Íþróttadeild spáir HK 12. og neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og þar af leiðandi falli beint aftur niður í Inkasso-deildina. HK-ingar höfnuðu í öðru sæti næst efstu deildar á síðustu leiktíð á eftir Skagamönnum en Kópavogsliðið átti gott sumar 2017 og fylgdi því eftir síðasta sumar og tókst loks að komast aftur upp í deild þeirra bestu. HK hefur ekki verið í efstu deild síðan árið 2008 eftir að halda sér uppi árið áður þegar að aðeins eitt lið féll en HK-ingar féllu svo alla leið niður í 2. deild árið 2011. Liðið hefur unnið sig upp aftur jafnt og þétt. HK hefur átt erfitt uppdráttar á undirbúningstímabilinu en hefur bætt við sig mönnum með reynslu úr efstu deild. Þjálfari HK er Brynjar Björn Gunnarsson en KR-ingurinn uppaldi fór upp með HK í fyrstu tilraun en hann tók þar við góðu búi af Jóhannesi Karli Guðjónssyni. Víkingurinn Viktor Bjarki Arnarsson er honum til halds og trausts sem spilandi aðstoðarþjálfari. Brynjar var aðstoðarþjálfari Stjörnunnar sumarið 2016 og er í fyrsta sinn að stýra liði sem aðalþjálfari í efstu deild.Baksýnisspegillinn HK-ingar gerðu ekkert í efstu deild á síðustu leiktíð enda voru þeir í Inkasso-deildinni þar sem stóra stundin var að sjálfsögðu þegar að liðið komst upp eftir 3-0 sigur á ÍR í Kórnum þar sem að liðið spilar sína heimaleiki innandyra á gervigrasi. HK-ingar voru aftur á móti með bestu vörnina í Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð og því við hæfi að liðið hélt hreinu í leiknum sem að tryggði því Pepsi Max-sætið en Kópavogsliðið fékk aðeins þrettán mörk á sig í 22 leikjum og endaði með 48 stig líkt og ÍA en hafnaði í öðru sæti á markatölu. Liðið og leikmenngrafík/gvendurHK-ingar urðu fyrir miklu áfalli þegar að miðvörðurinn Guðmundur Þór Júlíusson sleit krossband í vetur en hann var valinn besti leikmaðurinn í Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð. HK gerði vel í að leysa hann af hólmi með Birni Berg en það má ekki vanmeta þátt Guðmundar í árangri síðustu ára. Töluverð Pepsi-reynsla er á miðjunni hjá liðinu og þá eiga framherjarnir sömuleiðis leiki í deild þeirra bestu.HryggjarstykkiðArnar Freyr Ólafsson (f. 1993): Þessi öflugi strákur hafði aldrei verið aðalmarkvörður liðs fyrr en að hann fékk traustið hjá HK sumarið 2016 og hann hefur bætt sig jafnt og þétt síðan þá. Hann var besti markvörður Inkasso-deildarinnar á síðustu leiktíð og sýndi heldur betur hvað í hann er spunnið þegar að hann varði tvær vítaspyrnur á móti ÍA í sjónvarpsleik á Skipaskaga. Nýliðar hafa brennt sig á því að mæta með óreyndan mann í markinu, ekki má gleyma að síðast þegar að HK kom upp var Gunnleifur Gunnleifsson í rammanum og munaði um minna.Björn Berg Bryde (f. 1992): Hafnfirski miðvörðurinn vakti mikla athygli undanfairn tvö tímabil sérstaklega með Grindavík þar sem að hann fór úr því að vera hálfgert no name í að vera einn besti miðvörður deildarinnar. Hann stóð sig svo vel að Stjarnan stal honum af Grindavík en eftir að Garðbæingar bættu við sig Martin Rauschenberg féll Björn Berg niður á Kórinn eins og himnasending. Með styrkleika sína í loftinu ætti hann að smellpassa í lið nýliða sem munu vafalítið þurfa að verjast mikið og aftarlega.Atli Arnarson (f. 1993): Skagfirðingurinn kom til HK frá ÍBV í vetur en hann var stór ástæða þess að Eyjamenn komu öllum á óvart og höfnuðu í sjötta sæti á síðustu leiktíð. Það fer ekki mikið fyrir Atla í umræðunni. Hann er svona miðjumaður sem mætir til starfa, gerir sitt og rúmlega það og þakkar svo fyrir sig. Engin læti, ekkert vesen. Atli sér leikinn vel, er góður sendingarmaður og vann á síðustu leiktíð 78 prósent tæklinga sinna. Ábyrgðin í sumar er mikil á Atla og verður fróðlegt að sjá hvort hann geti tekið miðjuspil HK á sínar herðar. Markaðurinngrafik/gvendurHK-ingar hafa gert bara nokkuð vel á markaðnum og voru klókir að ná sér í menn með mikla reynslu úr efstu deild en það mun vafalítið telja þegar á hólminn verður komið. Eftir meiðsli Guðmundar Þórs Júlíussonar var gríðarlega mikilvægt og sterkt að fá Björn Berg í hópinn en Brynjar Björn gat nýtt sér tengingu sína við Stjörnuna þar. Besta miðja liðsins er svo öll með mikla reynslu úr efstu deild og allt eru það nýir menn; Ásgeir Börkur, Atli og Arnþór sem komu frá Fylki, ÍBV og Breiðabliki. Arnþór Ari hefur margt að sanna eftir slakt tímabil í fyrra þar sem að honum tókst ekki að koma boltanum í netið í 22 leikjum í deild og bikar. Ásgeir Börkur þarf að vera sá leiðtogi sem að hann hefur verið í Árbænum ætli HK-ingar að halda sæti sínu í deildinni. HK-ingar hafa á móti ekkert misst neitt rosalega mikið nema þrjá lánsmenn og svo stráka sem að spiluðu ekkert mikið. HK kemur því með töluvert sterkari hóp til leiks í sumar en kom liðinu upp sem er jákvætt.Markaðseinkunn: B Hvað segir sérfræðingurinn? Verða kraftmiklir í byrjun „Þetta er spennandi tímabil fyrir HK og ég held að þeir verði kraftmiklir í byrjun tímabils. Nýja brumið verður mikið,“ sagði Reynir Leósson, einn sérfræðinga Pepsi Max Markanna á Stöð 2 Sport. „Kórinn á að geta gefið HK eitthvað aukavægi en þrátt fyrir það tel ég að þetta verði heilt yfir mjög erfitt tímabil fyrir HK. Flestir sem eru að spá í spilin setji HK neðarlega,“ sagði hann. Reynir segir að HK-ingar hafi gert ágætlega á leikmannamarkaðnum í vetur og náð í nokkra reynslumikla leikmenn. „Bæði á miðjuna og í vörnina. Þeir munu hafa stórt hlutverk og mikla ábyrgð ætli HK að lifa þetta tímabil af. En ég held að líkurnar á því að þeir verði í deild þeirra bestu að ári verði ekki miklar.“ Í ljósi sögunnargrafík/gvendurBesta tímabil HK í efstu deild er sumarið 2007 þegar liðið var nýliði í deildinni og hélt sér uppi. HK endaði í 9. sæti og hefði fallið úr deildinni á venjulegu ári en vegna fjölgunar í deildinni úr tíu í tólf lið féll aðeins liðið í tíunda sæti (Víkingur R.).Gunnleifur Gunnleifsson, núverandi fyrirliði og markvörður Blika, er leikjahæsti leikmaður HK í efstu deild en hann lék 39 af 40 leikjum liðsins á árunum 2007 til 2008. Gunnleifur lék tvo leiki fleiri en Finnbogi Llorens.Slóveninn Mitja Brulc er markhæsti leikmaður HK í efstu deild en hann skoraði 7 mörk í 15 leikjum með HK sumarið 2008. Hann skoraði þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum sínum fyrir félagið en fór eftir það heim til Maribor þegar lánssamningurinn fékkst ekki framlengdur.Aaron Palomares er sá leikmaður sem hefur gefið flestar stoðsendingar fyrir HK í efstu deild en hann gaf 4 stoðsendingar í 27 leikjum frá 2007 til 2008. Allar stoðsendingarnar komu sumarið 2008 og þrjár þeirra í 4-2 sigri á þáverandi Íslandsmeisturum Vals í 5. umferð. Það er ekkert vinsælasta sætið hjá HK í efstu deild því Kópavogsfélagið hefur aðeins spilað tvö tímabil í efstu deild. Fyrra árið endaði liðið í 9. sæti og það seinna í 11. sæti. Goðsögn sem myndi nýtast liðinu í sumar Þó svo að Arnar Freyr sé ágætur markvörður myndi HK ekkert slá hendinni á móti einum Gunnleifi Gunnleifssyni sem átti risastóran þátt í að koma HK upp í efstu deild árið 2006 og svo halda því uppi öllum að óvörum ári síðar. Gunnleifur er svo mikill HK-ingur að hann er með merki liðsins húðflúrað á kálfanum en hann spilar reyndar fyrir erkióvininn hinum meginn í Kópavoginum. Það hefur reynst nýliðum mjög vel í gegnum tíðina að mæta með markverði á háum klassa inn í Pepsi-deildina og Gulli er svo sannarlega einn af þeim. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti
