Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2019 07:45 Assange er talinn ætla að berjast gegn framsali til Bandaríkjanna með kjafti og klóm. Vísir/EPA Forseti Ekvador fullyrðir að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hafi notað sendiráð landsins í London sem „njósnamiðstöð“. Ekkert annað ríki hafi haft áhrif á ákvörðun ríkisstjórnar Ekvadors um að afturkalla hæli Assange í síðustu viku. Assange hafði dvalið í ekvadorska sendiráðinu í London í sjö ár áður en hann var borin þaðan út af breskum lögreglumönnum á fimmtudag. Þangað leitaði hann upphaflega hælis til að koma sér undan mögulegu framsali til Svíþjóðar þar sem hann var til rannsóknar fyrir kynferðisbrot. Lenín Moreno, forseti Ekvadors, segir við breska blaðið The Guardian að Assange hafi ítrekað brotið gegn skilmálum þess að honum var veitt hæli og að Ástralinn hafi notað sendiráðið sem miðstöð fyrir njósnir. „Hver tilraun til til að valda óstöðugleika er ámælisverð fyrir Ekvador vegna þess að við erum fullvalda þjóð og berum virðingu fyrir stjórnmálum hvers lands,“ segir Moreno. Wikileaks hafði lengi sakað ekvadorsk stjórnvöld um að reyna að bola Assange úr sendiráðinu. Uppljóstranavefurinn hefur verið bendlaður við nafnlausa vefsíðu sem spratt upp kollinum þar með fullyrðingum um forsetann og fjölskyldu hans. Moreno neitar því að ákvörðunin um að svipta Assange hæli hafi verið hefndaraðgerð vegna leka um hann. Vísaði hann til tilrauna Assange til að hafa áhrif á kosningar annarra ríkja, þar á meðal birtingu gagna Páfagarðs í upphafi árs. „Við getum ekki leyft að húsið okkar, hús sem opnaði dyr sínar, verði að njósnamiðstöð. Þessar aðgerðir brjóta gegn hælisskilmálunum. Ákvörðun okkar er ekki gerræðisleg heldur byggð á alþjóðalögum,“ segir forsetinn. Lenín Moreno, forseti Ekvadors.Vísir/EPA Jennifer Robinson, lögmaður Assange, hafnar ásökunum Moreno og segir þær „svívirðilegar“. Ótti Assange um að framselja ætti hann í hendur Bandaríkjastjórnar hafi reynst á rökum reistur. Bandarísk yfirvöld hafa gert kröfu um að Assange verði framseldur vegna ákæru um að hann hafi lagt á ráðin um að brjótast inn í tölvu varnarmálaráðuneytisins. Moreno neitar því í viðtalinu að Assange hafi verið sviptur hælinu að undirlagi annars ríkis. Bresk stjórnvöld hafi fullvissað hann um að mannréttindi Assange verði virt í hvívetna. Hann verði ekki framseldur til annars ríkis þar sem hann gæti verið beittur pyntingum, illri meðferð eða dauðarefsingu. Assange gæti átt yfir höfði sér tólf mánaða fangelsi á Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilmálum lausnar gegn tryggingu þegar hann leitaði í sendiráðið á sínum tíma. Þangað leitaði hann eftir að hann tapaði dómsmáli um framsal til Svíþjóðar. Í viðtalinu við Guardian gagnrýndi Moreno Assange harðlega fyrir hvernig hann kom fram við starfsfólk sendiráðsins á meðan hann dvaldi þar og umgengni hans. „Hreinlætishegðun hans var óviðunandi allan tímann sem hann dvaldi þar sem hafði áhrif á hans eigin heilsu og loftið innan í sendiráðinu,“ segir forsetinn. Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Rukka Assange um málskostnað Hæstiréttur Svíþjóðar úrskurðaði í gær að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, skyldi sjálfur greiða um 115 milljónir króna í málskostnað vegna rannsóknar á kynferðisbrotamálum gegn honum. 13. apríl 2019 07:30 Telur Trump ekki hafa vitað af handtöku Assange Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki halda að forsetinn hafi vitað að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yrði handtekinn af bresku lögreglunni. 14. apríl 2019 20:22 Julian Assange handtekinn Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í morgun í sendiráði Ekvadors í London. Þar hefur hann dvalið í sjö ár. Þetta herma breskir miðlar eftir lögreglunni í Bretlandi. 