„Upprunalega hugmyndin kom frá Martin“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2019 12:30 Undir stjórn Israels Martin vann Tindastóll fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins. vísir/bára „Við lítum björtum augum fram á veginn. Nú þurfum við að finna nýjan þjálfara og púsla utan á okkar kjarna af heimamönnum,“ segir Ingólfur Jón Geirsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, í samtali við Vísi.Þau tíðindi bárust frá Sauðárkróki í gær að Israel Martin væri hættur þjálfun Tindastóls. Undir stjórn þess spænska urðu Stólarnir bikarmeistarar í fyrra, sem var fyrsti stóri titilinn í sögu félagsins, og komust tvisvar í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Eftir gott gengi framan af tímabili hallaði undan fæti hjá Tindastóli eftir áramót. Liðið endaði í 3. sæti Domino's deildarinnar og tapaði fyrir Þór Þ., 2-3, í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar eftir að hafa komist 2-0 yfir í einvíginu. „Þetta kom upp eftir mörg samtöl þegar við vorum að fara yfir tímabilið. Upprunalega hugmyndin kom frá honum,“ segir Ingólfur um starfslok Martins. Stólarnir eru komnir í þjálfaraleit sem er nýhafin. Tindastóll hefur haft nokkra erlenda þjálfara í gegnum tíðina og Ingólfur útilokar ekki að Stólarnir muni leita aftur út fyrir landsteinana að þjálfara. „Það er allt opið í þeim efnum. Við verðum að sjá hverjir eru lausir. Mestu skiptir að finna rétta manninn.“ Skilja afstöðu BrynjarsBrynjar stoppaði stutt við á Króknum.vísir/báraÁ föstudaginn bárust þær fréttir frá Sauðárkróki að Brynjar Þór Björnsson væri á förum frá Tindastóli, eftir aðeins eitt ár í herbúðum liðsins, vegna fjölskylduástæðna. „Við hefðum gjarnan vilja halda honum en skiljum hans afstöðu. Fjölskyldan kemur alltaf fyrst,“ segir Ingólfur sem ber Brynjari vel söguna. „Þetta voru mjög góð kynni. Hann var bara í eitt tímabil hérna en manni finnst eins og hann hafi verið lengur. Hann var frábær jafnt innan vallar sem utan og kom sterkur inn í unglingastarfið hérna. Það er mikill missir af honum.“ Stefna áfram háttPétur Rúnar Birgisson hefur verið lykilmaður hjá Tindastóli á undanförnum árum.vísir/báraIngólfur leggur áherslu á að Tindastóll haldi þeim sterka kjarna heimamanna sem hefur borið liðið uppi á undanförnum árum. „Við erum að vinna í okkar heimamannakjarna. Við sjáum hvernig hann verður og smíðum svo utan á hann,“ segir Ingólfur sem er bjartsýnn á að halda öllum íslensku leikmönnum Tindastóls. Stólarnir hafa verið í fremstu röð í íslenskum körfubolta undanfarin ár og markið hefur verið sett hátt í Skagafirðinum. Ingólfur segir að engin breyting verði þar á. „Við bökkum ekkert með það og stefnum jafnvel hærra,“ segir Ingólfur að endingu. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar kveður Tindastól með söknuði: KR hjartað alltaf til staðar en útilokar ekki önnur lið Brynjar Þór Björnsson leitar sér nú að nýju liði eftir að hafa yfirgefið Tindastól fyrr í dag. 12. apríl 2019 17:30 Israel Martin ekki áfram með Tindastól Tindastóll leitar nú að nýjum þjálfara. 15. apríl 2019 20:22 Brynjar á förum frá Tindastóli Brynjar Þór Björnsson stoppaði stutt við á Sauðárkróki. 12. apríl 2019 16:02 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
