Íslensk reglubyrði sú þyngsta innan OECD Ásta Sigríður Fjeldsted skrifar 17. apríl 2019 08:00 Íslenska hagkerfið er það hagkerfi innan OECD sem býr við mestar reglubyrðar í þjónustugreinum. Þetta kom fram í máli Ania Thiemann, verkefnisstjóra samkeppnismats OECD á fundi ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur í gærmorgun, þriðjudag. Íslenskt viðskiptalíf hefur lengi bent á að pottur sé víða brotinn í opinberu eftirlitsumhverfi. Kallað hefur verið eftir einföldun á regluverki og eftirliti þar sem óhagræði og kostnaður, bæði beinn og óbeinn, hlýst af núgildandi kerfi. Skipun ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur er því kærkomin. Markmið nefndarinnar, eins og því er lýst í lögum, er að vinna að því að auka hagkvæmni og skilvirkni í opinberu eftirliti með það fyrir augum að opinbert eftirlit nái markmiðum sínum um velferð, öryggi, heilbrigði og eðlilega viðskiptahætti en íþyngi einstaklingum og fyrirtækjum eins lítið og kostur er og að eftirlit stjórnvalda leiði ekki til mismununar eða takmarki athafnafrelsi nema almannahagsmunir krefjist. Sérlega mikilvægu verkefni ráðgjafarnefndarinnar var ýtt úr vör í byrjun þessa árs þegar hún lagði fyrir könnun meðal íslenskra fyrirtækja um viðhorf stjórnenda til opinbers eftirlits og eftirlitsmenningar á Íslandi – en slík könnun hefur ekki áður verið framkvæmd hér á landi. Óskandi er að slík stöðutaka verði gerð árlega héðan í frá til þess að stofnanirnar geti fylgst með viðhorfum í íslensku viðskiptalífi til þeirra starfs og komið til móts við gagnrýni eins og kostur er. Niðurstöður könnunarinnar Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á áðurnefndum fundi. Þar kom m.a. fram að fyrirtæki eru ósátt við hversu mikill tími fer í skriffinnsku og pappírsvinnu, jafnvel sömu pappírsvinnunnar til mismunandi aðila og að of lítið sé um rafræna stjórnsýslu. Aftur á móti þykja eftirlitsheimsóknir lítt til vandræða. Af mati á 16 mismunandi eftirlitsstofnunum kom Samkeppniseftirlitið hvað verst út og þar á eftir Fjármálaeftirlitið. Þá er sama hvort litið er til þátta er lúta að viðhorfi, trausti eða skilvirkni – svörin endurspegla skýrt neikvæða stöðu þessara eftirlitsstofnana í huga stjórnenda íslenskra fyrirtækja, samanborið við aðrar. Velta má því upp hvort áherslur þessara stofnana hafi hér áhrif en það er áhyggjuefni að niðurstöður könnunarinnar styðja þau langlífu sjónarmið að skortur sé á trausti og samvinnu milli ákveðinna eftirlitsstofnana og íslenskra fyrirtækja. Nefna má að stjórnendur 70% fyrirtækja sem tóku afstöðu töldu leiðbeinandi hlutverki Samkeppniseftirlitsins ábótavant. Skortur væri á leiðbeiningum til að auðvelda fyrirtæki þeirra að takast á við lagalega óvissu og afstýra brotum á reglum. Þessi skortur á leiðbeiningum var m.a. ástæða þess að samtök á borð við Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Lögmannafélag Íslands sáu sér ekki annað fært en að gefa sjálf út á síðasta ári leiðbeiningar í samkeppnisrétti til að auðvelda starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækja að glöggva sig á þeim reglum sem gilda um fyrirtæki og varða samkeppni. Þótt starfsemi opinberra eftirlitsaðila sé nauðsynleg þá er það staðreynd að sköpun verðmæta á sér stað í fyrirtækjum en ekki eftirlitsstofnunum. Það er því mikilvægt að að gæta þess að opinbert regluverk um viðskiptalífið hamli ekki eðlilegri starfsemi og vexti fyrirtækja með því að vera meira íþyngjandi en nauðsynlegt er. Slíkt er kostnaðarsamt fyrir samfélagið og dregur úr hagkvæmni íslenskra fyrirtækja – ekki síst alþjóðlegri samkeppnishæfni. Tillögur til úrbóta í lífskjarasamningunum Þessu virðist ríkisstjórnin hafa áttað sig á en í aðgerðaplani hennar til stuðnings lífskjarasamningunum er að finna tillögur til úrbóta á grunni niðurstaðna fyrrgreindrar könnunnar ásamt þremur öðrum atriðum sem lúta að umbótum í opinberu eftirliti; endurskoðun á samkeppnislögum, samkeppnismati OECD á regluverki ferðaþjónustu og byggingarstarfsemi, ásamt því að ráðgjafarnefndin ljúki samantekt á yfirliti yfir lagaákvæði sem eru íþyngjandi fyrir atvinnustarfsemi, og geri tillögur að úrbótum. Með þessu eru mikilvæg skref tekin í átt að öflugra og heilbrigðara atvinnulífi á Íslandi. Takist vel til mun Ísland færast nær því að skipa sér í fremstu röð í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi með því að skapa kjöraðstæður til fyrirtækjareksturs.Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta S. Fjeldsted Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenska hagkerfið er það hagkerfi innan OECD sem býr við mestar reglubyrðar í þjónustugreinum. Þetta kom fram í máli Ania Thiemann, verkefnisstjóra samkeppnismats OECD á fundi ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur í gærmorgun, þriðjudag. Íslenskt viðskiptalíf hefur lengi bent á að pottur sé víða brotinn í opinberu eftirlitsumhverfi. Kallað hefur verið eftir einföldun á regluverki og eftirliti þar sem óhagræði og kostnaður, bæði beinn og óbeinn, hlýst af núgildandi kerfi. Skipun ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur er því kærkomin. Markmið nefndarinnar, eins og því er lýst í lögum, er að vinna að því að auka hagkvæmni og skilvirkni í opinberu eftirliti með það fyrir augum að opinbert eftirlit nái markmiðum sínum um velferð, öryggi, heilbrigði og eðlilega viðskiptahætti en íþyngi einstaklingum og fyrirtækjum eins lítið og kostur er og að eftirlit stjórnvalda leiði ekki til mismununar eða takmarki athafnafrelsi nema almannahagsmunir krefjist. Sérlega mikilvægu verkefni ráðgjafarnefndarinnar var ýtt úr vör í byrjun þessa árs þegar hún lagði fyrir könnun meðal íslenskra fyrirtækja um viðhorf stjórnenda til opinbers eftirlits og eftirlitsmenningar á Íslandi – en slík könnun hefur ekki áður verið framkvæmd hér á landi. Óskandi er að slík stöðutaka verði gerð árlega héðan í frá til þess að stofnanirnar geti fylgst með viðhorfum í íslensku viðskiptalífi til þeirra starfs og komið til móts við gagnrýni eins og kostur er. Niðurstöður könnunarinnar Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á áðurnefndum fundi. Þar kom m.a. fram að fyrirtæki eru ósátt við hversu mikill tími fer í skriffinnsku og pappírsvinnu, jafnvel sömu pappírsvinnunnar til mismunandi aðila og að of lítið sé um rafræna stjórnsýslu. Aftur á móti þykja eftirlitsheimsóknir lítt til vandræða. Af mati á 16 mismunandi eftirlitsstofnunum kom Samkeppniseftirlitið hvað verst út og þar á eftir Fjármálaeftirlitið. Þá er sama hvort litið er til þátta er lúta að viðhorfi, trausti eða skilvirkni – svörin endurspegla skýrt neikvæða stöðu þessara eftirlitsstofnana í huga stjórnenda íslenskra fyrirtækja, samanborið við aðrar. Velta má því upp hvort áherslur þessara stofnana hafi hér áhrif en það er áhyggjuefni að niðurstöður könnunarinnar styðja þau langlífu sjónarmið að skortur sé á trausti og samvinnu milli ákveðinna eftirlitsstofnana og íslenskra fyrirtækja. Nefna má að stjórnendur 70% fyrirtækja sem tóku afstöðu töldu leiðbeinandi hlutverki Samkeppniseftirlitsins ábótavant. Skortur væri á leiðbeiningum til að auðvelda fyrirtæki þeirra að takast á við lagalega óvissu og afstýra brotum á reglum. Þessi skortur á leiðbeiningum var m.a. ástæða þess að samtök á borð við Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Lögmannafélag Íslands sáu sér ekki annað fært en að gefa sjálf út á síðasta ári leiðbeiningar í samkeppnisrétti til að auðvelda starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækja að glöggva sig á þeim reglum sem gilda um fyrirtæki og varða samkeppni. Þótt starfsemi opinberra eftirlitsaðila sé nauðsynleg þá er það staðreynd að sköpun verðmæta á sér stað í fyrirtækjum en ekki eftirlitsstofnunum. Það er því mikilvægt að að gæta þess að opinbert regluverk um viðskiptalífið hamli ekki eðlilegri starfsemi og vexti fyrirtækja með því að vera meira íþyngjandi en nauðsynlegt er. Slíkt er kostnaðarsamt fyrir samfélagið og dregur úr hagkvæmni íslenskra fyrirtækja – ekki síst alþjóðlegri samkeppnishæfni. Tillögur til úrbóta í lífskjarasamningunum Þessu virðist ríkisstjórnin hafa áttað sig á en í aðgerðaplani hennar til stuðnings lífskjarasamningunum er að finna tillögur til úrbóta á grunni niðurstaðna fyrrgreindrar könnunnar ásamt þremur öðrum atriðum sem lúta að umbótum í opinberu eftirliti; endurskoðun á samkeppnislögum, samkeppnismati OECD á regluverki ferðaþjónustu og byggingarstarfsemi, ásamt því að ráðgjafarnefndin ljúki samantekt á yfirliti yfir lagaákvæði sem eru íþyngjandi fyrir atvinnustarfsemi, og geri tillögur að úrbótum. Með þessu eru mikilvæg skref tekin í átt að öflugra og heilbrigðara atvinnulífi á Íslandi. Takist vel til mun Ísland færast nær því að skipa sér í fremstu röð í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi með því að skapa kjöraðstæður til fyrirtækjareksturs.Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun