Spánverjar ganga til kosninga Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2019 07:39 Frá síðasta kosningafundi Sósíalistaflokks Pedro Sánchez á föstudag. Vísir/EPA Kjörstaðir í þingkosningunum á Spáni opnuðu í morgun. Nær öruggt er að enginn flokkur nái hreinum meirihluta og líkur eru á því að stjórnarmyndun eftir kosningar verði erfið enda hefur önnur eins sundrung ekki sést í spænskum stjórnmálum á síðari árum. Fimm flokkar berjast um að komast í ríkisstjórn. Á vinstri vængnum sækjast Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez, forsætisráðherra, og Við getum eftir því að mynda ríkisstjórn saman. Á hægri vængnum gætu Lýðflokkurinn og Borgararnir tekið höndum saman við hægriöfgaflokkinn Vox sem verður sá fyrsti til að ná fleiri en einu þingsæti á spænska þinginu eftir að lýðræði var komið aftur á þar á 8. áratugnum. Kosningarnar hófust klukkan níu að spænskum tíma í morgun, klukkan sjö að íslenskum tíma. Kjörstöðum lokar á meginlandinu klukkan átta í kvöld að spænskum tíma, klukkan sex á íslenskum tíma. Skoðanakönnun verður birt um leið og kjörstöðum lokar og búist er við að úrslit byrji að streyma inn eftir því sem líður á kvöldið. Talningu atkvæða ætti að vera lokið að mestu leyti á miðnætti að spænskum tíma, klukkan tíu að íslenskum tíma. Reuters-fréttastofan bendir á að í síðustu tveimur kosningum hafi útgöngukannanir ekki gefið rétta mynd af endanlegum úrslitum þeirra. Þetta er í þriðja skipti á fjórum árum sem Spánverjar kjósa til þings. Glundroði hefur ríkt í stjórnmálalífi landsins, bæði vegna eins stærsta spillingarmáls í sögu Spánar sem skók Lýðflokkinn og sjálfstæðisbaráttu Katalóna. Sánchez tók við sem forsætisráðherra í fyrra eftir að ríkisstjórn Mariano Rajoy úr Lýðflokknum sem felld með vantrauststillögu í þinginu. Leiðtogi sósíalista boðaði til skyndikosninga í febrúar þegar honum tókst ekki að koma fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar sinnar í gegnum þinginu. Ástæðan var sú að katalónskir sjálfstæðissinnar á spænska þinginu neituðu að styðja frumvarpið eftir að Sánchez neitaði að fallast á bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sjálfstjórnarhéraðsins. Spánn Tengdar fréttir Spáir stöðugleika framundan á Spáni Kosningar fara fram á Spáni á sunnudag. Prófessor í stjórnmálafræði telur að loksins komist stöðugleiki á eftir mörg ár af efnahagslegum og stjórnmálalegum óstöðugleika. 26. apríl 2019 20:00 Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Andfemínískur popúlískur öfgahægriflokkur gæti fengið að minnsta kosti rúm 10% atkvæða í þingkosningunum á sunnudag. 26. apríl 2019 17:15 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Kjörstaðir í þingkosningunum á Spáni opnuðu í morgun. Nær öruggt er að enginn flokkur nái hreinum meirihluta og líkur eru á því að stjórnarmyndun eftir kosningar verði erfið enda hefur önnur eins sundrung ekki sést í spænskum stjórnmálum á síðari árum. Fimm flokkar berjast um að komast í ríkisstjórn. Á vinstri vængnum sækjast Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez, forsætisráðherra, og Við getum eftir því að mynda ríkisstjórn saman. Á hægri vængnum gætu Lýðflokkurinn og Borgararnir tekið höndum saman við hægriöfgaflokkinn Vox sem verður sá fyrsti til að ná fleiri en einu þingsæti á spænska þinginu eftir að lýðræði var komið aftur á þar á 8. áratugnum. Kosningarnar hófust klukkan níu að spænskum tíma í morgun, klukkan sjö að íslenskum tíma. Kjörstöðum lokar á meginlandinu klukkan átta í kvöld að spænskum tíma, klukkan sex á íslenskum tíma. Skoðanakönnun verður birt um leið og kjörstöðum lokar og búist er við að úrslit byrji að streyma inn eftir því sem líður á kvöldið. Talningu atkvæða ætti að vera lokið að mestu leyti á miðnætti að spænskum tíma, klukkan tíu að íslenskum tíma. Reuters-fréttastofan bendir á að í síðustu tveimur kosningum hafi útgöngukannanir ekki gefið rétta mynd af endanlegum úrslitum þeirra. Þetta er í þriðja skipti á fjórum árum sem Spánverjar kjósa til þings. Glundroði hefur ríkt í stjórnmálalífi landsins, bæði vegna eins stærsta spillingarmáls í sögu Spánar sem skók Lýðflokkinn og sjálfstæðisbaráttu Katalóna. Sánchez tók við sem forsætisráðherra í fyrra eftir að ríkisstjórn Mariano Rajoy úr Lýðflokknum sem felld með vantrauststillögu í þinginu. Leiðtogi sósíalista boðaði til skyndikosninga í febrúar þegar honum tókst ekki að koma fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar sinnar í gegnum þinginu. Ástæðan var sú að katalónskir sjálfstæðissinnar á spænska þinginu neituðu að styðja frumvarpið eftir að Sánchez neitaði að fallast á bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sjálfstjórnarhéraðsins.
Spánn Tengdar fréttir Spáir stöðugleika framundan á Spáni Kosningar fara fram á Spáni á sunnudag. Prófessor í stjórnmálafræði telur að loksins komist stöðugleiki á eftir mörg ár af efnahagslegum og stjórnmálalegum óstöðugleika. 26. apríl 2019 20:00 Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Andfemínískur popúlískur öfgahægriflokkur gæti fengið að minnsta kosti rúm 10% atkvæða í þingkosningunum á sunnudag. 26. apríl 2019 17:15 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Spáir stöðugleika framundan á Spáni Kosningar fara fram á Spáni á sunnudag. Prófessor í stjórnmálafræði telur að loksins komist stöðugleiki á eftir mörg ár af efnahagslegum og stjórnmálalegum óstöðugleika. 26. apríl 2019 20:00
Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Andfemínískur popúlískur öfgahægriflokkur gæti fengið að minnsta kosti rúm 10% atkvæða í þingkosningunum á sunnudag. 26. apríl 2019 17:15