Íþróttadeild spáir HK 12. og neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og þar af leiðandi falli beint aftur niður í Inkasso-deildina. HK-ingar höfnuðu í öðru sæti næst efstu deildar á síðustu leiktíð á eftir Skagamönnum en Kópavogsliðið átti gott sumar 2017 og fylgdi því eftir síðasta sumar og tókst loks að komast aftur upp í deild þeirra bestu. HK hefur ekki verið í efstu deild síðan árið 2008 eftir að halda sér uppi árið áður þegar að aðeins eitt lið féll en HK-ingar féllu svo alla leið niður í 2. deild árið 2011. Liðið hefur unnið sig upp aftur jafnt og þétt. HK hefur átt erfitt uppdráttar á undirbúningstímabilinu en hefur bætt við sig mönnum með reynslu úr efstu deild. Þjálfari HK er Brynjar Björn Gunnarsson en KR-ingurinn uppaldi fór upp með HK í fyrstu tilraun en hann tók þar við góðu búi af Jóhannesi Karli Guðjónssyni. Víkingurinn Viktor Bjarki Arnarsson er honum til halds og trausts sem spilandi aðstoðarþjálfari. Brynjar var aðstoðarþjálfari Stjörnunnar sumarið 2016 og er í fyrsta sinn að stýra liði sem aðalþjálfari í efstu deild.Baksýnisspegillinn HK-ingar gerðu ekkert í efstu deild á síðustu leiktíð enda voru þeir í Inkasso-deildinni þar sem stóra stundin var að sjálfsögðu þegar að liðið komst upp eftir 3-0 sigur á ÍR í Kórnum þar sem að liðið spilar sína heimaleiki innandyra á gervigrasi. HK-ingar voru aftur á móti með bestu vörnina í Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð og því við hæfi að liðið hélt hreinu í leiknum sem að tryggði því Pepsi Max-sætið en Kópavogsliðið fékk aðeins þrettán mörk á sig í 22 leikjum og endaði með 48 stig líkt og ÍA en hafnaði í öðru sæti á markatölu. Liðið og leikmenngrafík/gvendurHK-ingar urðu fyrir miklu áfalli þegar að miðvörðurinn Guðmundur Þór Júlíusson sleit krossband í vetur en hann var valinn besti leikmaðurinn í Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð. HK gerði vel í að leysa hann af hólmi með Birni Berg en það má ekki vanmeta þátt Guðmundar í árangri síðustu ára. Töluverð Pepsi-reynsla er á miðjunni hjá liðinu og þá eiga framherjarnir sömuleiðis leiki í deild þeirra bestu.HryggjarstykkiðArnar Freyr Ólafsson (f. 1993): Þessi öflugi strákur hafði aldrei verið aðalmarkvörður liðs fyrr en að hann fékk traustið hjá HK sumarið 2016 og hann hefur bætt sig jafnt og þétt síðan þá. Hann var besti markvörður Inkasso-deildarinnar á síðustu leiktíð og sýndi heldur betur hvað í hann er spunnið þegar að hann varði tvær vítaspyrnur á móti ÍA í sjónvarpsleik á Skipaskaga. Nýliðar hafa brennt sig á því að mæta með óreyndan mann í markinu, ekki má gleyma að síðast þegar að HK kom upp var Gunnleifur Gunnleifsson í rammanum og munaði um minna.Björn Berg Bryde (f. 1992): Hafnfirski miðvörðurinn vakti mikla athygli undanfairn tvö tímabil sérstaklega með Grindavík þar sem að hann fór úr því að vera hálfgert no name í að vera einn besti miðvörður deildarinnar. Hann stóð sig svo vel að Stjarnan stal honum af Grindavík en eftir að Garðbæingar bættu við sig Martin Rauschenberg féll Björn Berg niður á Kórinn eins og himnasending. Með styrkleika sína í loftinu ætti hann að smellpassa í lið nýliða sem munu vafalítið þurfa að verjast mikið og aftarlega.Atli Arnarson (f. 1993): Skagfirðingurinn kom til HK frá ÍBV í vetur en hann var stór ástæða þess að Eyjamenn komu öllum á óvart og höfnuðu í sjötta sæti á síðustu leiktíð. Það fer ekki mikið fyrir Atla í umræðunni. Hann er svona miðjumaður sem mætir til starfa, gerir sitt og rúmlega það og þakkar svo fyrir sig. Engin læti, ekkert vesen. Atli sér leikinn vel, er góður sendingarmaður og vann á síðustu leiktíð 78 prósent tæklinga sinna. Ábyrgðin í sumar er mikil