11. apríl 2019 09:44 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Forseti Ekvador fullyrðir að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hafi notað sendiráð landsins í London sem „njósnamiðstöð“. Ekkert annað ríki hafi haft áhrif á ákvörðun ríkisstjórnar Ekvadors um að afturkalla hæli Assange í síðustu viku. Assange hafði dvalið í ekvadorska sendiráðinu í London í sjö ár áður en hann var borin þaðan út af breskum lögreglumönnum á fimmtudag. Þangað leitaði hann upphaflega hælis til að koma sér undan mögulegu framsali til Svíþjóðar þar sem hann var til rannsóknar fyrir kynferðisbrot. Lenín Moreno, forseti Ekvadors, segir við breska blaðið The Guardian að Assange hafi ítrekað brotið gegn skilmálum þess að honum var veitt hæli og að Ástralinn hafi notað sendiráðið sem miðstöð fyrir njósnir. „Hver tilraun til til að valda óstöðugleika er ámælisverð fyrir Ekvador vegna þess að við erum fullvalda þjóð og berum virðingu fyrir stjórnmálum hvers lands,“ segir Moreno. Wikileaks hafði lengi sakað ekvadorsk stjórnvöld um að reyna að bola Assange úr sendiráðinu. Uppljóstranavefurinn hefur verið bendlaður við nafnlausa vefsíðu sem spratt upp kollinum þar með fullyrðingum um forsetann og fjölskyldu hans. Moreno neitar því að ákvörðunin um að svipta Assange hæli hafi verið hefndaraðgerð vegna leka um hann. Vísaði hann til tilrauna Assange til að hafa áhrif á kosningar annarra ríkja, þar á meðal birtingu gagna Páfagarðs í upphafi árs. „Við getum ekki leyft að húsið okkar, hús sem opnaði dyr sínar, verði að njósnamiðstöð. Þessar aðgerðir brjóta gegn hælisskilmálunum. Ákvörðun okkar er ekki gerræðisleg heldur byggð á alþjóðalögum,“ segir forsetinn. Lenín Moreno, forseti Ekvadors.Vísir/EPA Jennifer Robinson, lögmaður Assange, hafnar ásökunum Moreno og segir þær „svívirðilegar“. Ótti Assange um að framselja ætti hann í hendur Bandaríkjastjórnar hafi reynst á rökum reistur. Bandarísk yfirvöld hafa gert kröfu um að Assange verði framseldur vegna ákæru um að hann hafi lagt á ráðin um að brjótast inn í tölvu varnarmálaráðuneytisins. Moreno neitar því í viðtalinu að Assange hafi verið sviptur hælinu að undirlagi annars ríkis. Bresk stjórnvöld hafi fullvissað hann um að mannréttindi Assange verði virt í hvívetna. Hann verði ekki framseldur til annars ríkis þar sem hann gæti verið beittur pyntingum, illri meðferð eða dauðarefsingu. Assange gæti átt yfir höfði sér tólf mánaða fangelsi á Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilmálum lausnar gegn tryggingu þegar hann leitaði í sendiráðið á sínum tíma. Þangað leitaði hann eftir að hann tapaði dómsmáli um framsal til Svíþjóðar. Í viðtalinu við Guardian gagnrýndi Moreno Assange harðlega fyrir hvernig hann kom fram við starfsfólk sendiráðsins á meðan hann dvaldi þar og umgengni hans. „Hreinlætishegðun hans var óviðunandi allan tímann sem hann dvaldi þar sem hafði áhrif á hans eigin heilsu og loftið innan í sendiráðinu,“ segir forsetinn.
Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Rukka Assange um málskostnað Hæstiréttur Svíþjóðar úrskurðaði í gær að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, skyldi sjálfur greiða um 115 milljónir króna í málskostnað vegna rannsóknar á kynferðisbrotamálum gegn honum. 13. apríl 2019 07:30 Telur Trump ekki hafa vitað af handtöku Assange Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki halda að forsetinn hafi vitað að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yrði handtekinn af bresku lögreglunni. 14. apríl 2019 20:22 Julian Assange handtekinn Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í morgun í sendiráði Ekvadors í London. Þar hefur hann dvalið í sjö ár. Þetta herma breskir miðlar eftir lögreglunni í Bretlandi. 11. apríl 2019 09:44 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Rukka Assange um málskostnað Hæstiréttur Svíþjóðar úrskurðaði í gær að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, skyldi sjálfur greiða um 115 milljónir króna í málskostnað vegna rannsóknar á kynferðisbrotamálum gegn honum. 13. apríl 2019 07:30
Telur Trump ekki hafa vitað af handtöku Assange Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki halda að forsetinn hafi vitað að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yrði handtekinn af bresku lögreglunni. 14. apríl 2019 20:22
Julian Assange handtekinn Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í morgun í sendiráði Ekvadors í London. Þar hefur hann dvalið í sjö ár. Þetta herma breskir miðlar eftir lögreglunni í Bretlandi. 11. apríl 2019 09:44