfsmanns leyniþjónustu úkraínska hersins. 17. apríl 2019 12:10 „Ég er afleiðing mistaka þinna“ Talið er líklegt að grínistinn Volodymyr Zelenskiy verði næsti forseti Úkraínu. 20. apríl 2019 16:11 Grínisti næsti forseti Úkraínu Vólódómír Selenskíj er næsti forseti Úkraínu. Hann hlaut yfir 70% atkvæða samkvæmt útgönguspám. 21. apríl 2019 18:31 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Hveitibrauðsdagar Volodíjmíjrs Selenskíj eftir að hann bar sigur úr býtum í forsetakosningunum í Úkraínu á sunnudag voru ekki margir. Vladímír Pútín Rússaforseti undirritaði í gær tilskipun um að einfalda skyldi íbúum þess svæðis í Austur-Úkraínu sem aðskilnaðarsinnar halda í Donbass að öðlast rússneskt vegabréf. Rússar hafa ítrekað verið sagðir aðstoða aðskilnaðarsinnana. Fram á það hafa rannsóknir Reuters til að mynda sýnt. Þá hafa myndir í gegnum tíðina birst á samfélagsmiðlum þar sem rússneskir hermenn virðast staddir í Úkraínu. Pútín sagði tilskipun sína ekki undirritaða með það í huga að valda verðandi leiðtoga Úkraínu vandræðum. „Frekar til þess að leysa úr þeim vanda að fólk í Donetsk og Lúhansk fær ekki að njóta mannréttinda sinna.“ Petro Porosjenko, fráfarandi forseti, og Selenskíj fordæmdu báðir ákvörðun rússneskra stjórnvalda. Porosjenko sagði að með þessu væri brotið gegn alþjóðalögum. „Rússar eru að skemma fyrir friðarumleitunum í Donbass,“ sagði Porosjenko. Forsetinn fráfarandi bætti því við að Rússar væru að reyna að réttlæta veru rússneska hersins í Austur-Úkraínu. Hann fór einnig fram á að viðskiptaþvinganir gegn Rússum yrðu hertar vegna málsins. Selenskíj, sem er algjör nýgræðingur á sviði stjórnmála fyrir utan að hafa leikið forseta Úkraínu í gamanþáttum, tók í sama streng. „Við treystum á aukinn pólitískan þrýsting og þvinganir gegn Rússlandi. Rússland hefur með þessu viðurkennt að það sé hernámsríki,“ sagði í yfirlýsingu frá verðandi forseta. Pavlo Klimkin, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði á Twitter að í ákvörðuninni fælist árásargirni gegn Úkraínu og afskipti af innanríkismálum. Hann hvatti því Úkraínumenn á svæðinu til þess að sækja ekki um rússneskt vegabréf. Samband Rússlands og Úkraínu hefur verið með versta móti allt frá því Viktor Janúkovítsj, forseti Úkraínu, hrökklaðist frá völdum árið 2014 eftir stíf mótmæli. Janúkovítsj naut stuðnings rússneskra stjórnvalda. Í kjölfar mótmælanna innlimuðu Rússar hinn úkraínska Krímskaga. Átök brutust út í Donbass á milli aðskilnaðarsinna sem vildu náið samband við Rússa og úkraínska herinn. Þessi átök og meint aðstoð rússneskra yfirvalda við aðskilnaðarsinna varð til þess að Vesturlönd komu á þvingunum gegn Rússlandi. Selenskíj hefur heitið því að Úkraína muni áfram stóla á samstarf við Vesturlönd. The New York Times metur stöðuna sem svo að hann sé þó ekki jafnmikill vesturlandasinni og fyrirrennarinn.
Birtist í Fréttablaðinu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Yfirvöld Úkraínu segjast hafa gómað rússneska útsendara Einn hinna handteknu reyndi að koma sprengju fyrir undir bíl starfsmanns leyniþjónustu úkraínska hersins. 17. apríl 2019 12:10 „Ég er afleiðing mistaka þinna“ Talið er líklegt að grínistinn Volodymyr Zelenskiy verði næsti forseti Úkraínu. 20. apríl 2019 16:11 Grínisti næsti forseti Úkraínu Vólódómír Selenskíj er næsti forseti Úkraínu. Hann hlaut yfir 70% atkvæða samkvæmt útgönguspám. 21. apríl 2019 18:31 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Yfirvöld Úkraínu segjast hafa gómað rússneska útsendara Einn hinna handteknu reyndi að koma sprengju fyrir undir bíl starfsmanns leyniþjónustu úkraínska hersins. 17. apríl 2019 12:10
„Ég er afleiðing mistaka þinna“ Talið er líklegt að grínistinn Volodymyr Zelenskiy verði næsti forseti Úkraínu. 20. apríl 2019 16:11
Grínisti næsti forseti Úkraínu Vólódómír Selenskíj er næsti forseti Úkraínu. Hann hlaut yfir 70% atkvæða samkvæmt útgönguspám. 21. apríl 2019 18:31