á Atla og verður fróðlegt að sjá hvort hann geti tekið miðjuspil HK á sínar herðar. Markaðurinngrafik/gvendurHK-ingar hafa gert bara nokkuð vel á markaðnum og voru klókir að ná sér í menn með mikla reynslu úr efstu deild en það mun vafalítið telja þegar á hólminn verður komið. Eftir meiðsli Guðmundar Þórs Júlíussonar var gríðarlega mikilvægt og sterkt að fá Björn Berg í hópinn en Brynjar Björn gat nýtt sér tengingu sína við Stjörnuna þar. Besta miðja liðsins er svo öll með mikla reynslu úr efstu deild og allt eru það nýir menn; Ásgeir Börkur, Atli og Arnþór sem komu frá Fylki, ÍBV og Breiðabliki. Arnþór Ari hefur margt að sanna eftir slakt tímabil í fyrra þar sem að honum tókst ekki að koma boltanum í netið í 22 leikjum í deild og bikar. Ásgeir Börkur þarf að vera sá leiðtogi sem að hann hefur verið í Árbænum ætli HK-ingar að halda sæti sínu í deildinni. HK-ingar hafa á móti ekkert misst neitt rosalega mikið nema þrjá lánsmenn og svo stráka sem að spiluðu ekkert mikið. HK kemur því með töluvert sterkari hóp til leiks í sumar en kom liðinu upp sem er jákvætt.Markaðseinkunn: B Hvað segir sérfræðingurinn? Verða kraftmiklir í byrjun „Þetta er spennandi tímabil fyrir HK og ég held að þeir verði kraftmiklir í byrjun tímabils. Nýja brumið verður mikið,“ sagði Reynir Leósson, einn sérfræðinga Pepsi Max Markanna á Stöð 2 Sport. „Kórinn á að geta gefið HK eitthvað aukavægi en þrátt fyrir það tel ég að þetta verði heilt yfir mjög erfitt tímabil fyrir HK. Flestir sem eru að spá í spilin setji HK neðarlega,“ sagði hann. Reynir segir að HK-ingar hafi gert ágætlega á leikmannamarkaðnum í vetur og náð í nokkra reynslumikla leikmenn. „Bæði á miðjuna og í vörnina. Þeir munu hafa stórt hlutverk og mikla ábyrgð ætli HK að lifa þetta tímabil af. En ég held að líkurnar á því að þeir verði í deild þeirra bestu að ári verði ekki miklar.“ Í ljósi sögunnargrafík/gvendurBesta tímabil HK í efstu deild er sumarið 2007 þegar liðið var nýliði í deildinni og hélt sér uppi. HK endaði í 9. sæti og hefði fallið úr deildinni á venjulegu ári en vegna fjölgunar í deildinni úr tíu í tólf lið féll aðeins liðið í tíunda sæti (Víkingur R.).Gunnleifur Gunnleifsson, núverandi fyrirliði og markvörður Blika, er leikjahæsti leikmaður HK í efstu deild en hann lék 39 af 40 leikjum liðsins á árunum 2007 til 2008. Gunnleifur lék tvo leiki fleiri en Finnbogi Llorens.Slóveninn Mitja Brulc er markhæsti leikmaður HK í efstu deild en hann skoraði 7 mörk í 15 leikjum með HK sumarið 2008. Hann skoraði þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum sínum fyrir félagið en fór eftir það heim til Maribor þegar lánssamningurinn fékkst ekki framlengdur.Aaron Palomares er sá leikmaður sem hefur gefið flestar stoðsendingar fyrir HK í efstu deild en hann gaf 4 stoðsendingar í 27 leikjum frá 2007 til 2008. Allar stoðsendingarnar komu sumarið 2008 og þrjár þeirra í 4-2 sigri á þáverandi Íslandsmeisturum Vals í 5. umferð. Það er ekkert vinsælasta sætið hjá HK í efstu deild því Kópavogsfélagið hefur aðeins spilað tvö tímabil í efstu deild. Fyrra árið endaði liðið í 9. sæti og það seinna í 11. sæti. Goðsögn sem myndi nýtast liðinu í sumar Þó svo að Arnar Freyr sé ágætur markvörður myndi HK ekkert slá hendinni á móti einum Gunnleifi Gunnleifssyni sem átti risastóran þátt í að koma HK upp í efstu deild árið 2006 og svo halda því uppi öllum að óvörum ári síðar. Gunnleifur er svo mikill HK-ingur að hann er með merki liðsins húðflúrað á kálfanum en hann spilar reyndar fyrir erkióvininn hinum meginn í Kópavoginum. Það hefur reynst nýliðum mjög vel í gegnum tíðina að mæta með markverði á háum klassa inn í Pepsi-deildina og Gulli er svo sannarlega einn af þeim.