„Við lítum björtum augum fram á veginn. Nú þurfum við að finna nýjan þjálfara og púsla utan á okkar kjarna af heimamönnum,“ segir Ingólfur Jón Geirsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, í samtali við Vísi.Þau tíðindi bárust frá Sauðárkróki í gær að Israel Martin væri hættur þjálfun Tindastóls. Undir stjórn þess spænska urðu Stólarnir bikarmeistarar í fyrra, sem var fyrsti stóri titilinn í sögu félagsins, og komust tvisvar í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Eftir gott gengi framan af tímabili hallaði undan fæti hjá Tindastóli eftir áramót. Liðið endaði í 3. sæti Domino's deildarinnar og tapaði fyrir Þór Þ., 2-3, í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar eftir að hafa komist 2-0 yfir í einvíginu. „Þetta kom upp eftir mörg samtöl þegar við vorum að fara yfir tímabilið. Upprunalega hugmyndin kom frá honum,“ segir Ingólfur um starfslok Martins. Stólarnir eru komnir í þjálfaraleit sem er nýhafin. Tindastóll hefur haft nokkra erlenda þjálfara í gegnum tíðina og Ingólfur útilokar ekki að Stólarnir muni leita aftur út fyrir landsteinana að þjálfara. „Það er allt opið í þeim efnum. Við verðum að sjá hverjir eru lausir. Mestu skiptir að finna rétta manninn.“ Skilja afstöðu BrynjarsBrynjar stoppaði stutt við á Króknum.vísir/báraÁ föstudaginn bárust þær fréttir frá Sauðárkróki að Brynjar Þór Björnsson væri á förum frá Tindastóli, eftir aðeins eitt ár í herbúðum liðsins, vegna fjölskylduástæðna. „Við hefðum gjarnan vilja halda honum en skiljum hans afstöðu. Fjölskyldan kemur alltaf fyrst,“ segir Ingólfur sem ber Brynjari vel söguna. „Þetta voru mjög góð kynni. Hann var bara í eitt tímabil hérna en manni finnst eins og hann hafi verið lengur. Hann var frábær jafnt innan vallar sem utan og kom sterkur inn í unglingastarfið hérna. Það er mikill missir af honum.“ Stefna áfram háttPétur Rúnar Birgisson hefur verið lykilmaður hjá Tindastóli á undanförnum árum.vísir/báraIngólfur leggur áherslu á að Tindastóll haldi þeim sterka kjarna heimamanna sem hefur borið liðið uppi á undanförnum árum. „Við erum að vinna í okkar heimamannakjarna. Við sjáum hvernig hann verður og smíðum svo utan á hann,“ segir Ingólfur sem er bjartsýnn á að halda öllum íslensku leikmönnum Tindastóls. Stólarnir hafa verið í fremstu röð í íslenskum körfubolta undanfarin ár og markið hefur verið sett hátt í Skagafirðinum. Ingólfur segir að engin breyting verði þar á. „Við bökkum ekkert með það og stefnum jafnvel hærra,“ segir Ingólfur að endingu.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar kveður Tindastól með söknuði: KR hjartað alltaf til staðar en útilokar ekki önnur lið Brynjar Þór Björnsson leitar sér nú að nýju liði eftir að hafa yfirgefið Tindastól fyrr í dag. 12. apríl 2019 17:30 Israel Martin ekki áfram með Tindastól Tindastóll leitar nú að nýjum þjálfara. 15. apríl 2019 20:22 Brynjar á förum frá Tindastóli Brynjar Þór Björnsson stoppaði stutt við á Sauðárkróki. 12. apríl 2019 16:02 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Brynjar kveður Tindastól með söknuði: KR hjartað alltaf til staðar en útilokar ekki önnur lið Brynjar Þór Björnsson leitar sér nú að nýju liði eftir að hafa yfirgefið Tindastól fyrr í dag. 12. apríl 2019 17:30
Brynjar á förum frá Tindastóli Brynjar Þór Björnsson stoppaði stutt við á Sauðárkróki. 12. apríl 2019 16:02